Sigmundur Davíð kom ekki að ákvörðunum um nauðasamninga slitabúa

Fyrrverandi forsætisráðherra kom ekki að stjórnsýsluákvörðunum í tengslum við nauðasamninga föllnu bankanna. Hann var hins vegar upplýstur og sat kynningarfundi. Félag í eigu eiginkonu hans er kröfuhafi í bú föllnu bankanna þriggja.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tilkynnti um afsögn sína sem forsætisráðherra 5. apríl í kjölfar Wintris-málsins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tilkynnti um afsögn sína sem forsætisráðherra 5. apríl í kjölfar Wintris-málsins.
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, kom ekki að stjórn­sýslu­á­kvörð­unum í tengslum við nauða­samn­inga slita­búa föllnu bank­anna. Þær voru teknar af Seðla­banka Íslands og fólust í veit­ingu und­an­þágu frá fjár­magns­höft­um. Aðkoma Sig­mundar Dav­íðs að mál­inu fólst í því að hann „fékk upp­lýs­ingar um stöðu mála og val­kosti á fundum ráð­herra­nefndar um efna­hags­mál og sat kynn­ing­ar­fundi með sér­fræð­ingum úr fram­kvæmda­hópi um losun fjár­magns­hafta og full­trúum í stýrinefnd um losun hafta.“ 

Þetta kemur fram í svari Bjarna Bene­dikts­sonar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Árna Páls Árna­son­ar, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um aðkomu að samn­ingum við kröfu­hafa og með­ferð slita­búa föllnu bank­anna. Svarið var birt í dag en fyr­ir­spurnin var lögð fram 4. apr­íl, dag­inn áður en að Sig­mundur Davíð til­kynnti um afsögn sína sem for­sæt­is­ráð­herra.

Í svari sínu segir Bjarni að und­an­þágu­beiðn­ir slita­búa föllnu bank­anna byggi á nauða­samn­ing­um þeirra við kröfu­hafa en ekki samn­ingum við stjórn­völd. Til­teknir aðilar og hópar hafi komið að sam­skiptum við kröfu­hafa og slitabú föllnu bank­anna. Þeir hafi verið starfs­menn fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is, for­sæt­is­ráðu­neytis og Seðla­banka Íslands, stýrinefnd um losun fjár­magns­hafta, sér­fræð­inga­hópar um losun fjár­magns­hafta og aðir ráð­gjaf­ar, sam­ráðs­nefnd þing­manna og ráð­herra­nefnd um efna­hags­mál. Allir þessir aðilar hafi und­ir­ritað sér­stakar trún­að­ar­upp­lýs­ing­ar, þagn­ar­heit, verið bundnir reglum um Stjórn­ar­ráð Íslands og sér­stök­um inn­herja­reglum sem settar voru við los­un. hafta. Brot gegn við­kom­and­i ­reglum gat þýtt að sá sem framdi það brot ætti yfir höfði sér fang­els­is­vist.

Auglýsing

Ekki fram­kvæmt sér­stakt hags­muna­mat

Ein spurn­ing Árna Páls snérist um hvernig þess hefði verið gætt að þeir sem komu að mál­inu af hálfu stjórn­valda væru ekki fjár­hags­lega tengdir eða hags­muna­tengdir kröfu­höf­um, bæði sjálfir og í gegnum maka eða vensla­menn. Í svari Bjarna segir að við und­ir­bún­ing samn­inga við kröfu­hafa og með­ferð slita­búa föllnu bank­anna hafi ekki verið fram­kvæmt sér­stakt hags­muna­mat heldur hafi verið „á því byggt að þeir sem áttu hlut að máli vikju sæti, teldu þeir sig hafa slík tengsl við kröfu­hafa að það hefði áhrif á hæfi þeirra.“

