Neita því að dagsetning í skýrslunni hafi verið „hvíttuð“

eignir íslendinga á aflandssvæðum
Auglýsing

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hafnar því að dag­setn­ing á for­síðu skýrslu starfs­hóps um eignir Íslend­inga á aflands­svæðum hafi verið „hvítt­uð“ og segir að engar efn­is­legar breyt­ingar hafi verið gerðar á skýrsl­unni eftir að henni var skilað til ráðu­neyt­is­ins um miðjan sept­em­ber. Hins vegar hafi verið gerðar smá­vægi­legar lag­fær­ingar af eða í sam­ráði við for­mann starfs­hóps­ins, meðal ann­ars á titli henn­ar. „Tit­ill­inn var skrif­aður í texta­box sem er af ákveð­inni stærð. Þar sem lag­færður tit­ill var lengri en upp­haf­legur tit­ill færð­ist text­inn niður og varð lengri en stærð texta­box­ins leyfði. Því færð­ist hluti und­ir­fyr­ir­sagn­ar­innar og annar texti niður og af þeim sökum féll dag­setn­ing af for­síð­unni.

Ráðu­neytið áréttar að aldrei voru áhöld um hvenær vinnslu skýrsl­unnar lauk. Skýrt er tekið fram í skýrsl­unni að henni hafi verið skilað er liðið var á sept­em­ber. Loks vísar ráðu­neytið til þess að vana­legt að setja dag­setn­ingu þess dags eða mán­uðar þar sem við­kom­andi rit eru birt, og því hefði verið rétt­ast að á for­síðu hennar stæði jan­úar 2017.“ Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­in­u. 

Kynnt í byrjun októ­ber en birt í jan­úar

Auglýsing

Skýrsla starfs­hóps um eignir Íslend­inga á aflands­­svæðum var til­­­búin um miðjan sept­­em­ber, og henni skilað til ráðu­­neyt­is­ins þá. Sam­­kvæmt svörum sem Kjarn­inn fékk við upp­­haf­­legri fyr­ir­­spurn sinni um mál­ið, í byrjun nóv­­em­ber, var skýrslan kynnt í ráðu­­neyt­inu í byrjun októ­ber. Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, fékk kynn­ingu á henni 5. októ­ber. Skýrslan var fyrst gerð opin­ber fyrir viku síð­an, föstu­dag­inn 6. jan­ú­ar. Þá voru tæpir fjórir mán­uðir liðnir frá því að henni var skilað og þrír mán­uðir frá því að hún var kynnt fyrir ráð­herra.

Kjarn­inn greindi frá því fyrir viku síðan að fram kemur í skýrsl­unni að henni hafi verið skilað þegar „nokkuð var liðið á sept­­em­ber.“ Á for­­síðu skýrsl­unnar kemur einnig fram tíma­­setn­ingin sept­­em­ber 2016, en það er með hvítu letri svo tíma­­setn­ingin er ógrein­i­­leg nema tekið sé utan um text­ann.

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None