30 af 111 tillögum hagræðingahóps komnar til framkvæmda

Ásmundur Einar Daðason var formaður hagræðingahóps ríkisstjórnarinnar. Lítill hluti tillagna hans hafa komið til framkvæmda.
Ásmundur Einar Daðason var formaður hagræðingahóps ríkisstjórnarinnar. Lítill hluti tillagna hans hafa komið til framkvæmda.
Auglýsing

Rúmur fjórð­ungur þeirra til­lagna sem sér­stakur hag­ræð­inga­hópur rík­is­stjórnar Íslands lagði fram í nóv­em­ber 2013 hafa kom­ist til fram­kvæmda. Það er nán­ast óbreytt staða frá því á síð­asta ári. Alls skil­aði hóp­ur­inn af sér 111 til­lögum sem sam­kvæmt áliti meiri­hluta fjár­mála­nefndar um fjár­mála­á­ætlun næstu fimm ára hafa ein­ungis 30 þeirra kom­ist til fram­kvæmda.

Hag­ræð­ing­ar­hópur rík­is­stjórn­ar­innar skil­aði 111 til­lögum um mögu­lega hag­ræð­ingu í íslenska stjórn­kerf­inu í nóv­em­ber 2013. Til­lög­urnar áttu það sam­eig­in­legt að engin þeirra er útfærð. Auk þess kom ekki fram hjá hópn­um, sem skip­aður var stjórn­ar­þing­mönn­unum Ásmundi Ein­ari Daða­syni, Vig­dísi Hauks­dótt­ur, Guð­laugi Þór Þórð­ars­syni og Unni Brá Kon­ráðs­dótt­ur, hvaða ábata fram­kvæmd til­lagn­anna myndi skila í rík­is­rekstr­in­um. Ásmundur Ein­ar, sem var for­maður hóps­ins, var skömmu síðar ráð­inn sem sér­stakur tíma­bund­inn aðstoð­ar­maður þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra til að sam­hæfa verk­efni milli ráðu­neyta og fylgja eftir til­lögum hag­ræð­ing­ar­hóps rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Hann varð þar með fyrsti þing­maður Íslands­sög­unnar til að gegna einnig hlut­verki aðstoð­ar­manns ráð­herra.

hægt er að lesa til­lög­urnar hér.

Auglýsing

Vinnan ekki í for­grunni

Í nefnd­ar­á­liti meiri­hluta fjár­laga­nefndar um fjár­mála­á­ætlun áranna 2017-2021 segir að brýnt sé að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hafi verið með skipun hag­ræð­ing­ar­hóps rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Sú vinna hafi hins vegar ekki verið mikið í for­grunni á síð­ustu miss­er­um. Núna sé staðan sú að af til­lögum hóps­ins, sem voru 111, hafi 30 kom­ist í fram­kvæmd en aðrar eru ýmist í vinnslu eða í athug­un. „Það er nán­ast óbreytt staða frá því fyrir ári. For­sæt­is­ráðu­neytið mun taka saman heild­ar­yf­ir­lit um stöðu til­lagna hag­ræð­ing­ar­hóps­ins í sumar og í kjöl­farið er hægt að gera upp stöð­una og þá kemur í ljós hvaða verk­efni hafa ekki hlotið fram­gang og ástæður þess í hverju til­felli fyrir sig.“

Gagn­rýna kostnað við stofnun Mennta­mála­stofn­unar

Þá segir í nefnd­ar­á­lit­inu að fækkun stofn­ana hafi ekki leitt til mik­illar fækk­unar starfs­manna þeirra. Fjöldi árs­verka innan A-hluta rík­is­ins hafi hald­ist nán­ast óbreyttur í nokkur ár. Þau hafi ver­ið16.313 í fyrra og nán­ast jafn­mörg árið á undan þegar þau voru 16.276. Árið 2011 voru árs­verkin 16.530 og þeim hefur því fækkað um 217 eða aðeins um 1,3 pró­sent á þessu tíma­bili.

Síðan er stofnun Mennta­mála­stofn­unar, sem varð til með sam­ein­ingu Náms­mats­stofn­unar og Náms­gagna­stofn­unar og tók til starfa 1. októ­ber 2015, gagn­rýnd harð­lega. Það vekur sér­staka athygli vegna þess að það var Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra og sam­flokks­maður margra þeirra sem standa að álit­inu, sem stóð að sam­ein­ing­unni. Í nefnd­ar­á­lit­inu seg­ir: „Sam­ein­ingar stofn­ana leiða oftar en ekki til stór­auk­inna útgjalda fyrsta árið, einkum vegna hús­næð­is­breyt­inga og bið­launa. Nýjasta dæmið um það er stofnun Mennta­mála­stofn­unar þar sem ætl­unin var að ná fram hag­ræð­ingu en þess í stað hefur stjórn­sýslu­kostn­aður mála­sviðs­ins auk­ist um 340 millj. kr. frá árinu 2013, m.a. vegna bið­launa og ann­arra ein­skipt­is­út­gjalda. Meiri hlut­inn telur að skoða beri hvort ekki megi nýta fjár­mun­ina betur með því að draga úr stjórn­sýslu­kostn­aði en styrkja þess í stað önnur mál­efna­svið, svo sem háskóla.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
Kjarninn 30. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þetta eru áhyggjur Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.
Kjarninn 30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
Kjarninn 30. október 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – AMD svarar NVidia og Airpods-lekar
Kjarninn 30. október 2020
Viðsnúningur hefur orðið í rekstri Hagkaupa. Hann útskýrist af miklum vexti í vörusölu, sérstaklega í sérvöru.
Verslunarrekstur Haga í blóma en eldsneytissala í mótvindi
Hagar, stærsta smásölufyrirtæki landsins, hagnaðist um 1,2 milljarða króna á fyrri helmingi rekstrarárs síns þrátt fyrir heimsfaraldur. Verslun skilaði auknum tekjum en tekjur af eldsneytissölu drógust saman um rúmlega fimmtung.
Kjarninn 30. október 2020
75 ný smit innanlands – Von er á hertum aðgerðum
Ríkisstjórnin stefnir á að halda blaðamannafund í dag þar sem hertar aðgerðir verða kynntar.
Kjarninn 30. október 2020
Pawel Bartoszek
Fargjaldatekjur sannarlega mælikvarði á hagkvæmni
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None