Jóhannes Þór segist aldrei hafa kynnst „viðlíka óheiðarleika, virðingarleysi og lygum“

jóhannes þór skúlason
Auglýsing

„Ég hef aldrei, aldrei, kynnst við­líka óheið­ar­leika, virð­ing­ar­leysi og lygum af hálfu fjöl­miðla­manna gagn­vart við­mæl­endum eða starfs­fólki eins og SVT og Jóhannes Krist­jáns­son sýndu af sér í þessu til­felli. Satt að segja á ég erfitt með að finna annað eins dæmi í lífi mínu almennt um fólk sem hefur sýnt af sér hegðun sem kemst í hálf­kvisti við þetta,“ skrifar Jóhannes Þór Skúla­son, aðstoð­ar­maður Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, um sam­skipti sín við Jóhannes Kr. Krist­jáns­son og sænska rík­is­út­varpið SVT. 

Jóhannes Þór skrifar á vef­síðu sína um yfir­lýs­ingu frá Reykja­vík Media, Kast­ljósi og Upp­drag Granskning frá því á laug­ar­dag, þar sem fjöl­miðl­arnir höfn­uðu því m.a. að þeim hafi verið afhentar ítar­legar upp­lýs­ingar um eign­ar­halds­fé­lagið Wintris eins og Anna Sig­ur­laug Páls­dótt­ir, eig­in­kona Sig­mundar Dav­íðs, hélt fram í við­tali við Morg­un­blaðið sama dag. Anna Sig­ur­laug sagði að ekki hafi verið tekið til­lit til þeirra upp­lýs­inga sem afhentar hefðu verið við vinnslu þáttar Kast­ljóss um Panama­skjöl­in, þar á meðal félagið Wintr­is. 

Jóhannes Þór segir rétt að fara yfir nokkra hluti varð­andi sam­skipti sín við þetta fjöl­miðla­fólk, þó hann hafi ekki kosið að tjá sig mikið um það eða annað varð­andi málið hingað til. 

Auglýsing

„Í byrjun mars fékk ég sím­töl og tölvu­pósta frá Jóhann­esi Krist­jáns­syni þar sem óskað var eftir við­tali við for­sæt­is­ráð­herra fyrir sænska rík­is­sjón­varp­ið. Jóhannes kynnti sig sem milli­göngu­að­ila og það stað­festu Sví­arn­ir.  Það var lyg­i,“ skrifar Jóhannes Þór. Í kjöl­farið hafi hann fengið yfir­lit frá SVT um það hvað ræða ætti í við­tal­inu og það hefði allt saman verið lygi líka. „Það er skemmst frá því að segja að í tæpar tvær vikur var allt sem kom fram í sím­töl­um, tölvu­póstum og per­sónu­legum sam­tölum við mig af hálfu þess­ara manna lyg­i.“ 

Jóhannes seg­ist vissu­lega hafa hringt í rit­stjóra þátt­ar­ins Upp­drag Granskning hjá SVT, Nils Han­son, og komið á fram­færi megnri óánægju sinni með vinnu­brögð­in. „Ég var enda reiður og lái mér hver sem vill.“ 

Hann hafi hins vegar ekki farið þess á leit að við­talið við Sig­mund Dav­íð, þar sem rætt var um Wintris, yrði ekki sýnt. Hann hafi vitað að hann hefði enga stjórn á því „og að fátt myndi þessu fólki lík­lega þykja meira djú­s­í.“ Hann hafi vegar hringt til að fá skýr­ingar á fram­komu sænska rík­is­sjón­varps­ins gagn­vart for­sæt­is­ráð­herra og honum sjálf­um. 

Yfir­lit á blogg­síðu og upp­lýs­ingar frá KPMG

Fjöl­miðl­arnir sem unnu að Panama­skjöl­unum hafa oft tekið fram að Sig­mundur Davíð og Anna Sig­ur­laug hafi ekki svarað ítar­legum spurn­inga­lista sem sendur hafi ver­ið. Ekki hafi feng­ist svör við þeim þó þær hafi verið ítrek­að­ar, en Jóhannes Þór hafi vísað í blogg­færslu Sig­mundar og yfir­lýs­ingu frá KPM­G. 

Í færslu Jóhann­esar Þórs kemur fram að þetta séu upp­lýs­ing­arnar sem talað er um að ekki hafi verið tekið til­lit til. Jóhannes hafi einnig sjálfur beðið um að sjá gögnin sem fjöl­miðl­arnir höfðu undir höndum en því hafi verið neit­að. Þetta segir hann að hafi falið í sér mik­inn aðstöðumun, þar sem þurft hafi að „afla þess­ara gagna á tíma­frekan hátt frá mörgum aðilum erlend­is.“ Hann gagn­rýnir hvernig farið hafi verið með þessar upp­lýs­ingar í Kast­ljósi. 

Í yfir­lýs­ing­unni frá Reykja­vík Media, Kast­ljósi og Upp­drag Granskning segir hins vegar þetta: „Í þætt­inum var hins vegar end­­ur­­tekið vísað í yfir­­lýs­ingar þeirra beggja og blogg­­færsl­­ur, sem birtar voru í aðdrag­anda þátt­­ar­ins. For­­sæt­is­ráð­herra var að auki ítrekað boðið í við­­tal um aðkomu sína að félag­inu, sem hann þáði ekki. Rétt eins og áður hefur verið bent á í yfir­­lýs­ing­u und­ir­­rit­aðra vegna ummæla Sig­­mundar Dav­­íðs frá því í júní síð­­ast­liðn­­­um.“

Seg­ist vilja læra af mál­inu

„Ég get sagt það per­sónu­lega að traust mitt á þeim sem fóru fram svo óheið­ar­lega í sam­skiptum við mig, eins og að ofan er lýst, er ekki mik­ið. Ég á þess vegna svo­lítið bágt með að gleypa þetta með geisla­baug­inn og væng­ina. Á sama hátt veit ég að ég hef ekki gert allt rétt og mun gera mitt besta til að vinna traust fólks sem ég vinn með og hef sam­skipti við í mínu starfi, jafnt fjöl­miðla­fólks og ann­arra,“ skrifar Jóhannes Þór. 

Hann sé ekki óskeik­ull og geri mis­tök sem hann reyni að læra af, biðj­ast afsök­unar á og bæta sig. „En fólk sem vinnur við fjöl­miðla er það ekki held­ur.“ 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None