Ólöf Nordal innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins er í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins eftir að fyrstu tölur hafa verið lesnar upp. Hún er með 682 atkvæði í fyrsta sæti. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður er í öðru sæti og hefur fengið 720 atkvæði í fyrsta til annað sæti.
Brynjar Níelsson þingmaður er í þriðja sæti með 432 atkvæði í 1.-3. sæti og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari flokksins er mað 362 atkvæði í 1.-4. sæti.
Sigríður Andersen þingmaður er með 482 atkvæði og situr í fimmta sæti og Birgir Ármannsson þingmaður er í sjötta sæti og hefur fengið 582 atkvæði.
Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi er í sjöunda sæti með 491 atkvæði og Albert Guðmundsson formaður Heimdallar er í áttunda sæti með 440 atkvæði.
Uppfært: Staða efstu átta frambjóðanda hélst óbreytt þegar öll atkvæði höfðu verið talin.