Haraldur Benediktsson þingmaður hafði betur gegn Teiti Birni Einarssyni, aðstoðarmanni Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, en úrslitin urðu ljós núna síðdegis.
Báðir sóttust eftir oddvitasætinu og búist hafði verið við harðri keppni þeirra á meðal, en Haraldur hlaut örugga kosningu í fyrsta sætið. 738 settu hann í fyrsta sætið, en 470 settu Teit Björn í fyrsta sætið. Hann fékk hins vegar rúmlega 100 atkvæði í annað sætið og tæplega 200 atkvæði í þriðja sætið. Hann hafnar því í þriðja sæti listans.
Í öðru sæti verður Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, aðstoðarmaður Ólafar Nordal innanríkisráðherra, en hún sóttist eftir því sæti. Þórdís hlaut mjög örugga kosningu í annað sætið, 728 greiddu henni atkvæði í það sæti.
Hafdís Gunnarsdóttir verður í fjórða sætinu.