#stjórnmál

Páll Magnússon studdi ekki ráðherraskipan Bjarna

Páll Magn­ús­son, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í Suð­ur­kjör­dæmi, studdi ekki þá ráð­herra­skipan sem Bjarni Bene­dikts­son, for­maður flokks­ins, lagði til og var sam­þykkt af þing­flokki Sjálf­stæð­is­flokks í gær­kvöldi. Páll greinir frá þessu í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu sinni. Þar seg­ist hann ekki hafa getað stutt ráð­herra­skip­an­ina af tveimur ástæð­um. Önnur væri sú að skip­anin gangi í veiga­miklum atriðum gegn því lýð­ræð­is­lega umboði sem þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefðu áunnið sér í próf­kjörum og síðan í kosn­ing­unum í haust. Í öðru lagi fæli hún í sér „lít­ils­virð­ingu gagn­vart Suð­ur­kjör­dæmi þar sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vann sinn stærsta sigur í kosn­ing­un­um.“

Auglýsing

Til­­kynnt var um ráð­herra­­skipan nýrrar rík­­is­­stjórnar í gær­­kvöldi. Í henni munu sitja ell­efu ráð­herr­­ar. Bjarni Bene­dikts­­­­son verður for­­­sæt­is­ráð­herra, Þór­­­­dís Kol­brún Reyk­­­­fjörð Gylfa­dótt­ir verður ráð­herra ferða­­­mála, iðn­­­aðar og ný­­­­sköp­un­­­­ar, Guð­laug­ur Þór Þórð­­­ar­­­­­son verður ut­an­­­­rík­­­s­i­ráð­herra, Sig­ríður And­er­­­­sen verður dóms­­­­mála­ráð­herra, Jón Gunn­­­­ar­s­­­­son verður ráð­herra sam­­­­göng­u­­­­mála, byggða­­­mála, sveita­­­­stjórn­­­­­­­ar­­­­mála og Krist­ján Þór Júlí­us­­­­son verður mennta­­­­mála­ráð­herra. Þá verð­­­ur Unn­ur Brá Kon­ráðs­dótt­ir for­­­­seti Alþing­­­­is. Því verða ráð­herrar Sjálf­­­stæð­is­­­flokks­ins sex tals­ins en hinir tveir flokk­­­arnir í rík­­­is­­­stjórn­­­inni, Við­reisn og Björt fram­­­tíð, fá saman fimm ráð­herra.

Bene­dikt Jóhann­es­­­son verður fjár­­­­­mála­ráð­herra, Þor­­­steinn Víglunds­­­son félags- og jafn­­­rétt­is­­­mála­ráð­herra, Þor­­­gerður Katrín Gunn­­­ar­s­dótt­ir, sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs- og land­­­bún­­­að­­­ar­ráð­herra, Ótt­­­arr Proppé heibrigð­is­ráð­herra og Björt Ólafs­dóttir umhverf­is­- og auð­linda­ráð­herra.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Frá blaðamannafundinum í gær. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, er þriðji frá vinstri.
Sænska ríkisstjórnin í kröppum dansi
Ráðherrar innan sænsku ríkisstjórnarinnar hafa sætt harðri gagnrýni vegna aðgerðarleysi þrátt fyrir vitneskju um alvarleg brot á persónuverndarlögum.
25. júlí 2017
Chuck Schumer er leiðtogi demókrata á bandaríska þinginu.
Spáir því að flokkurinn snúist gegn Trump
Leiðtogi demókrata segist trúa því að þingmenn repúblikana muni ekki sitja hjá ef Trump náðar sjálfan sig eða fjölskyldu sína.
25. júlí 2017
Morðtíðni hefur aukist mikið í Mexíkó undanfarin misseri vegna innbyrðis átaka glæpagengja. Hér sjást íbúar smábæjar í landinu hylja andlit sín og undirbúa sig undir komu glæpagengis.
Þrjú morð á klukkustund: Eiturlyfjastríðið í Mexíkó verður blóðugra
Fleiri og smærri glæpagengi, aukin eftirspurn eftir ópíum og ríkisstjórabreytingar skýra meðal annars þriðjungs aukningu í fjölda morða í Mexíkó. Oddur Stefánsson fjallar um eiturlyfjastríðið.
24. júlí 2017
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, til hægri.
Grikkir gefa út skuldabréf að nýju
Grísk stjórnvöld tilkynntu að ríkisskuldabréf þeirra verði gefin út á morgun, í fyrsta skiptið í þrjú ár.
24. júlí 2017
Sérfræðingar eru áhyggjufullir yfir stöðu Bretlands
Bretland sé að verða „veiki maðurinn í Evrópu“
Efnahagshorfur hafa versnað í Bretlandi og Bandaríkjunum um leið og þær hafa batnað á Evrusvæðinu, samkvæmt nýrri skýrslu AGS.
24. júlí 2017
Svona lítur borðspilið út
Borðspil sem reynir á bragðlaukana
Nýtt borðspil úr smiðju Eggerts Ragnarssonar og konu hans Amanda Tyahur hefur litið dagsins ljós, en í því er keppt um þekkingu á mat og matarmenningu.
24. júlí 2017
Jared Kushner er einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Kushner er giftur Ivönku Trump.
Segist ekki hafa verið í leynimakki með neinum
Tengdasonur og helsti ráðgjafi forseta Bandaríkjanna kemur fyrir þingnefnd bandaríska þingsins í dag.
24. júlí 2017
Björgvin Ingi Ólafsson
Er vit í að Ísland losni alveg við seðla og klink?
24. júlí 2017
Meira úr sama flokkiInnlent
None