Skattaskjól skoðuð á fyrsta nefndarfundi eftir sumarfrí

Viðbrögð stjórnvalda við skattsvikum Íslendinga og skattaskjólum verða rædd á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á morgun. Starfshópur fjármálaráðherra skilaði skýrslu um skattaskjól í lok júní. Formaður nefndarinnar hefur ekki séð skýrsluna.

Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Auglýsing

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd kemur saman klukkan 15 á mið­viku­dag í fyrsta sinn eftir sum­ar­frí. Meðal dag­skrár­liða er rann­sókn á aflands­fé­lögum Íslend­inga og skattaund­anskot­um. Ögmundur Jón­as­son, for­maður nefnd­ar­innar og þing­maður Vinstri grænna, segir að rík­is­stjórnin hafi gefið það út að farið verði í gang með könnun á þessum mál­u­m. 

„Við ætlum að sjá hvað hefur gerst hjá þeim á þessum vett­vangi. En það verða engar ákvarð­anir teknar á þessum fund­i,“ segir Ögmundur við Kjarn­ann. 

Þá verði einnig farið yfir þings­á­lykt­un­ar­til­lögu VG, sem lögð var fram í apríl í kjöl­far umfjöll­unar fjöl­miðla um Panama­skjöl­in, um að rann­sókn verði gerð á fjölda og starf­semi félaga sem tengj­ast íslenskum aðil­um, ein­stak­lingum og lög­að­ilum í skatta­skjöl­um. Frosti Sig­ur­jóns­son, for­maður efna­hags- og við­skipta­nefndar og þing­maður Fram­sókn­ar­flokks, sagð­ist í kjöl­farið von­ast til þess að til­lagan næði fram að ganga. 

Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra skip­aði starfs­hóp í lok apríl sem átti að koma með til­lögur að breyt­ingum á lög­um, reglu­gerðum eða verk­lags­reglum sem saman myndi aðgerða­á­ætlun íslenskra stjórn­valda gegn skattsvikum og nýt­ingu skatta­skjóla. 

Meðal þeirra sem áttu sæti í hópnum voru Bryn­dís Krist­jáns­dóttir skatt­rann­sókn­ar­stjóri, Skúli Egg­ert Þórð­ar­son rík­is­skatt­stjóri og Mar­í­anna Jón­as­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu, en hún var jafn­framt for­maður hóps­ins. Skýrslu starfs­hóps­ins var skilað til Bjarna 30. júní en hún hefur ekki verið gerð opin­ber. Ögmundur hefur sjálfur ekki séð skýrsl­una né heyrt neitt um hana. 

Á fund stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar koma gestir frá fjár­mála­ráðu­neyt­inu til að fara yfir stöð­una. Um morg­un­inn verða einnig fundir hjá fjár­laga­nefnd, umhverf­is- og sam­göngu­nefnd og vel­ferð­ar­nefnd. Seinni­part­inn funda einnig utan­rík­is­mála­nefnd og atvinnu­vega­nefnd. 

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None