Þarf ekki að byggja tvær Kárahnjúkavirkjanir til að leggja sæstreng

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Auglýsing

Það þarf ekki að reisa tvær Kára­hnjúka­virkjarnir til að fram­leiða orku fyrir raf­orku­sæ­streng til Bret­lands, Bretar hafa nú stað­fest að þeir eru til­búnir að greiða með orku frá Íslandi sem yrði flutt til Bret­lands um streng­inn og þjóð­hags­leg arð­semi af lagn­ingu strengs­ins fyrir hvort land fyrir sig yrði 25-30 millj­arðar króna. Þetta segir Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar.

Skýrsla um kostn­að­ar- og ábata­grein­ingu á lagn­ingu sæstrengs milli Íslands, sem unnin var af Kviku í ráð­gjafa­­fyr­ir­tækið PÖYRY, var kynnt í gær. Sam­­kvæmt henni, þá eru vís­bend­ingar um að lagn­ing 800 til­ 1.200 km. sæstrengs kunni að reyn­­ast bæði Íslands og Bret­landi þjóð­hags­­leg og við­­skipta­­lega arð­­söm. For­­senda þess virð­ist þó vera að bresk stjórn­­völd séu reið­u­­búin að styðja við verk­efnið líkt og þau styðja í dag þar­­lenda nýja end­­ur­nýj­an­­lega raf­­orku­vinnslu.

50 til 60 millj­arðar króna á ári í arð­semi

Lands­virkjun hefur lengi haft áhuga á að kanna mögu­leika þess að bæta sæstreng við sem við­skipta­vini fyr­ir­tæk­is­ins. Hörður skrif­aði til að mynda grein í Morg­un­blaðið fyrir rúmu ári þar sem hann sagði sæstreng­inn vera mjög áhuga­verðan kost. 

Auglýsing

Hörður segir skýrslu Kviku og PÖYRY svara mörgum spurn­ing­um. Þar komi til að mynda fram að þjóð­hags­leg arð­semi yrði 50 til 60 millj­arðar króna sem myndi skipt­ast til jafns milli þjóð­anna tveggja, Íslands og Bret­lands. Þá sé búið að borga mjög við­un­andi arð­semi á allar fram­kvæmdir í báðum löndum og taka til­lit til kostn­að­ar­verðs­þátta, svo sem hækk­ana á raf­magns­verði til fyr­ir­tækja og heim­ila, sem lækkar ávinn­ing­inn. „Okkar grund­völlur var að fá það stað­fest að Bretar væru til­búnir til að nýta sér styrkja­kerfið sem þeir hafa fyrir orku­vinnslu fyrir verk­efn­ið, en Bretar eru þegar að greiða með allri orku sem er til í Bret­landi. Það fékkst stað­fest.“

Póli­tísk ákvörðun

Í fréttum í gær var nið­ur­staða skýrsl­unnar sögð vera sú að virkja þyrfti á við tvær Kára­hnjúka­virkj­anir til að búa til ork­una sem sæstrengur myndi kalla á. Hörður segir þá ályktun ekki byggja á nið­ur­stöðu skýrsl­unnar að neinu leyti. „Sam­kvæmt miðsviðs­mynd skýrsl­unnar þarf um 1500 mega­vött til. Stór hluti þess afls - Um það bil ein Kára­hnjúka­virkjun - myndi koma úr bættri nýt­ingu. Umhverf­is­á­hrif þess yrðu eng­in. Þá myndu líka koma til smærri virkj­anir í vatns­afli, vindi og jarð­varma sem myndu selja inn á kerf­ið, en væri að öðrum kosti ekki hag­kvæmt að gera. Í þriðja lagi væri um hefð­bundna virkj­ana­kosti að ræða og úr þeim þyrftu að koma um 250 mega­vött. Það er álíka stórt og Hraun­eyja­foss­virkj­un, en mun minna en Kára­hnjúka­virkj­un. Að okkar mati er því ekki rétt að leggja þetta svona upp eins og gert var.“

Hörður leggur þó áherslu á að það sé alltaf póli­tísk ákvörðun hvort ráð­ist verði í lagn­ingu sæstrengs eða ekki. „Það á eftir að fara fram mikil umræða um þetta mál en skýrslan er gott inn­legg í þá umræðu. Ég myndi segja að það þyrfti að meta þá val­kosti sem Íslend­ingar hafa fyrir sína orku­notk­un. Sæstrengur breytir því ekki hvað við ákveðum að virkja í hefð­bundnum virkj­ana­kost­um. Það er ákvörðun sem stjórn­völd taka með ram­m­á­ætl­un­ar­ferli og svo póli­tískum ákvörð­un­um.“

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Rithöfundaspjall: Sagnaheimur og „neðanmittisvesen“
Kjarninn 1. desember 2020
Frumvarp Páls breytir litlu um samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp takmarkanir á úthlutaðri aflahlutdeild. Það gengur mun skemur en aðrar tillögur sem lagðar hafa verið fram til að draga úr samþjöppun í sjávarútvegi.
Kjarninn 1. desember 2020
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Hefði verið gott að „átta sig fyrr á því að þessi bruni væri öðruvísi en aðrir“
Dagur B. Eggertsson segir að borgaryfirvöld verði að taka til sín þá gagnrýni sem eftirlifendur brunans á Bræðraborgarstíg hafa sett fram á þann stuðning og aðstoð sem þeir fengu.
Kjarninn 1. desember 2020
Barist við elda í Ástralíu.
Eldar helgarinnar slæmur fyrirboði
„Svarta sumarið“ er öllum Áströlum enn í fersku minni. Nú, ári seinna, hafa gróðureldar kviknað á ný og þó að slökkvistarf hafi gengið vel um helgina er óttast að framundan sé óvenju heit þurrkatíð.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Húsarústirnar standa enn.
Dómstjóri synjar beiðni um lokað þinghald í manndrápsmálinu á Bræðraborgarstíg
Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur hefur synjað beiðni um lokað þinghald í máli mannsins sem er ákærður fyrir brennu og manndráp á Bræðraborgarstíg 1 í sumar. Þrír fórust í eldsvoðanum og tveir slösuðust alvarlega.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Vísaði frá kvörtun vegna ummæla Þórhildar Sunnu um merki á lögreglubúningum
Viðbrögð þingmanns Pírata í pontu Alþingis við umfjöllun í fjölmiðlum um þýðingu merkja sem lögreglumenn hefðu borið við störf sín fela ekki í sér brot á siðareglum þingmanna.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None