Eygló gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn harðlega

Eygló Harðardóttir
Auglýsing

Eygló Harð­ar­dótt­ir, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, segir að hún hafi staðið í slags­málum við Sjálf­stæð­is­flokknum allt kjör­tíma­bilið um fram­lög til vel­ferð­ar­mála. Áhersla flokks­ins hefur frekar verið á að lækka skatta, meðal ann­ars skatta hinna efna­mestu, og á að lækka skuldir rík­is­ins í stað þess að auka fram­lög til vel­ferð­ar­mála. Þetta kom fram í fréttum RÚV.

Eygló fagnar því að Sjálf­stæð­is­menn hafi á und­an­förnum dögum talað um aukin fram­lög til vel­ferð­ar­mála, og vísar þar í við­tal við Bjarna Bene­dikts­son, for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, í Morg­un­blað­inu um helg­ina þar sem hann sagði að heil­brigð­is­­mál og menntun verði í for­grunni hjá Sjálf­­stæð­is­­flokknum verði hann við völd á næsta kjör­­tíma­bili.

 Í frétt fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­is­ins vegna álagn­ingar opin­berra gjalda á ein­stak­l­inga árið 2016, sem birt var í lok júní, kom fram að íslenskir ein­stak­l­ingar höfðu sam­tals 34,8 millj­­arða króna í tekjur vegna arð­greiðslna í fyrra. Ekki liggur fyrir á hversu marga ein­tak­l­inga þessi tala skipt­ist en hún hækk­­aði um rúma fimm millj­­arða, eða 18 pró­­sent, á milli ára. Tekjur ein­stak­l­inga af arði hafa auk­ist mjög hratt á und­an­­förnum árum. Alls námu þær 16,7 millj­­örðum króna árið 2012 og hafa rúm­­lega tvö­­fald­­ast síðan þá. Nú er svo komið að tekjur ein­stak­l­inga vegna arð­greiðslna voru stærsti ein­staki liður fjár­­­magnstekna rík­­is­ins vegna árs­ins 2015. 

Auglýsing

Á sama tíma lækka almennar vaxta­bætur sem skuld­­settir íbúða­eig­endur fá greiddar vegna vaxta­gjalda íbúða­lána sinna, um 25,7 pró­­sent á milli ára og þeim fjöl­­skyldum sem fá þær bætur greiddur fækkar um 21,3 pró­­sent. Ástæða þessa er sögð betri eign­­ar­­staða heim­ila lands­ins. Þá lækka heild­­ar­greiðslur barna­­bóta úr tíu millj­­örðum króna í 9,3 millj­­arða króna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None