Sigurður Ingi segir það viðvarandi verkefni að bæta samskipti við Sigmund

Forsætisráðherra segir að það gæti verið betra á milli sín og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Honum finnst bagalegt að fyrrverandi formaður Framsóknar verði ekki á 100 ára afmælishátíð flokksins.

sigurður ingi
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son for­sæt­is­ráð­herra segir að það gæti verið betra á milli hans og Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, fyrr­ver­andi for­manns flokks­ins. Það sé því miður stað­reynd. „Og það er baga­legt að hann verði ekki með okkur á hátíð­inni okkar í Þjóð­leik­hús­inu og vilji vera ann­ars stað­ar. En svona verður það að ver­a.“ Þetta sagði Sig­urður Ingi í við­tali á Morg­un­vakt­inni á Rás 1 í morgun í til­efni þess að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er 100 ára í dag og heldur hátíð. For­sæt­is­ráð­herra sagði það vera við­var­andi verk­efni að bæta sam­skipti við Sig­mund Davíð innan þing­flokks Fram­sókn­ar­flokks­ins og sagð­ist vona að Sig­mundur Davíð fari brátt að taka þátt í þing­störf­um, sem hann hefur ekki gert til þessa á nýju kjör­tíma­bili.

100 millj­ónir „lítil fjár­hæð“

Í við­tal­inu ræddi Sig­urður Ingi einnig um þá ákvörð­un, sem greint var frá í frum­varpi til fjár­auka­laga, að leggja 100 millj­óna króna við­bót­ar­fram­lag úr rík­­is­­sjóði til „Mat­væla­lands­ins Íslands“, verk­efnis sem er ætlað að „treysta orð­­spor og móta ímynd Íslands sem upp­­runa­lands hreinna og heil­­næmra mat­væla og auka með því móti gjald­eyr­is­­tekjur þjóð­­ar­inn­­ar.“

Ástæða við­­bót­­ar­fram­lags­ins, sem er lagt til af atvinn­u­­vega- og nýsköp­un­­ar­ráðu­­neyt­inu, er sú að gera verk­efn­inu kleift að standa fyrir sér­­­stöku mark­aðsátaki á erlendum mörk­uðum sauð­fjár­­af­­urða vegna fyr­ir­­sjá­an­­legrar birgða­aukn­ingar inn­­an­lands. Í frum­varp­inu seg­ir: „Mik­ill tap­­rekstur er á sölu sauð­fjár­­af­­urða og þrátt fyrir lækkun á verði slát­­ur­­leyf­­is­hafa til bænda fyrir sauð­fjár­­af­­urðir er frek­­ari aðgerða þörf. Mark­aðs­ráð kinda­kjöts, sem er sam­­starfs­vett­vangur bænda og slát­­ur­­leyf­­is­hafa, hefur unnið mark­visst að því að finna nýja mark­aði erlend­is, en ljóst er að afsetja þarf um 800 til 1.000 tonn til að koma í veg fyrir upp­­­nám og almenna verð­­fell­ingu á kjöti á inn­­­lendum mark­aði seinnipart vetrar og/eða næsta haust.“

Auglýsing

Sig­urður Ingi benti á í við­tal­inu að tekjur í þeim sveit­ar­fé­lögum á land­inu þar sem  sauð­fjár­rækt er aðal­at­vinnu­vegur séu lægri en ann­ars­staðar. „Í því ljósi, að setja 100 millj­ón­ir. á þessum tíma vegna allskyns óáran sem bjátað hefur á erlend­is, lokun Rússamark­aða, efna­hags­á­stand dap­urt í Evr­ópu, mikil styrk­ing krón­unn­ar, mjög hröð í haust, að setja það inn til að leysa þennan vanda[...]þetta er nú mjög lítil fjár­hæð.“ For­sæt­is­ráð­herr­ann bætti við að gríð­ar­lega mikil sam­lægð væri á milli bænda og neyt­enda og mik­il­vægt væri fyrir neyt­endur að geta gengið að inn­lendri fram­leiðslu.Sig­urður Ingi ræddi einnig um ástandið í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum og sagð­ist telja líkur hafa auk­ist á því að minni­hluta­stjórn verði mynduð til vors. „Af því að menn eru ekki til­búnir til meiri­hluta­starfs þá væri næsta skref að segja að við erum til­búin til að starfa saman í til­tek­inn tíma, til að mynda til vors, og hafa þá kosn­ingar að nýju. Sem er auð­vitað ekki víst að leysi úr öllum vanda.“

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None