Orkureikningurinn hefur hækkað um tugi prósenta

_32b0151_15810081330_o.jpg
Auglýsing

Verð á kílóvattstund af raforku hjá Orkuveitur Reykjavíkur (OR) hefur hækkað um 48 prósent frá árinu 2010. Dreifing raforku hefur hækkað um 68 prósent og flutningur hennar um 22 prósent. Vísitala neysluverðs, sem mælir verðbólgu, hefur á sama tímabili hækkað um 23 prósent. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag þar sem farið er yfir rekstur OR.

Auglýsing

Í blaðinu segir að þessar hækkanir þýði að rafmagnsreikningur meðalstórs heimilis, sem notar 350 kílóvattstundir af raforku á mánuði, hefur hækkað úr 48.600 krónum í 74.700 krónur á ári, eða um 26.000 krónur. Ef gjaldskrá OR hefði fylgt vísitölu neysluverðs væri rafmagnsreikningurinn 59.800 krónur, eða 14.900 krónum lægri en hann er. 

Viðsnúningur í rekstri

OR, sem er að stærstu leyti í eigu Reykjavíkurborgar, hefur unnið eftir svokölluðu „Plani“ á undanförnum árum, sem sett var saman til að bjarga fjárhag fyrirtækisins. Hann var afleitur eftir mikil fjárfestingaævintýri fyrir hrun, sem fólu meðal annars í sér áætlanir um hraða uppbyggingu jarðvarmavirkjanna. Stærsta fjárfestingin sem ráðist var í, Hellisheiðarvirkjun, hefur ekki staðið undir væntingum og ekki er næg gufa á því svæði sem hún átti að sækja orku á til að reka virkjunina á fullum afköstum. Því var brugðið á það ráð að sækja gufu á Hverahlíðarsvæðið fyrir hana til að vinna úr. Í Viðskiptablaðinu segir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, að vinnslugeta þeirra jarðhitasvæða sem áttu að duga fyrir Hellisheiðarvirkjun sé enn að dala, sem sé alvarlegt mál.


Heilt yfir hefur „Planið“ þó gengið vel. Viðsnúningur hefur orðið í rekstri OR og aðgerðaáætlunin skilað fyrirtækinu 57,2 milljörðum, sem er 8,5 milljörðum meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Stefnt er að því að greiða eigendur OR um fimm milljarða króna arð á næsta ári, en það verður í fyrsta sinn frá árinu 2009 sem OR mun greiða slíkan.

Vildu lækka orkugjöld heimila

Auknar tekjur vegna „leiðréttingar“ gjaldskrár nema 9,9 milljörðum króna á tímabilinu frá 2011 fram á mitt ár 2016. Það er 2,7 milljörðum meira en gert var ráð fyrir í „Planinu“. Í Viðskiptablaðinu er bent á að OR selji aðallega orku á almennum markaði til heimila og minni fyrirtækja. Eini stóri stóriðjuviðskiptavinur samstæðunnar er Norðurál, en sala til þess fyrirtækis nemur um 12 prósent af heildartekjum OR á ári.

Auknar álögur á viðskiptavini OR í gegnum gjaldskrárhækkanir var til umræðu í borgarráði Reykjavíkur í síðustu viku. Þar lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks fram tillögur um að OR ætti að gera áætlun um hvernig lækka mætti orkugjöld á heimili. Fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Pírata, sem mynda meirihluta í borginni, felldu tillöguna. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None