Kemur ekki á óvart að verðbólgan hafi haldist lág

Hagfræðingur hjá VR segir að flestir hagvísir sýni hagfellda stöðu þegar kemur að verðbólgunni. Hætta sé á því að krónan styrkist of mikið, þar sem sagan sýni að seðlabankar eigi oft erfitt með að grípa inn í gengisþróun gjaldmiðla.

24216414821_774b5e8eb2_o.jpg
Auglýsing

Viðar Inga­son, hag­fræð­ingur hjá VR, ­segir að það komi ekki að öllu leyti á óvart að verð­bólga sé jafn lítil um þessar mundir og raunin er, eða 1,1 pró­sent. Fátt virð­ist auk þess benda til­ þess að verð­bólgan muni aukast mikið á næst­unni, þó óvissa ríki ávallt um hvernig þróun verði á erlendum mörk­uð­um. Í meira en tvö ár hefur verð­bólgan hald­ist undir 2,5 pró­sent og hefur þróun verð­bólg­unnar verið þvert á spár Seðla­banka Íslands. Það eru nokkrir þættir sem hafa haft hvað mest áhrif á það að verð­bólga er hér í sögu­legu lág­marki. Það fyrsta er að olíu­verð hefur lækkað mjög mikið og hald­ist lágt. Í öðru lagi þá hefur krónan styrkst meira en almennt var gert ráð fyr­ir­ en það hefur sýnt sig að erfitt er fyrir seðla­banka að reyna að sporna gegn ­styrk­ingu gjald­miðla. Í þriðja lagi hefur hæga­gangur erlendis spilað inn í og má m.a. sjá áhrif þess á mik­illi lækkun á fleiri hrá­vörum en olíu, svo sem hveit­is, korns, hrís­grjóna, soja­bauna o.s.frv.“

Fram­hlaðn­ir kjara­samn­ingar

Viðar Ingason, hagfræðingur hjá VR.Viðar seg­ir að staðan nú sé þannig, að það sé alveg sama hvaða mæli­kvarðar séu not­að­ir. Verð­bólgan sé ein­fald­lega mun minni en Seðla­bank­inn hafði reiknað með, og svig­rúm til­ ­launa­hækanna hafi verið meira en reikn­aði hafði verið með. Það skiptir litlu máli hvaða mæli­kvarð­i á verð­bólgu er not­að­ur, allir sýna þeir að verð­bólga sé enn lág og að svig­rúm ­fyr­ir­tækja til að taka á sig auknar launa­hækk­anir hafi verið meira og nær því ­sem við hjá VR höfðum bent á. Ég á erfitt ­með að sjá að verð­bólga fari að aukast eitt­hvað á næst­unni en kjara­samn­ing­ar voru fram­hlaðnir þannig að stór hluti umsam­inna launa­hækk­ana er þegar kom­inn fram. Engin merki eru enn um að styrk­ing krón­unnar sé á enda þó slíkt get­i breyst á skömmum tíma og þá sér­stak­lega þegar kemur að afnámi hafta. Þá er lík­legt að olíu­verð hald­ist áfram lágt en engin sam­staða er um að draga úr fram­leiðslu á olíu t.d. meðal OPEC ríkja. Það eru ein­hverjar vís­bend­ingar um að mat­ar­verð í heim­inum sé farið að hækka en ekki ljóst hvort það sé tíma­bund­ið eða ekki,“ segir Við­ar.

Hús­næð­is­verð­ið knýr verð­bólg­una áfram

Viðar seg­ir að fátt bendi til ann­ars, en að hækkun á hús­næð­is­verði verði sá þáttur sem mun­i vera sá þáttur sem haldi lífi í verð­bólg­unni. Und­an­farin fimm ár hefur raun­verð fast­eigna hækkað um meira en 30 pró­sent á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, og fátt bend­ir til ann­ars en það haldi áfram að hækka, enda eft­ir­spurn stöðug og mik­il, á meðan fram­boð af eignum er tak­markað og ekki nægi­legt.

Auglýsing

Lág verðbólga, en háir vextir. Svona er staðan núna.

Styrk­ing krón­unnar gæti unnið áfram gegn verð­bólg­unni, en um leið eru hættu­merki uppi varð­andi þá geng­is­þró­un, þar sem ­út­flutn­ings­grein­arn­ar, sem eru með tekjur í erlendri mynt, eru með veik­ari ­sam­keppn­is­stöðu ef krónan styrk­ist mikið til við­bót­ar. „Ég lít svo á að gengi krón­unnar muni halda áfram að styrkjast eitt­hvað á næst­unni meðal ann­ars í ljósi þess hve mik­ill ferða­manna­straumur er til lands­ins. Fjölgun ferða­manna á fyrstu sjö mán­uðum árs­ins var 34 pró­sent ­sam­an­borið við fyrstu sjö mán­uði árs­ins 2015 og það bendir enn lítið til þess að hægja fari á vext­in­um. Hættan er þó sú að ferða­manna­straum­ur­inn styrki geng­i krón­unnar um of og hafi þannig áhrif á komu ferða­manna til lands­ins í fram­tíð­inni. Hér skal hafa í huga að erlendir ferða­menn gætu planað ferð til­ Ís­lands með nokk­urra mán­aða eða allt upp í árs fyr­ir­vara og því geti styrk­ing krón­unnar und­an­farna mán­uði haft áhrif á komu ferða­manna eftir nokkra mán­uð­i eða allt upp í ár, allt eftir því með hversu margra mán­aða fyr­ir­vara erlend­ir ­ferða­menn plani ferð til Íslands,“ segir Við­ar.

Mátt­laus­ar til­raun­ir?

Viðar segir að Seðla­bank­inn hafi ­reynt að sporn gegn styrk­ingu geng­is­ins með því að kaupa stóran hlut af inn­flæði fjár­magns, en það sé ekki endi­lega víst að þær til­raunir dugi.Ég benti á það í grein minni í Vís­bend­ingu (1. ­tölu­blað 2016) að árangur seðla­banka af því að reyna að sporna gegn styrk­ing­u gjald­miðla væri alls ekki á einn veg og að árang­ur­inn væri oft ekki sá sem ­stefnt var að. Stóri óvissu­þátt­ur­inn er þó afnám fjár­magns­hafta og mögu­legt fjár­magns­út­flæði sem þeim getur fylg­t. 

Ef hægt verður að koma í veg fyrir útstreymi fjár­magns í tengslum við afnám hafta þá hefur í það minnsta tek­ist að eyða stærsta áhættu­þætt­inum í náinni fram­tíð hvað varðar geng­is­veik­ingu. Horft nokkra mán­uði fram í tím­ann get­ur ­styrk­ing krón­unnar verið fagn­að­ar­efni fyrir neyt­endur í formi lægri verð­bólg­u. ­Mikil styrk­ing krón­unnar mun þó hafa skað­leg áhrif á sam­keppn­is­hæfn­i ­út­flutn­ings­grein­anna okk­ar, svo sem sjáv­ar­út­veg­inn og ferða­manna­iðn­að­inn en slíkt mun alltaf á end­anum bitna á starfs­fólki þess­ara atvinnu­greina,“ seg­ir Við­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None