Ástæða fyr­ir­spurn­ar­innar er sú stað­reynd að panamska félag­ið Wintris átti kröfur í slitabú Lands­banka Íslands, Kaup­þings og Glitnis upp á sam­tals 523 millj­ónir króna. ­Sig­­mundur Davíð var helm­ingseig­and­i ­fé­lags­ins Wintris Inc. þegar það lýsti kröfum í slitabú föllnu bank­anna ­þriggja. Hann seldi síðan helm­ings­hlut sinn í félag­inu til eig­in­­konu sinnar á einn ­Banda­ríkja­dal 31. des­em­ber 2009. Hún er í dag einn eig­andi þess. Kröf­urnar eru til­komnar vegna skulda­bréfa sem Wintris keypti á bank­anna þrjá fyrir hrun. Sig­mundur Davíð hefur ekki viljað upp­lýsa hvenær nákvæm­lega umrædd skulda­bréf hafi verið keypt.

Fékk upp­lýs­ingar og sat kynn­ing­ar­fundi

Árni Páll spurði svo hver raun­veru­leg form­leg aðkoma Sig­mundar Dav­íðs að þeim samn­ingum sem gerðir voru við kröfu­hafa hafi ver­ið? Í svari Bjarna seg­ir: „Þá­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra fékk upp­lýs­ingar um stöðu mála og val­kosti á fundum ráð­herra­nefndar um efna­hags­mál og sat kynn­ing­ar­fundi með sér­fræð­ingum úr fram­kvæmda­hópi um losun fjár­magns­hafta og full­trúum í stýrinefnd um losun hafta.[...] For­sæt­is­ráðu­neytið kom ekki að stjórn­sýslu­á­kvörð­unum í tengslum við nauða­samn­ing­ana. Þær voru teknar af Seðla­banka Íslands og fólust í veit­ingu und­an­þága frá fjár­magns­höft­u­m.“

Varð­andi störf ráð­herra­nefndar um efna­hags­mál, sem Sig­mundur Davíð sat í, segir Bjarni hana ekki hafa átt neina aðkomu að und­an­þágu­beiðn­um slita­bú­anna. „Mál­efni sem varða losun fjár­magns­hafta á slitabú föllnu bank­anna voru tekin upp með reglu­bundnum hætti á fundum nefnd­ar­innar og kynnt af fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra ásamt sér­fræð­ingum ráðu­neyt­is­ins eða fram­kvæmda­hópi um losun fjár­magns­hafta eftir atvik­um. Val­kostir voru ræddir og afstaða tekin til þeirra en ákvarð­an­ir, sér í lagi um laga­setn­ingu, voru teknar í rík­is­stjórn. Fund­ar­gerðir nefnd­ar­innar liggja fyrir í mála­skrám for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins.“

Varð­andi starfs­svið stýri­hóps um afnám hafta segir Bjarni að hún hafi verið skipuð af sér, og að hann hafi sjálfur verið for­maður henn­ar. „Nefndin hefur það verk­efni að stýra vinnu og til­lögu­gerð um losun fjár­magns­hafta. Til­lögur stýrinefnd­ar­innar eru svo ræddar í ráð­herra­nefnd um efna­hags­mál og eftir atvikum sam­þykktar af rík­is­stjórn. Þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra sat ekki fundi stýrinefndar en sat hins vegar kynn­ing­ar­fundi með ráð­gjöfum ásamt full­trúum í stýrinefnd. Í stýrinefnd­inni sitja ráðu­neyt­is­stjóri for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins og efna­hags­ráð­gjafi for­sæt­is­ráð­herra og ráð­herra­nefnda rík­is­stjórn­ar­inn­ar.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Stefánsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir
Davíð og Sunna Karen hætta sem ritstjórar hjá Torgi
Skipu­lags­breytingar hafa verið gerðar hjá Torgi, út­gáfu­fé­lagi Frétta­blaðsins og fleiri miðla.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Úr Er ég mamma mín?
„Sláðu hann, Sólveig! Kýld‘ann, Kristbjörg!“
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None