Wintris-málið snérist bara um að fella forsætisráðherra

Umfjöllun fjölmiðla um aflandsfélagaeign Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og eiginkonu hans snérist bara um að fella hann. Sigmundur hafði þvælst fyrir kröfuhöfum og lokið stórum málum. Þetta segir Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona hans, í viðtali.

Frétt á forsíðu Morgunblaðsins í dag, úr viðtali við Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.
Frétt á forsíðu Morgunblaðsins í dag, úr viðtali við Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.
Auglýsing

Umfjöllun um aflands­fé­laga­eign Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, og eig­in­konu hans snérist bara um að fella for­sæt­is­ráð­herr­ann. Margir vildu ná sér niður á honum fyrir að hafa þvælst fyrir kröfu­höfum bank­anna og leyst úr stórum málum sem aðrir stjórn­mála­menn höfðu gef­ist upp á. Þetta segir Anna Sig­ur­laug Páls­dótt­ir, eig­in­kona Sig­mundar Dav­íðs, í við­tali við Morg­un­blaðið í dag. Það fyrsta sem hún veitir eftir að Wintris-­málið kom upp í mar­s. 

Hún segir að Sig­mundur Davíð hafi hringt strax í sig þegar hið fræga við­tal sem sænskur sjón­varps­maður tók við hann í ráð­herra­bú­staðnum 11. mars síð­ast­lið­inn var lok­ið. Hann hafi verið miður sín yfir að hafa verið beittur ósvífnum blekk­ing­um. Hún hafi í kjöl­farið ákveðið að skrifa stöðu­upp­færsla á Face­book um aflands­fé­laga­eign sína. For­sæt­is­ráð­herra­hjónin fyrr­ver­andi hafi hins vegar gert þau mis­tök að trúa því að fjöl­miðla­menn­irnir sem stóðu að umfjöll­un­inni væru að reyna að kom­ast að kjarna og sann­leika máls­ins. 

Sig­mundur vildi vaða í sjón­varps­menn­ina

Anna Sig­ur­laug gagn­rýnir fjöl­miðla harð­lega í við­tal­inu, segir þá hafa verið óheið­ar­lega og ekki tekið til­lit til svara sem for­sæt­is­ráð­herra­hjónin fyrr­ver­andi hafi sent þeim í aðdrag­anda umfjöll­unar Kast­ljóss og Reykja­vík Media, sem sýnd var sunnu­dag­inn 3. apríl og vakti heims­at­hygli. „Sig­mundur vildi vaða strax í sjó­varps­menn­ina og óheið­ar­lega fram­göngu þeirra en aðrir töldu ekki rétt að veita þeim slíka athygli. Best væri að leggja bara fram öll gögn og sýna að ávirð­ingar sjón­varps­mann­anna hefðu verið rang­ar. Það var auð­vitað mikið áfall þegar þátt­ur­inn var svo sýndur að sjá að það var ekki minnst á svörin frá okk­ur. 

AuglýsingÞau virt­ust engu máli skipta og það þótti greini­lega engin ástæða til að draga fram hið rétta í mál­inu. Það var fyrst og fremst áfall því það stað­festi það sem okkur var farið að gruna að þetta sner­ist alls ekki um að fá fram hið sanna í mál­inu. Þetta sner­ist bara um það að fella for­sæt­is­ráð­herrann. Það sáu auð­vitað margir sem vildu ná sér niður á mann­inum sem hafði þvæl­st, svo eftir var tek­ið, fyrir kröfu­höfum bank­anna og leyst úr stórum málum sem aðrir stjórn­mála­menn höfðu gef­ist upp á að fást við. Miðað við það hversu ljótur leikur þetta var og hvernig þetta teygði sig út fyrir land­stein­ana þá kæmi mér ekki á óvart þó ein­hverjir úr hópi kröfu­haf­anna hafi ýtt undir þessa umfjöllun og séð sér veru­legan hag í því að velta for­sæt­is­ráð­herra lands­ins úr sessi.“

Mik­il­vægt að Fram­sókn og Sig­mundi vegni vel

Anna Sig­ur­laug segir við Morg­un­blaðið að það hafi verið þung­bær ákvörðun þegar Sig­mundur Davíð vék úr emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra. Hún hafi brotnað niður þegar það varð nið­ur­stað­an. „Mér þótti mjög ósann­gjarnt að mað­ur­inn sem hafði staðið í lapp­irnar fyrir hönd þjóð­ar­innar í gríð­ar­lega stórum málum og erf­iðum og náð árangri sem vakið hefur athygli um allan heim, var lát­inn gjalda fyrir umfjöllun sem ekki stóðst nokkra skoð­un.“ 

Frétt á forsíðu Morgunblaðsins í dag, úr viðtali við Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.Hún ætlar þó að styðja Sig­mund Davíð áfram í sinni stjórn­mála­bar­áttu, en hann hefur lýst því yfir að hann ætli sér að leiða Fram­sókn­ar­flokk­inn áfram í kom­andi kosn­ing­um. Það sé mik­il­vægt að honum og Fram­sókn­ar­flokknum vegni vel í kosn­ing­unum og að Sig­mundur Davíð hafi áhyggjur af því að stór og mik­il­væg mál verði ekki til lykta leidd nema að haldið verði rétt á þeim. „Í mínum huga verður hann að halda bar­átt­unni áfram og ég er sann­færð um að margir eru mér sam­mála um það.“

Hættu­merki í sam­fé­lags­miðlum og net­inu

Anna Sig­ur­laug seg­ist sjá ákveðin hættu­merki í íslensku sam­fé­lagi sem taka þurfi alvar­lega.Það sé ofboðs­leg harka og grimmd hlaupin í sam­fé­lagið á mörgum svið­um, sér­stak­lega í tengslum við sam­fé­lags­miðla og net­ið. „Bak við tölvu­skjá­ina er hægt að láta margt flakka en þetta teygir sig einnig inn í þingið og á fleiri staði. Þar ræðst sam­starfs­fólk til dæmis mjög harka­lega og per­sónu­lega á hvert annað og þetta á sér birt­ing­ar­myndir víð­ar. Það er eins og að það sé gefið skot­leyfi á það fólk sem býður sig fram og nán­ast gengið út frá því að þeir sem bjóði fram krafta sína í stjórn­málum hafi ein­hverjar ann­ar­legar hvatir að baki.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None