Skattaskjól skoðuð á fyrsta nefndarfundi eftir sumarfrí

Viðbrögð stjórnvalda við skattsvikum Íslendinga og skattaskjólum verða rædd á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á morgun. Starfshópur fjármálaráðherra skilaði skýrslu um skattaskjól í lok júní. Formaður nefndarinnar hefur ekki séð skýrsluna.

Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Auglýsing

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd kemur saman klukkan 15 á mið­viku­dag í fyrsta sinn eftir sum­ar­frí. Meðal dag­skrár­liða er rann­sókn á aflands­fé­lögum Íslend­inga og skattaund­anskot­um. Ögmundur Jón­as­son, for­maður nefnd­ar­innar og þing­maður Vinstri grænna, segir að rík­is­stjórnin hafi gefið það út að farið verði í gang með könnun á þessum mál­u­m. 

„Við ætlum að sjá hvað hefur gerst hjá þeim á þessum vett­vangi. En það verða engar ákvarð­anir teknar á þessum fund­i,“ segir Ögmundur við Kjarn­ann. 

Þá verði einnig farið yfir þings­á­lykt­un­ar­til­lögu VG, sem lögð var fram í apríl í kjöl­far umfjöll­unar fjöl­miðla um Panama­skjöl­in, um að rann­sókn verði gerð á fjölda og starf­semi félaga sem tengj­ast íslenskum aðil­um, ein­stak­lingum og lög­að­ilum í skatta­skjöl­um. Frosti Sig­ur­jóns­son, for­maður efna­hags- og við­skipta­nefndar og þing­maður Fram­sókn­ar­flokks, sagð­ist í kjöl­farið von­ast til þess að til­lagan næði fram að ganga. 

Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra skip­aði starfs­hóp í lok apríl sem átti að koma með til­lögur að breyt­ingum á lög­um, reglu­gerðum eða verk­lags­reglum sem saman myndi aðgerða­á­ætlun íslenskra stjórn­valda gegn skattsvikum og nýt­ingu skatta­skjóla. 

Meðal þeirra sem áttu sæti í hópnum voru Bryn­dís Krist­jáns­dóttir skatt­rann­sókn­ar­stjóri, Skúli Egg­ert Þórð­ar­son rík­is­skatt­stjóri og Mar­í­anna Jón­as­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu, en hún var jafn­framt for­maður hóps­ins. Skýrslu starfs­hóps­ins var skilað til Bjarna 30. júní en hún hefur ekki verið gerð opin­ber. Ögmundur hefur sjálfur ekki séð skýrsl­una né heyrt neitt um hana. 

Á fund stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar koma gestir frá fjár­mála­ráðu­neyt­inu til að fara yfir stöð­una. Um morg­un­inn verða einnig fundir hjá fjár­laga­nefnd, umhverf­is- og sam­göngu­nefnd og vel­ferð­ar­nefnd. Seinni­part­inn funda einnig utan­rík­is­mála­nefnd og atvinnu­vega­nefnd. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðast þyrfti í nauðsynlegar styrkingar vega vegna þungaflutninganna til og frá Mýrdalssandi.
Vikurnám á Mýrdalssandi myndi hafa „verulegan kostnað fyrir samfélagið“
Fullhlaðinn sex öxla vörubíll slítur burðarlagi á við 20-30 þúsund fólksbíla, bendir Umhverfisstofnun á varðandi áformaða vikurflutninga frá Mýrdalssandi til Þorlákshafnar. Ráðast þyrfti í mikla uppbyggingu vegakerfis vegna flutninganna.
Kjarninn 6. október 2022
Ólafur Þ. Harðarson prófessor emerítus í stjórnmálafræði.
„Íslendingar eiga langt í land“ með jöfnuð atkvæðavægis eftir búsetu
Frumvarp sem formaður Viðreisnar mælti fyrir á þingi í september myndi eyða misvægi atkvæða milli bæði flokka og kjördæma, eins og kostur er. Ólafur Þ. Harðarson telur að þingið ætti að samþykkja breytingarnar.
Kjarninn 6. október 2022
Fóru inn í tölvupósta Sólveigar Önnu og Viðars
Þá starfandi formaður Eflingar hafði aðgang að tölvupósthólfum fyrirrennara síns, Sólveigar Önnu Jónsdóttur, og fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, Viðars Þorsteinssonar, frá því í janúar á þessu ári og fram í apríl.
Kjarninn 6. október 2022
Hallarekstur SÁÁ stefnir í 450 milljónir
Færri innlagnir, færri meðferðir við ópíóðafíkn og sumarlokanir verður staðan hjá SÁÁ á næsta ári miðað við fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp. Samtökin áætla að rekstrargrunnur samtakanna verði vanfjármagnaður um 450 milljónir króna á næsta ári.
Kjarninn 6. október 2022
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None