Auglýsing
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður áfram oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum. Þetta varð ljóst rétt í þessu, en RÚV greinir frá.
Sigmundur Davíð hlaut örugga kosningu í oddvitasætið. Hann hlaut meira en helming atkvæða og því þarf ekki að kjósa aftur um efsta sætið, en Sigmundur Davíð hlaut 170 atkvæði eða 72% prósent atkvæða.
Höskuldur Þórhallsson fékk aðeins 24 atkvæði eða 10,2% og ætlar ekki að taka sæti á lista flokksins í kjördæminu. Þórunn Egilsdóttir hlaut 39 atkvæði og Líneik Anna Sævarsdóttir tvö atkvæði.