Steingrímur: Verið að gera sömu örlaga-mistök og fyrir hrun

steingrímur j sigfússon
Auglýsing

Stein­grímur J. Sig­fús­son, þing­maður VG og fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra, segir að stöðugir tekju­stofnar rík­is­ins hafi verið veiktir um fimm­tíu til sex­tíu millj­arða króna síð­ast­liðin þrjú ár. Þetta valdi því að „raun­veru­legur rekstur rík­is­ins er rétt við núllið og hag­sveiflu­leið­rétt er ríkið rekið með halla.“ 

Stein­grímur segir þetta í aðsendri grein hér á Kjarn­anum. Hann segir að afkoman nú bygg­ist í of miklum mæli á óvenju háum arð­greiðsl­um, tekjum af spenntum vinnu­mark­aði og vax­andi eyðslu eða veltu í hag­kerf­inu. „Slíkar tekjur gufa hratt upp ef á móti blæs. Verið er að gera sömu „ör­laga-mi­s­tök­in“ og gerð voru á þenslu­ár­unum fyrir hrun. Hinn stöðugi tekju­grunnur rík­­is­ins er veiktur og það leyfa menn sér í skjóli hverf­ulla froð­u­­tekna af þensl­unni. Þetta hátta­lag er ósjálf­­bært og óstöðugt þegar horft er til lengri tíma. Hag­­stjórn­­­ar­­lega er þetta ráðslag jafn galið nú og það reynd­ist þá (sbr. nið­­ur­­stöðu Rann­­sókn­­ar­­nefndar Alþing­is). Skatta­­lækk­­­anir við svona aðstæður eru; sprek á bál­ið, olía á eld­inn.“ 

Stein­grímur gagn­rýnir Bjarna Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra og for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins, í grein­inni. Hann segir Bjarna hafa tekið óstinnt upp og mót­mælt tali um þrengri stöðu rík­is­fjár­mála en haldið var. „Upp­lýs­ing­arnar um þetta koma þó beint frá fjár­mála­ráðu­neyt­inu sjálfu sem góð­fús­lega mætti til funda við við­ræðu­hóp um efna­hags­mál, rík­is­fjár­mál o.fl. í nefndum stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­u­m.“ 

Auglýsing

Nið­ur­staðan hafi verið sú að þrátt fyrir að tekjur séu áætl­aðar 16 millj­örðum meiri á næsta ári en áður var talið vanti næstum 20 millj­arða upp á að útgjöld sem síð­asta rík­is­stjórn sam­þykkti verði fjár­mögn­uð. Þetta sé vegna þess að búið sé að lög­festa útgjalda­aukn­ingu í almanna­trygg­inga­kerf­inu upp á ell­efu millj­arða, og 13,2 millj­arða vanti í sam­göngu­mál sem búið sé að sam­þykkja. 1,5 millj­arð vantar til að hægt sé að setja þak á heil­brigðis­kostn­að, sem sam­kvæmt nýjum lögum á að vera 50 þús­und. Þá segir Stein­grímur að það vanti millj­arð til að fjár­magna ákvarð­anir frá­far­andi rík­is­stjórnar í nýsköp­un­ar­mál­um, og fjóra millj­arða vegna auk­inna líf­eyr­is­út­gjalda. Þá vanti fimm millj­arða til að öryrkjar fái sam­bæri­lega bót sinna mála og aldr­að­ir. 

Stein­grímur segir að aug­ljóst sé að ekki verði hægt að mæta vænt­ingum allra um aukið fé í heil­brigð­is­kerf­inu og mennta­kerf­inu. „Allra síst nú rétt eftir kosn­ingar þar sem sumir flokkar lof­uðu stór­auknum útgjöld­um. Gall­inn er bara sá að fæstir þeirra höfðu fyrir því að segja hvernig þeir hygð­ust afla til þess tekna og reyn­ast svo ekki hafa neinn vilja til þess.“ 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Það leið engum vel og allir biðu eftir að komast í land“
Fyrstu veikindin meðal skipverja á Júlíusi Geirmundssyni komu upp á öðrum degi veiðiferðar sem átti eftir að standa í þrjár vikur. Þeir veiktust einn af öðrum og var haldið „nauðugum og veikum við vinnu út á sjó í brælu“ á meðan Covid-sýking geisaði.
Kjarninn 23. október 2020
Sigurgeir Finnsson
Gulur, gylltur, grænn og brons: Opinn aðgangur og flókið litróf birtinga
Kjarninn 23. október 2020
Rut Einarsdóttir
#ENDsars uppreisn gegn lögregluofbeldi í Nígeríu: Ákall fyrir alþjóðlegan stuðning
Kjarninn 23. október 2020
Sema Erla Serdar
Um lögregluna og haturstákn
Kjarninn 23. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra
Ísland tekið af gráa listanum
Ísland hefur verið fjarlægt af gráum lista FATF vegna úrbóta sem ráðist hefur verið í í vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Kjarninn 23. október 2020
Ártúnshöfði og Elliðaárvogur verða í forgangi þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavíkurborg fram til ársins 2030.
Svipað margar íbúðir verði á Ártúnshöfða og eru í öllum Grafarvogi í dag
Gert er ráð fyrir því að á Ártúnshöfða verði árið 2040 svipað margar íbúðir og eru í öllum Grafarvogi í dag. Búist er við því að þrjú skólahverfi verði á Höfðanum, samkvæmt uppfærðu aðalskipulagi borgarinnar til 2040 sem er komið í kynningu.
Kjarninn 23. október 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Verðlaus iPhone og snjallari snjallhátalarar
Kjarninn 23. október 2020
Útlánaveisla hefur gert það að verkum að mikil virkni er á húsnæðismarkaði þrátt fyrir að heimsfaraldur gangi yfir og að atvinnuleysi sé í hæstu hæðum.
Heimili landsins yfirgefa verðtrygginguna í fordæmalausri útlánaveislu
Lántakendur eru að færa sig á methraða frá lífeyrissjóðum til banka með húsnæðislánin sín og úr verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð. Ef fram fer sem horfir munu ný útlán banka á þessu ári verða meiri en þau voru samanlagt síðustu tvö ár á undan.
Kjarninn 23. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None