„Stjórn Bjartrar framtíðar hefur á fundi sínum í kvöld kynnt sér efni stjórnarsáttmála flokksins, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks. Sáttmálinn var, eftir umræður, borinn undir stjórnina í rafrænni kosningu og hlaut þar samþykki flokksins.“
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bjartri framtíð. Hafa þá allir flokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn einnig, samþykkt stjórnarsáttmálann.
Hann verður kynntur á morgun.
Fréttin verður uppfærð.