Eiginkona og faðir Sigmundar Davíðs gagnrýna Guðna

sigmundur davíð anna sigurlaug
Auglýsing

Anna Sig­ur­laug Páls­dótt­ir, eig­in­kona Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, og Gunn­laugur Sig­munds­son, faðir hans, gagn­rýna bæði Guðna Ágústs­son, fyrr­ver­andi for­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins fyrir orð hans um Sig­mund. 

Guðni sagði í Frétta­blað­inu í morgun að hann vildi að Sig­mundur Davíð viki sem for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins. Eng­inn maður sé stærri en flokk­ur­inn og að mik­il­vægt sé að fá frið um for­manns­emb­ætti Fram­sókn­ar­flokks­ins. Hann telur að Sig­urður Ingi Jóhanns­son, vara­for­maður og for­sæt­is­ráð­herra, eigi að taka við. Í Frétta­blað­inu segir Guðni að þótt mönnum þyki vænt um Sig­mund Dav­íð, sem hann kallar afreks­mann í póli­tík, þá vilji flokk­ur­inn geta lagt verk sín í dóm kjós­enda. Guðni telur ljóst að „þessi vondu mál sem hann hefur orðið fyrir muni yfir­skyggja alla kosn­inga­bar­áttu og skaða árangur flokks­ins í kosn­ing­um.“

Anna Sig­ur­laug tjáir sig um Guðna á Face­book síðu sinni og segir að hann hafi frá fyrstu dögum þeirra hjóna í hring­iðu stjórn­mál­anna deilt með þeim sögum og vel meintum heil­ræð­um. „Ef mig mis­minnir ekki var það hann sem sagði að innan Fram­sókn­ar­flokks­ins gilti það heið­urs­manna­sam­komu­lag að fyrr­ver­andi for­menn færu aldrei í sitj­andi for­mann. Nýtt form­dæmi hefur verið sett í dag.“ 

AuglýsingÞá ræðir Gunn­laugur Sig­munds­son, faðir Sig­mundar Dav­íðs, við Vísi og segir að Guðni hafi „valið tíma­setn­ingu sína til árása á for­mann­inn vel til að reyna að skaða hann sem mest.“ 

Guðni Ágústs­son, sem hefur lengi verið áhrifa­maður innan Fram­sókn­ar­flokks­ins, vill að sem for­maður flokks­ins velj­ist maður sem geti talað við alla án þess að per­sónu­leg mál­efni þvælist fyr­ir. Sig­urður Ingi hafi staðið sig vel og geti talað við alla. „Það eru tveir hjarta­kóngar í spilum Fram­sókn­ar­flokks­ins[...]­Sig­mundur Davíð er afreks­maður í póli­tík. Með skulda­lækk­un, Ices­ave og að end­ur­heimta fé fall­inna banka hefur hann sýnt það. En nú eiga Fram­sókn­ar­menn ekki að deila um þessa menn. Þeir verða að meta þetta eins og í fót­bolta. Á Eiður Smári að vera sá sem keyrir liðið áfram og skorar mörkin eða er annar lík­legur til þess að gera það betur í þetta sinn.“

Sig­urður Ingi greindi frá því um helg­ina að hann ætl­aði ekki að sækj­ast eftir því að gegna emb­ætti vara­for­manns áfram á kom­andi flokks­þingi, sem fer fram í byrjun októ­ber, vegna sam­skipta­erf­ið­leika í for­yst­unni. Ljóst er að tvær fylk­ingar hafa mynd­ast innan Fram­sókn­ar­flokks­ins. Önnur vill losna við Sig­mund Davíð sem for­mann og að Sig­urður Ingi taki við. Hin reynir hvað sem hún getur að sjá til þess að Sig­mundur Davíð haldi stöðu sinni og leiði flokk­inn inn í kosn­ing­ar. 

Lof­aði Sig­mund Davíð og Bjarna

Skoðun Guðna á Sig­mundi Davíð sem for­manni hefur ber­sýni­lega breyst vegna Wintris-­máls­ins. Fyrir ári síðan skrif­aði hann grein í Morg­un­blaðið þar sem hann sagði flokks­for­mann sinn og Bjarna Bene­dikts­son, for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins, ver­a langt komna með að koma Íslandi í fremstu röð allra þjóða í Evr­­ópu með aðgerðum sín­­um. Hann hefði enga trú á öðru en að hinn almenni kjós­­andi væri sam­­þykkur þeirra verk­um, fyndi breyt­ingu til batn­aðar í vesk­inu sínu og myndi sjá að sér og kjósa þá í næstu þing­kosn­ing­um. 

„Þeir höfn­uðu Ices­a­ve, þeir stóðu gegn aðild að ESB, þeir höfn­uðu evr­­unni, þeir lækk­­uðu skuldir heim­il­anna. Þeir lækk­­uðu skatta, þeir björg­uðu heil­brigð­is­­kerf­inu og hjól atvinn­u­lífs­ins eru farin að snú­­ast á ný. Og stærsta verk­efnið er komið á fulla ferð að frelsa og losa landið við gjald­eyr­is­höft­in, hirða pen­inga af og skatt­­leggja „hrægamma­­sjóð­ina,“ og lækka skuldir rík­­is­­sjóðs,“ sagði Guðni um þá Bjarna og Sig­­mund Dav­­íð.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None