Skattaskjól skoðuð á fyrsta nefndarfundi eftir sumarfrí

Viðbrögð stjórnvalda við skattsvikum Íslendinga og skattaskjólum verða rædd á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á morgun. Starfshópur fjármálaráðherra skilaði skýrslu um skattaskjól í lok júní. Formaður nefndarinnar hefur ekki séð skýrsluna.

Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Auglýsing

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd kemur saman klukkan 15 á mið­viku­dag í fyrsta sinn eftir sum­ar­frí. Meðal dag­skrár­liða er rann­sókn á aflands­fé­lögum Íslend­inga og skattaund­anskot­um. Ögmundur Jón­as­son, for­maður nefnd­ar­innar og þing­maður Vinstri grænna, segir að rík­is­stjórnin hafi gefið það út að farið verði í gang með könnun á þessum mál­u­m. 

„Við ætlum að sjá hvað hefur gerst hjá þeim á þessum vett­vangi. En það verða engar ákvarð­anir teknar á þessum fund­i,“ segir Ögmundur við Kjarn­ann. 

Þá verði einnig farið yfir þings­á­lykt­un­ar­til­lögu VG, sem lögð var fram í apríl í kjöl­far umfjöll­unar fjöl­miðla um Panama­skjöl­in, um að rann­sókn verði gerð á fjölda og starf­semi félaga sem tengj­ast íslenskum aðil­um, ein­stak­lingum og lög­að­ilum í skatta­skjöl­um. Frosti Sig­ur­jóns­son, for­maður efna­hags- og við­skipta­nefndar og þing­maður Fram­sókn­ar­flokks, sagð­ist í kjöl­farið von­ast til þess að til­lagan næði fram að ganga. 

Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra skip­aði starfs­hóp í lok apríl sem átti að koma með til­lögur að breyt­ingum á lög­um, reglu­gerðum eða verk­lags­reglum sem saman myndi aðgerða­á­ætlun íslenskra stjórn­valda gegn skattsvikum og nýt­ingu skatta­skjóla. 

Meðal þeirra sem áttu sæti í hópnum voru Bryn­dís Krist­jáns­dóttir skatt­rann­sókn­ar­stjóri, Skúli Egg­ert Þórð­ar­son rík­is­skatt­stjóri og Mar­í­anna Jón­as­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu, en hún var jafn­framt for­maður hóps­ins. Skýrslu starfs­hóps­ins var skilað til Bjarna 30. júní en hún hefur ekki verið gerð opin­ber. Ögmundur hefur sjálfur ekki séð skýrsl­una né heyrt neitt um hana. 

Á fund stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar koma gestir frá fjár­mála­ráðu­neyt­inu til að fara yfir stöð­una. Um morg­un­inn verða einnig fundir hjá fjár­laga­nefnd, umhverf­is- og sam­göngu­nefnd og vel­ferð­ar­nefnd. Seinni­part­inn funda einnig utan­rík­is­mála­nefnd og atvinnu­vega­nefnd. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 4. júní 2020
8 mínútur og 46 sekúndur leystu úr læðingi sársauka margra kynslóða
Ólgan í Bandaríkjunum snýst ekki aðeins um þær átta mínútur og 46 sekúndur sem lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi George Floyds þar til hann lést. Hún á rætur í þjáningum margra kynslóða fólks er býr enn við misrétti sem er samgróið hugarfari valdhafa.
Kjarninn 4. júní 2020
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins er áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None