Eygló gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn harðlega

Eygló Harðardóttir
Auglýsing

Eygló Harð­ar­dótt­ir, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, segir að hún hafi staðið í slags­málum við Sjálf­stæð­is­flokknum allt kjör­tíma­bilið um fram­lög til vel­ferð­ar­mála. Áhersla flokks­ins hefur frekar verið á að lækka skatta, meðal ann­ars skatta hinna efna­mestu, og á að lækka skuldir rík­is­ins í stað þess að auka fram­lög til vel­ferð­ar­mála. Þetta kom fram í fréttum RÚV.

Eygló fagnar því að Sjálf­stæð­is­menn hafi á und­an­förnum dögum talað um aukin fram­lög til vel­ferð­ar­mála, og vísar þar í við­tal við Bjarna Bene­dikts­son, for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, í Morg­un­blað­inu um helg­ina þar sem hann sagði að heil­brigð­is­­mál og menntun verði í for­grunni hjá Sjálf­­stæð­is­­flokknum verði hann við völd á næsta kjör­­tíma­bili.

 Í frétt fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­is­ins vegna álagn­ingar opin­berra gjalda á ein­stak­l­inga árið 2016, sem birt var í lok júní, kom fram að íslenskir ein­stak­l­ingar höfðu sam­tals 34,8 millj­­arða króna í tekjur vegna arð­greiðslna í fyrra. Ekki liggur fyrir á hversu marga ein­tak­l­inga þessi tala skipt­ist en hún hækk­­aði um rúma fimm millj­­arða, eða 18 pró­­sent, á milli ára. Tekjur ein­stak­l­inga af arði hafa auk­ist mjög hratt á und­an­­förnum árum. Alls námu þær 16,7 millj­­örðum króna árið 2012 og hafa rúm­­lega tvö­­fald­­ast síðan þá. Nú er svo komið að tekjur ein­stak­l­inga vegna arð­greiðslna voru stærsti ein­staki liður fjár­­­magnstekna rík­­is­ins vegna árs­ins 2015. 

Auglýsing

Á sama tíma lækka almennar vaxta­bætur sem skuld­­settir íbúða­eig­endur fá greiddar vegna vaxta­gjalda íbúða­lána sinna, um 25,7 pró­­sent á milli ára og þeim fjöl­­skyldum sem fá þær bætur greiddur fækkar um 21,3 pró­­sent. Ástæða þessa er sögð betri eign­­ar­­staða heim­ila lands­ins. Þá lækka heild­­ar­greiðslur barna­­bóta úr tíu millj­­örðum króna í 9,3 millj­­arða króna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki talin þörf á að skima tónleikagesti aftur síðar í vikunni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki alveg öruggt, en þó mjög líklegt, að ef einhver tónleikagestur hafi smitast í Hörpu á föstudag myndi smitið finnast í skimun í dag. Ekki er talin þörf á tvöfaldri skimun hópsins.
Kjarninn 8. mars 2021
Færeyska Kringvarpið birtir annað kvöld heimildaþátt sem ber nafnið Teir ómettiligu og fjallar m.a. um hvernig rannsókn á meintum brotum Samherjasamstæðunnar í Namibíu teygir sig til Færeyja.
Íslenskir rannsakendur hafa aflað upplýsinga um þrjú félög tengd Samherja í Færeyjum
Færeyski skatturinn staðfestir við Kringvarpið að íslenskir rannsóknaraðilar hafi óskað eftir liðsinni vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum. Félögin sem íslensk yfirvöld spurðust fyrir um eru öll í slitameðferð.
Kjarninn 8. mars 2021
Ólafur Arnalds
Ljósglæta í þokumóðu sauðfjárstyrkja
Kjarninn 8. mars 2021
Taka þurfi af vafa um nýtingarrétt á náttúruauðlindum í stjórnarskrárfrumvarpi
Að mati ASÍ þarf að gera breytingar á frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar til þess að taka af allan vafa um nýtingarrétt auðlinda náttúru Íslands. Sambandið sér hvorki ástæðu til að stytta kjörtímabil forseta né takmarka embættistíma.
Kjarninn 8. mars 2021
Tvær milljónir barna í Englandi sneru aftur í skólann í morgun.
Börn í Englandi aftur í skólann en hluti ítalskra barna sendur heim
Faraldurinn sendir ýmist kaldar eða hlýjar kveðjur um Evrópu nú í upphafi nýrrar viku. Í sumum löndum er verið að aflétta takmörkunum en í öðrum er enn verið að herða.
Kjarninn 8. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?
Kjarninn 8. mars 2021
Lítið eftir af veiðigjöldunum þegar búið er að standa straum af eftirliti og rannsóknum
Heildarútgjöld ríkissjóðs vegna eftirlits og rannsókna vegna fiskveiða og -vinnslu munu líklega nema um 7 milljörðum króna á þessu ári. Árin 2015-2020 voru álögð veiðigjöld að meðaltali 7,4 milljarðar á verðlagi ársins 2020.
Kjarninn 8. mars 2021
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None