Logi Már Einarsson arkitekt og varaformaður Samfylkingarinnar verður oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi.
Erla Björg Guðmundsdóttir, viðskiptafræðingur og ferðamála- og búfræðingur, verður í öðru sæti. Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og bæjarfulltrúi á Seyðisfirði verður í þriðja sæti og Bjartur Aðalbjörnsson, leiðbeinandi og nemi, í því fjórða.
Samfylkingin tilkynnti líka í gær um frambjóðendur í prófkjörum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi. Sex frambjóðendur bjóða sig fram í Suðvesturkjördæmi, Árni Páll Árnason í 1. sæti, Guðmundur Ari Sigurjónsson í 3. sæti, Margrét Gauja Magnúsdóttir í 2. sæti, Margrét Tryggvadóttir í 1.-2. sæti, Sema Erla Serdar í 2. sæti og Símon Birgisson í 2.-3. sæti.
Í Reykjavíkurkjördæmunum gefa tólf kost á sér, þar af fjórir þingmenn í fyrsta sæti, þau Helgi Hjörvar, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Valgerður Bjarnadóttir og Össur Skarphéðinsson.
Auður Alfa Ólafsdóttir, Eva Baldursdóttir, Gunnar Alexander Ólafsson, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, Magnús Már Guðmundsson, Sigurður Hólm Gunnarsson, Steinunn Ýr Einarsdóttir og Þórarinn Snorri Sigurgeirsson bjóða sig einnig fram.