Fjármálaráðherra vill opna ársreikninga, hluthafa- og fyrirtækjaskrár

7DM_0588_raw_2071.JPG
Auglýsing

Árs­reikn­ing­ar, hlut­hafa­skrár og fyr­ir­tækja­skrár ættu að vera öllum opn­ar. Þetta kom fram í máli Bene­dikts Jóhann­es­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, í sér­stakri umræðu um skýrslu starfs­hóps um eignir Íslend­inga á aflands­svæðum og tekju­tap hins opin­ber­a. 

Það var Smári McCart­hy, þing­maður Pírata, sem vakti máls á þessu í umræð­unni og spurði fjár­mála­ráð­herra hvort honum þætti rétt að opna fyr­ir­tækja­skrá, árs­reikn­inga­skrár og hlut­hafa­skrár upp á gátt. Þetta hafi meðal ann­ars verið gert í Bret­landi nýlega. Með svona aðgerðum væri hægt að vinna beint gegn skattaund­anskot­u­m. 

„Ég tel að allar þessar skrár eigi að vera að vera opnar og vil bæta því við að ég tel að það eigi að vera gagn­sætt eign­ar­hald, þannig að það sé ekki bara sagt að það séu ein­hver félög sem eigi önnur félög. Það á að koma fram hver hinn end­an­legi eig­andi er,“ sagði Bene­dikt. 

Auglýsing

Það var Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður VG, sem var máls­hefj­andi í umræð­unni í dag. Hún spurði Bene­dikt um það til hvaða aðgerða hann hygð­ist grípa vegna afland­svæð­ingar og skattaund­an­skota. Hvort hann hygð­ist láta skoða málin bet­ur, láta safna frek­ari gögnum og gera málið að því for­gangs­máli sem það eigi að vera í stjórn­sýsl­unn­i. 

Bene­dikt sagði málið vera í for­gangi og að hann myndi grípa til víð­tækra ráð­staf­ana. Hann sagð­ist meðal ann­ars hafa farið í heim­sóknir til rík­is­skatt­stjóra, skatt­rann­sókn­ar­stjóra og toll­stjóra á sínum fyrstu dögum í ráðu­neyt­inu. Hann vilji fá til­lögur frá þessum stofn­unum inn í aðgerðir stjórn­valda gegn skatta­skjól­um. Einnig sagði hann að til­lögur sam­ráðs­vett­vangs um aukna hag­sæld, um ein­földun skatt­kerf­is­ins, vera í virkri skoðun í ráðu­neyt­in­u. 

Katrín og fleiri stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn minnt­ust á að svör ráð­herra væru ekki nægi­lega skýr um mál­ið. Það væri ekki nóg að fara í heim­sóknir til und­ir­stofn­ana og biðja þær um til­lög­ur. „Ég get alveg tekið undir það hjá mörgum hátt­virtum þing­mönnum að auð­vitað voru mín svör til­tölu­lega þunn. Ég er bara ekki kom­inn lengra í þessu máli og ég þekki mála­flokk­inn ekki nægi­lega vel og þess vegna leita ég til sér­fræð­inga og und­ir­stofn­ana til þess að kynna mér málið bet­ur, en málið mun verða sett í for­gang,“ sagði Bene­dikt í seinni ræðu sinni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sacky Shanghala var dómsmálaráðherra Namibíu þar til á miðvikudag, þegar hann sagði af sér vegna Samherjamálsins.
Bankareikningar mútuþega í Samherjamálinu í Namibíu frystir
Yfirvöld í Namibíu eru búin að frysta bankareikninga í eigu tveggja lykilmanna í Samherja-málinu. Annar þeirra var dómsmálaráðherra landsins og hinn er tengdasonur fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Mikið velti á áhættudreifingu lífeyrissjóðanna
Breytt aldurssamsetning þjóða og áhrif hennar á lífeyrissjóðakerfið eru á meðal þess sem fjallað er um í nýrri skýrslu framtíðarnefndar forsætisráðherra. Að mati nefndarinnar er mikilvægt að íslenskum lífeyrissjóðum takist vel til í áhættudreifingu.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Gefa út bókina „Ekkert að fela“ um Samherjamálið á morgun
Teymið sem vann Kveiks-þáttinn um Samherja og viðskiptahætti fyrirtækisins í Afríku hefur skrifað bók um málið. Hún kemur út á morgun.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Talnastuð
Safnað fyrir jólaspilaverkefninu í ár á Karolína fund.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None