#stjórnmál

Ungliðahreyfing Viðreisnar segir frestun á birtingu skýrslu „ólíðandi“

Ung­liða­hreyf­ing Við­reisnar segir að þau mis­vísandi skila­boð sem Bjarni Bene­dikts­son, verð­andi for­sæt­is­ráð­herra, hafi gefið varð­andi birt­ingu skýrslu um eignir Íslend­inga á aflands­svæðum séu ólíð­andi og gangi þvert gegn þeim starfs­háttum sem Ung­liða­hreyf­ing Við­reisnar vill sjá á þingi. Hún vill að Alþingi leiti skýr­inga á starfs­háttum Bjarna. Mál­efna­samn­ingur rík­is­stjórnar Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar sé sam­þykktur í skugga þeirrar ákvörð­unar Bjarna að fresta birt­ingu skýrsl­unn­ar. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu sem ung­lið­arnir birtu í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag. 

Þar segir að í mál­efna­samn­ingnum sé frjáls­lyndi, vel­ferð og umbætur hafðar að leið­ar­ljósi, þótt Ung­liða­hreyf­ing Við­reisnar hafi viljað ganga lengra til að ná þeim mark­mið­u­m. Flokk­arnir virð­ist hafa tekið til­lit til stefnu­mála hvers ann­ars og gert með sér sam­komu­lag sem sam­staða getur skap­ast um, bæði innan þings og meðal þjóð­ar­inn­ar. „Mál­efna­samn­ingur flokk­anna var þó sam­þykktur í skugga ákvörð­unar frá­far­andi fjár­mála­ráð­herra um að fresta birt­ingu skýrslu um eignir Íslend­inga á aflands­svæð­um. Ómögu­legt er að meta núna hver áhrif birt­ingar skýrsl­unnar fyrir kosn­ingar hefðu ver­ið, en ljóst er að efni hennar átti fullt erindi við kjós­end­ur. Eins er ótíma­bært að spá fyrir um hvaða póli­tísku áhrif efni skýrsl­unnar muni hafa á frá­far­andi fjár­mála­ráð­herra eða flokk hans. Eftir stendur þó að frestun birt­ing­ar­innar og þau mis­vísandi skila­boð sem ráð­herr­ann gaf varð­andi birt­ing­una eru ólíð­andi og ganga þvert gegn þeim starfs­háttum sem Ung­liða­hreyf­ing Við­reisnar vill sjá á þingi.Ung­liða­hreyf­ing Við­reisnar vill að ráð­herrar og þing­menn axli ábyrgð á gjörðum sínum í starfi. Ung­liða­hreyf­ingin hvetur Alþingi til að leita skýr­inga á umræddum starfs­háttum frá­far­andi fjár­mála­ráð­herra, meta áhrif þeirra og tryggja að slíkir starfs­hættir fái ekki að líð­ast í hinni nýju rík­is­stjórn.“

Auglýsing

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Krónan heldur áfram að styrkjast
Gengi krónunnar gagnvart helstu viðskiptamyntum hefur styrkist mikið að undanförnu. Losun hafta hefur engin áhrif haft til veikingar, þvert á móti.
25. apríl 2017 kl. 21:20
Lögreglustjóri sagður hafa brotið gegn lögreglumanni
Vinnustaðasálfræðingur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafi brotið gegn lögreglumanni.
25. apríl 2017 kl. 19:37
ÖBÍ gagnrýnir fjármálaáætlun stjórnvalda
25. apríl 2017 kl. 19:13
Gengi á svartamarkaði í Norður-Kóreru sveiflast í takt við tilraunasprengingar hersins. Erlendir fjölmiðlar ferðuðust til Norður-Kóreu til þess að fylgjast með hersýningu hersins þar í landi.
Erlendir blaðamenn borga fimmföld árslaun í Norður-Kóreu
Þeir erlendu blaðamenn sem fá að flytja fréttir frá Norður-Kóreu eru látnir borga háar fjárhæðir.
25. apríl 2017 kl. 19:00
Róbert H. Haraldsson nýr forseti kennslusviðs HÍ
Heimspekingurinn Róbert H. Haraldsson hefur víðtæka reynslu úr starfi háskólans og hefur einnig gegnt trúnaðarstörfum utan hans, meðal annars fyrir Fjármálaeftirlitið.
25. apríl 2017 kl. 17:05
Fjórðungur þeirra umsókna um vernd sem Útlendingastofnunn afgreidddi í mars voru samþykktar.
Umsóknum um vernd enn að fjölga
Fjölgun umsókna veldur töfum hjá Útlendingastofnun.
25. apríl 2017 kl. 15:30
Frosti, Sigurður Kári og Þór Saari í bankaráð Seðlabankans
Nýtt bankaráð Seðlabanka Íslands var kjörið á Alþingi í dag.
25. apríl 2017 kl. 14:21
Ólafía B. Rafnsdóttir
Ólafía B. Rafnsdóttir nýr aðstoðarmaður fjármálaráðherra
Ólafía B. Rafnsdóttir verður nýr aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra. Hún var formaður VR þar til fyrir skömmu.
25. apríl 2017 kl. 13:14
Meira úr sama flokkiInnlent