Fara fram á að ráðuneytið láti rannsaka Vinnslustöðina

Guðmundur Kristjánsson, oftast kenndur við Brim, er eigandi Stillu sem er minnihlutaeigandi í Vinnslustöðinni.
Guðmundur Kristjánsson, oftast kenndur við Brim, er eigandi Stillu sem er minnihlutaeigandi í Vinnslustöðinni.
Auglýsing

Stilla útgerð, sem er minni­hluta­eig­andi í Vinnslu­stöð­inni í Vest­manna­eyj­um, hefur farið aftur fram á það við Ragn­heiði Elínu Árna­dótt­ur, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, að hún til­nefni rann­sókn­ar­menn til að rann­saka til­tekna þætti í starf­semi Vinnslu­stöðv­ar­innar og með­ferð eigin fjár fyr­ir­tæk­is­ins í tengslum við sam­runa félags­ins við Ufsa­berg-­út­gerð. Beiðnin byggir á 97. grein hluta­fé­laga­laga sem segir til um að tíu pró­sent hlut­hafa geti farið fram á til­nefn­ingu slíkra rann­sókn­ar­manna.

Þetta er í ekki í fyrsta sinn sem Stilla útgerð fer fram á til­nefn­ingu rann­sókn­ar­manna. Það gerði félagið m.a. líka í fyrra­sumar „með vísan í þau rétt­indi sem minn­i­hluta hlut­hafa eru ­tryggð í hluta­­fé­laga­lög­um, að ráð­herra skipi rann­­sókn­­ar­­menn til þess að skoða við­­skipti meiri­hluta hlut­hafa Vinnslu­­stöðv­­­ar­innar og eig­enda Ufsa­bergs ­út­­­gerð­­ar. Nú er þeirrar nið­­ur­­stöðu ráðu­­neyt­is­ins beð­ið“.

Erind­inu var þá hafnað með bréfi sem barst 19. apríl 2016, tíu mán­uðum eftir að beiðnin var send til ráðu­neyt­is­ins.  Ráðu­neytið hafn­aði því að verða við beiðn­inni vegna þess að hér­aðs­dómur Suð­ur­lands hafði kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að tvær ákvarð­anir meiri­hluta hlut­hafa í Vinnslu­stöð­inni ætti að ógilda. Ákvarð­an­irnar snér­ust ann­ars vegar um sam­runa við útgerð­ar­fé­lagið Ufsa­berg og hins vegar um aukið hlutafé Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar. Hæsti­réttur snéri hins vegar þeirri nið­ur­stöðu í júní síð­ast­liðnum og því var beiðnin um rann­sókn­ar­menn­ina lögð aftur fram.

Auglýsing

Töldu ákvarð­anir valda fyr­ir­tæk­inu tjóni

Stilla á ríf­­lega 30 pró­­sent hlut í Vinnslu­­stöð­inni og hafa átök staðið yfir á milli eig­enda félags­ins og hóps Vest­­manna­ey­inga, sem á tæp­­lega 70 pró­­sent hlut í fyr­ir­tæk­inu, í ára­ráð­­ir. Vinnslu­stöðin er á meðal fimm stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja lands­ins.

Vinnslu­­stöðin keypti upp­­haf­­lega hluti í útgerð­ar­fé­lag­inu Ufsa­bergi á ár­unum 2008 og 2011 gegn vilja Stillu sem fór með málið fyrir dóm­stóla. Í mar­s 2013 ógilti Hæst­i­­réttur sam­runa félag­anna. Í kjöl­farið var ný sam­runa­á­ætl­­un ­sam­­þykkt á hlut­hafa­fundi 8. októ­ber 2014.

Eig­end­ur Stillu, bræð­­urnir Guð­­mundur (kennd­ur við Brim) og Hjálmar Krist­jáns­­syn­ir, töldu að Vinnslu­­stöðin væri allt of lág­t ­metin í við­­skipt­unum og að ákvarð­an­­irnar hefðu ekki verið teknar með hags­mun­i fyr­ir­tæk­is­ins í huga og væru þess eðlis að þær yllu því tjóni. Þeir töldu ákvarð­an­irnar hafa verið teknar til að tryggja trygg­ari yfir­ráð meiri­hluta­eig­enda yfir Vinnslu­stöð­inni og fóru því á ný með málið fyrir dóm­stóla, unnu það í hér­aði en töp­uðu í Hæsta­rétti.

Því hafa eig­endur Stillu ákveðið að láta reyna aftur á hvort ráðu­neytið taki í mál að til­nefna rann­sak­endur til að rann­saka til­tekna þætti í rekstri Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Dóttir Svandísar alvarlega veik
Heilbrigðisráðherra ætlar með hjálp samstarfsfólks og fjarfunda að sinna áfram störfum sínum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Fall Soga-ættarinnar
Kjarninn 10. júlí 2020
Faraldurinn í faraldrinum
Ef hægt er að líkja heimsfaraldri COVID-19 við hvirfilbyl má líkja faraldri ópíóðafíknar við loftslagsbreytingar: Þær gerast hægt og bítandi en stundum í stökkum og eru stórhættulegar.
Kjarninn 10. júlí 2020
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None