Erfitt að meta árangur sérstaks saksóknara

Sérstakur saksóknari
Auglýsing

Af þeim 806 málum sem emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara tók við á starfs­tíma sín­um, árin 2009 til 2015, voru 208 mál sem vörð­uðu upp­haf­legt verk­efni emb­ætt­is­ins, rann­sókn og sak­sókn mála sem tengd­ust hrun­inu. Af þessum 208 málum lauk emb­ættið 173 þeirra, 27 voru í vinnslu þegar emb­ættið var lagt niður og átta mál biðu afgreiðslu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar á emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara. 

46 hrun­mál fóru í ákæru­með­ferð á meðan emb­ættið var starf­andi, og end­an­leg dóms­nið­ur­staða fékkst í níu mál­um, þar af féllu átta dómar í Hæsta­rétti. Sak­fellt var að hluta eða öllu leyti í sjö málum en sýknað í tveim­ur. 

Rík­is­end­ur­skoðun segir að almennt hafi með­ferð hrun­mál­anna verið tíma­frek og kostn­að­ar­söm. „Mörg þeirra voru flókin í rann­sókn, stundum teygði rann­sóknin sig út fyrir land­stein­ana og oft varð löng bið eftir gögn­um. Oft gripu sak­born­ingar líka til viða­mik­illa varna þar sem reynd­i á rétt­ar­fars­leg atrið­i,“ segir í skýrsl­unni. Alls voru 94 mál í vinnslu í meira en tvö ár, og 45 af þeim voru í lengri tíma en fjögur ár í vinnslu. Lengsti rann­sókn­ar­tími eins máls voru 6,4 ár. 

Auglýsing
Rík­is­end­ur­skoðun segir að erfitt sé að meta árangur emb­ætt­is­ins þegar litið sé til máls­með­ferð­ar, nýt­ingar fjár­muna og skil­virkni. Margar ástæður eru fyrir því, meðal ann­ars að ekki er kveðið á um árang­ur­svið­mið í lög­um, og engin slík við­mið voru sett þegar emb­ættið var sett á lagg­irn­ar. Þá er óger­legt að meta hversu mörgum vinnu­stundum emb­ættið varði í ein­stök mál og hver kostn­að­ur­inn var vegna þess að tíma­skrán­ing hjá emb­ætt­inu var ófull­nægj­andi. Rík­is­end­ur­skoðun beinir því til emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara, sem tók við af sér­stökum sak­sókn­ara, að taka upp verk­bók­hald til þess að yfir­sýn fáist um alla þætti máls­með­ferðar hjá emb­ætt­in­u. 

Skorti á stuðn­ing inn­an­rík­is­ráðu­neytis

Rík­is­end­ur­skoðun segir að stjórn­völd hafi veitt emb­ætt­inu full­nægj­andi fjár­hags­legan stuðn­ing, en að nokkuð hafi skort upp á annan stuðn­ing inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins við emb­ætt­ið. „Aldrei var óskað eftir fjár­laga­til­lögum þess og þegar emb­ættið tók við efna­hags­brota­deild ­rík­is­lög­reglu­stjóra 1. sept­em­ber 2011 var athuga­semdum þess lítið sinnt og ekki ­með form­legum hætti. Rík­is­end­ur­skoðun telur að ráðu­neytið hefði mátt standa bet­ur að þessum málum og hvetur það til að gera árang­urs­stjórn­un­ar­samn­ing við emb­ætt­i hér­aðs­sak­sókn­ara með mæl­an­legum og tíma­settum mark­mið­u­m,“ segir í skýrsl­unn­i. 

Þá er sagt að flutn­ingur efna­hags­brota­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra til sér­staks sak­sókn­ara hafi haft nei­kvæð áhrif á fram­vindu ann­arra mála, en inn­an­rík­is­ráðu­neytið hefði að mati Rík­is­end­ur­skoð­unar þurft að standa betur að flutn­ingn­um. 

Þá var því frestað í tvígang að leggja niður emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara, en sú óvissa og tafir við skipun í emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara höfðu óæski­leg áhrif á rekstur og mannauð emb­ætt­is­ins, að mati Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. 

Í skýrslu sinni er því beint til ráðu­neyt­is­ins að efla sam­skipti og stuðn­ing við hér­aðs­sak­sókn­ara, vanda þurfi flutn­ing mála­flokka og sam­ein­ingu stofn­ana og ljúka gerð réttar­ör­ygg­is­á­ætl­un­ar, en það yrði stórt skref í átt að rétt­lát­ari og skil­virk­ari máls­með­ferð. 

Jafn­framt er því beint að bæði ráðu­neyt­inu og rík­is­lög­reglu­stjóra að huga þurfi að upp­færslu og þróun mála­skrár­kerf­is­ins sem lög­reglan not­ar, LÖKE. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eigið fé Landsvirkjunar aukist um 34 milljarða á þremur árum
Samanlagt eigið fé þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna nemur nú um 700,7 milljörðum króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
EVE Fanfest frestað vegna COVID-19 veirunnar
Hátíðin hefur verið lykilatburður í markaðsstarfi CCP undanfarin ár.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hagnaðist um 13,6 milljarða króna í fyrra
Lágt álverð á heimsmarkaði, sem tryggir minni tekjur af raforkusölu til stærsta viðskiptavinar Landsvirkjunar, og stöðvum á kerskála Rio Tinto í Straumsvík, drógu úr hagnaði Landsvirkjunar í fyrra. Eigið fé ríkisfyrirtækisins er um 271 milljarður króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hjördís Björk Hákonardóttir
Málsvörn dómskerfis – sjálfstæði dómstóla og traust til þeirra
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None