Óskar eftir skoðun umboðsmanns Alþingis á skýrsluskilum Bjarna

Svandís Svavarsdóttir
Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Vinstri grænna, hefir óskað eftir því skrif­lega að umboðs­maður Alþingis fjalli um hvort Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og verð­andi for­sæt­is­ráð­herra, hafi brotið gegn 6. grein c siða­reglna ráð­herra með því að birta ekki skýrslu um aflands­fé­lög fyrr en nokkrum vikum eftir að hún lá fyr­ir. 

Í bréfi Svan­dísar segir að í inn­gangi að gild­andi siða­reglum ráð­herra komi fram að ábend­ingum megi koma á fram­færi við umboðs­mann Alþingis kunni að vakna spurn­ingar um hvort um brot á siða­reglum hafi verið að ræða. „Með erindi þessu er þess óskað að umboðs­maður Alþingis fjalli um hvort svo kunni að vera í því til­viki að fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra Bjarni Bene­dikts­son ákveður að birta ekki skýrslu um aflands­fé­lög fyrr enn all­nokkrum vikum eftir að hún lá fyr­ir.  Þar með var skýrsl­unni haldið frá almenn­ings­sjónum í aðdrag­anda kosn­inga sem eins og kunn­ugt er sner­ust að veru­legu leyti um skatta­mál og skattaund­an­skot. Spurn­ingar hafa vaknað um að sú ákvörðun ráð­herr­ans kunni að varða 6. grein c. umræddra siða­reglna en þar seg­ir: „Ráð­herra leynir ekki upp­lýs­ingum sem varða almanna­hag nema lög bjóði eða almanna­hags­munir krefj­ist þess að öðru leyti. Ráð­herra ber að hafa frum­kvæði að birt­ingu slíkra upp­lýs­inga sé hún í almanna­þág­u.““

Til­­efnið er skýrsla um aflandseignir Íslend­inga, sem fjár­­­mála­ráðu­­neytið birti á föst­u­dag. Eins og Kjarn­inn hefur greint frá var skýrsl­unni skilað til ráðu­­neyt­is­ins í sept­­em­ber og Bjarni og aðrir fengu kynn­ingu á henni í byrjun októ­ber. Engu að síður kom hún ekki fyrir sjónir almenn­ings fyrr en fyrir helgi, en Kjarn­inn hafði marg­­sinnis spurst fyrir um afdrif skýrsl­unn­­ar. 

Auglýsing

Bjarni baðst afsök­unar á því í gær að hafa sagt rang­­lega frá tíma­línu atburða í tengslum við birt­ing­una. Á laug­­ar­dag hafði hann haldið því fram að skýrslan hafi ekki borist honum og ráðu­­neyt­inu fyrr en eftir að þing hafði lokið störf­um, en það var 13. októ­ber síð­­ast­lið­inn. Því leið mán­uður frá því að skýrslan barst ráðu­­neyt­inu og þar til þingið hætti störf­­um. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None