Sigmundur Davíð kom ekki að ákvörðunum um nauðasamninga slitabúa

Fyrrverandi forsætisráðherra kom ekki að stjórnsýsluákvörðunum í tengslum við nauðasamninga föllnu bankanna. Hann var hins vegar upplýstur og sat kynningarfundi. Félag í eigu eiginkonu hans er kröfuhafi í bú föllnu bankanna þriggja.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tilkynnti um afsögn sína sem forsætisráðherra 5. apríl í kjölfar Wintris-málsins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tilkynnti um afsögn sína sem forsætisráðherra 5. apríl í kjölfar Wintris-málsins.
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, kom ekki að stjórn­sýslu­á­kvörð­unum í tengslum við nauða­samn­inga slita­búa föllnu bank­anna. Þær voru teknar af Seðla­banka Íslands og fólust í veit­ingu und­an­þágu frá fjár­magns­höft­um. Aðkoma Sig­mundar Dav­íðs að mál­inu fólst í því að hann „fékk upp­lýs­ingar um stöðu mála og val­kosti á fundum ráð­herra­nefndar um efna­hags­mál og sat kynn­ing­ar­fundi með sér­fræð­ingum úr fram­kvæmda­hópi um losun fjár­magns­hafta og full­trúum í stýrinefnd um losun hafta.“ 

Þetta kemur fram í svari Bjarna Bene­dikts­sonar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Árna Páls Árna­son­ar, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um aðkomu að samn­ingum við kröfu­hafa og með­ferð slita­búa föllnu bank­anna. Svarið var birt í dag en fyr­ir­spurnin var lögð fram 4. apr­íl, dag­inn áður en að Sig­mundur Davíð til­kynnti um afsögn sína sem for­sæt­is­ráð­herra.

Í svari sínu segir Bjarni að und­an­þágu­beiðn­ir slita­búa föllnu bank­anna byggi á nauða­samn­ing­um þeirra við kröfu­hafa en ekki samn­ingum við stjórn­völd. Til­teknir aðilar og hópar hafi komið að sam­skiptum við kröfu­hafa og slitabú föllnu bank­anna. Þeir hafi verið starfs­menn fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is, for­sæt­is­ráðu­neytis og Seðla­banka Íslands, stýrinefnd um losun fjár­magns­hafta, sér­fræð­inga­hópar um losun fjár­magns­hafta og aðir ráð­gjaf­ar, sam­ráðs­nefnd þing­manna og ráð­herra­nefnd um efna­hags­mál. Allir þessir aðilar hafi und­ir­ritað sér­stakar trún­að­ar­upp­lýs­ing­ar, þagn­ar­heit, verið bundnir reglum um Stjórn­ar­ráð Íslands og sér­stök­um inn­herja­reglum sem settar voru við los­un. hafta. Brot gegn við­kom­and­i ­reglum gat þýtt að sá sem framdi það brot ætti yfir höfði sér fang­els­is­vist.

Auglýsing

Ekki fram­kvæmt sér­stakt hags­muna­mat

Ein spurn­ing Árna Páls snérist um hvernig þess hefði verið gætt að þeir sem komu að mál­inu af hálfu stjórn­valda væru ekki fjár­hags­lega tengdir eða hags­muna­tengdir kröfu­höf­um, bæði sjálfir og í gegnum maka eða vensla­menn. Í svari Bjarna segir að við und­ir­bún­ing samn­inga við kröfu­hafa og með­ferð slita­búa föllnu bank­anna hafi ekki verið fram­kvæmt sér­stakt hags­muna­mat heldur hafi verið „á því byggt að þeir sem áttu hlut að máli vikju sæti, teldu þeir sig hafa slík tengsl við kröfu­hafa að það hefði áhrif á hæfi þeirra.“

Ástæða fyr­ir­spurn­ar­innar er sú stað­reynd að panamska félag­ið Wintris átti kröfur í slitabú Lands­banka Íslands, Kaup­þings og Glitnis upp á sam­tals 523 millj­ónir króna. ­Sig­­mundur Davíð var helm­ingseig­and­i ­fé­lags­ins Wintris Inc. þegar það lýsti kröfum í slitabú föllnu bank­anna ­þriggja. Hann seldi síðan helm­ings­hlut sinn í félag­inu til eig­in­­konu sinnar á einn ­Banda­ríkja­dal 31. des­em­ber 2009. Hún er í dag einn eig­andi þess. Kröf­urnar eru til­komnar vegna skulda­bréfa sem Wintris keypti á bank­anna þrjá fyrir hrun. Sig­mundur Davíð hefur ekki viljað upp­lýsa hvenær nákvæm­lega umrædd skulda­bréf hafi verið keypt.

Fékk upp­lýs­ingar og sat kynn­ing­ar­fundi

Árni Páll spurði svo hver raun­veru­leg form­leg aðkoma Sig­mundar Dav­íðs að þeim samn­ingum sem gerðir voru við kröfu­hafa hafi ver­ið? Í svari Bjarna seg­ir: „Þá­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra fékk upp­lýs­ingar um stöðu mála og val­kosti á fundum ráð­herra­nefndar um efna­hags­mál og sat kynn­ing­ar­fundi með sér­fræð­ingum úr fram­kvæmda­hópi um losun fjár­magns­hafta og full­trúum í stýrinefnd um losun hafta.[...] For­sæt­is­ráðu­neytið kom ekki að stjórn­sýslu­á­kvörð­unum í tengslum við nauða­samn­ing­ana. Þær voru teknar af Seðla­banka Íslands og fólust í veit­ingu und­an­þága frá fjár­magns­höft­u­m.“

Varð­andi störf ráð­herra­nefndar um efna­hags­mál, sem Sig­mundur Davíð sat í, segir Bjarni hana ekki hafa átt neina aðkomu að und­an­þágu­beiðn­um slita­bú­anna. „Mál­efni sem varða losun fjár­magns­hafta á slitabú föllnu bank­anna voru tekin upp með reglu­bundnum hætti á fundum nefnd­ar­innar og kynnt af fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra ásamt sér­fræð­ingum ráðu­neyt­is­ins eða fram­kvæmda­hópi um losun fjár­magns­hafta eftir atvik­um. Val­kostir voru ræddir og afstaða tekin til þeirra en ákvarð­an­ir, sér í lagi um laga­setn­ingu, voru teknar í rík­is­stjórn. Fund­ar­gerðir nefnd­ar­innar liggja fyrir í mála­skrám for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins.“

Varð­andi starfs­svið stýri­hóps um afnám hafta segir Bjarni að hún hafi verið skipuð af sér, og að hann hafi sjálfur verið for­maður henn­ar. „Nefndin hefur það verk­efni að stýra vinnu og til­lögu­gerð um losun fjár­magns­hafta. Til­lögur stýrinefnd­ar­innar eru svo ræddar í ráð­herra­nefnd um efna­hags­mál og eftir atvikum sam­þykktar af rík­is­stjórn. Þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra sat ekki fundi stýrinefndar en sat hins vegar kynn­ing­ar­fundi með ráð­gjöfum ásamt full­trúum í stýrinefnd. Í stýrinefnd­inni sitja ráðu­neyt­is­stjóri for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins og efna­hags­ráð­gjafi for­sæt­is­ráð­herra og ráð­herra­nefnda rík­is­stjórn­ar­inn­ar.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None