Sigurður Einarsson sakar Bjarna um tvískinnung

sigurdur_og_olafur.jpg
Auglýsing

Sig­urður Ein­ars­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­maður Kaup­þings, gagn­rýnir Bjarna Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra og for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins í færslu sem hann birti á Face­book-­síðu sinni í morg­un. Sig­urður sakar Bjarna um tví­skinn­ung fyrir að vilja rann­sókn á einka­væð­ingu Bún­að­ar­bank­ans árið 2003 en ekki á neyð­ar­láni Seðla­bank­ans til Kaup­þings og sölu á veði í danska FIH bank­an­um. 

„Bjarna finnst til­gangs­laust að rann­saka hvort seðla­banka­stjóri hafi gert mis­tök þegar veðin í FIH bank­anum voru seld árið 2012 (að­ila sem Bjarni segir sjálfur að hafi stór­grætt á við­skipt­unum við Seðla­bank­ann sem tap­aði millj­örðum á rangri tíma­setn­ingu við­skipt­anna) hvetur Bjarni til rann­sóknar á einka­væð­ingu Bún­að­ar­bank­ans fyrir tæpum fjórtán árum,“ segir Sig­urður meðal ann­ar­s. 

Sig­urður fjallar um ummæli Bjarna Bene­dikts­sonar um veð Seðla­bank­ans í danska FIH bank­an­um, veð sem bank­inn tók gegn 500 millj­óna evra neyð­ar­láni til Kaup­þings þann 6. októ­ber 2008. Margt um þessa lán­veit­ingu er enn á huldu, en um hana var meðal ann­ars rætt í einu fræg­asta sím­tali Íslands, á milli Dav­íðs Odds­sonar þáver­andi Seðla­banka­stjóra og Geirs Haarde þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra. Tæpur helm­ingur þessa láns end­ur­heimt­ist aldrei vegna þess að veðið var fjarri því jafn verð­mætt og talið hafði ver­ið. Lánið komst aftur í hámæli í októ­ber eftir að Kast­ljós og Stöð 2 birtu vitna­skýrslu frá árinu 2012 þar sem þetta er til umfjöll­un­ar, og meðal ann­ars komu í fyrsta sinn upp­lýs­ingar úr sím­tal­inu fram. 

Auglýsing

Bjarni var spurður um málið í Reykja­vík síð­degis í októ­ber, þar sem hann var meðal ann­ars spurður hvort Seðla­bank­inn hafi gert mis­tök þegar FIH bank­inn var seld­ur. „Það er alltaf svo auð­velt að horfa til baka, eins og þetta fólk sem dró Geir H Haarde fyrir Lands­dóm gerði, við hefðum gert þetta öðru­vísi og þetta varðar við lög og þarf að rann­saka og ákæra. Ég er ekki þannig inn­rættur að ætla setja mig í spor þeirra sem þetta höndl­uðu mér finnst hins­vegar nauð­syn­legt að þetta sé upp á borð­um. Mér finnst umræðan um það sem gerð­ist þennan dag þegar lánið er veitt vera víða á miklum villi­götum og sér­stak­lega það að það eigi eftir að skoða ein­hverja hlut­i,“ sagði Bjarni og Sig­urður vitnar í þessi ummæli. 

Í maí hafi hins vegar verið lagt til að skipuð yrði nefnd til að rann­saka einka­væð­ingu Bún­að­ar­bank­ans í byrjun árs 2003, með til­liti til aðkomu þýska bank­ans Hauck & Auf­häuser. Bjarni hefur talað fyrir slíkri rann­sókn og sagt að um það sé ein­hugur á þing­i. 

Þetta finnst Sig­urði tví­skinn­ung­ur, og sýni að „yf­ir­lýs­ing Bjarna um eigið inn­rætti og gagn­rýni gagn­vart þeim sem "hafa sífellt til­hneig­ingu til að horfa til baka í þeim til­gangi að rann­saka og ákæra" gildi ein­ungis gagn­vart stjórn­kerf­inu og emb­ætt­is­mönnum lands­ins en hann hafi ekki sama umburð­ar­lyndi gagn­vart hugs­an­legum mis­tökum þegar kemur að sam­fé­lag­inu sem slík­u.“ 



Rann­sókn á kaupum S-hóps­ins

Rann­­sóknin bein­ist sér­­stak­­lega að hlut þýska einka­­bank­ans Hauck & Auf­häuser að kaupum S-hóps­ins á Bún­­að­­ar­­bank­­anum í byrjun árs 2003. Rann­­sóknin verður fram­­kvæmd eftir ábend­ingu Tryggva Gunn­­ar­s­­son­­ar, umboðs­­manns Alþing­is, sem sendi  stjórn­­­skip­un­­ar- og eft­ir­lits­­nefnd bréf þar sem hann lagði til að skipuð yrði rann­­sókn­­ar­­nefnd um mál­ið. Þetta eigi að gera vegna þess að Tryggvi hafi nýjar upp­­lýs­ingar sem byggja á ábend­ingum um hver raun­veru­­leg þátt­­taka þýska bank­ans var. 

Til við­­bótar er til­­­gangur til­­lög­unnar að skapa grund­­völl fyrir nán­­ari afmörkun á ályktun Alþingis frá 7. nóv­­em­ber 2012, um rann­­sókn á einka­væð­ingu Fjár­­­fest­ing­­ar­­banka atvinn­u­lífs­ins hf., Lands­­banka Íslands hf. og Bún­­að­­ar­­banka Íslands hf., sbr. ákvæði laga um rann­­sókn­­ar­­nefndir með síð­­­ari breyt­ing­­um."

Sú skýr­ing sem gefin var um aðkomu Hauck & Auf­häuser að kaup­unum hefur lengi veri dregin í efa og því oft verið haldið fram í opin­berri um­ræðu að bank­inn hafi verið leppur fyrir ráð­andi aðila í S-hópn­­um.

Þá hefur sú skoðun verið mjög ríkj­andi lengi að einka­væð­ing rík­is­bank­anna tveggja, Lands­banka Íslands og Bún­að­ar­bank­ans, hafi farið fram eftir meintri helm­ing­ar­skipta­reglu þáver­andi stjórn­ar­flokka, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks. Sam­kvæmt þeirri kenn­ingu fengu Björg­ólfs­feðgar, sem þóttu Sjálf­stæð­is­flokknum þókn­an­leg­ir, að kaupa Lands­bank­ann og Kjartan Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins sat áfram í banka­ráði hans eftir einka­væð­ingu. S-hóp­ur­inn fékk að kaupa Bún­að­ar­bank­ann, en hann var leiddur af Ólafi Ólafs­syni kenndum við Sam­skip, og Finni Ing­ólfs­syni, þá for­stjóra VÍS en áður vara­for­manni og ráð­herra Fram­sókn­ar­flokks­ins. Finnur var þá til­tölu­lega nýhættur sem seðla­banka­stjóri. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None