Líklegt að öruggur meirihluti sé fyrir því að afnema einkaleyfi ÁTVR

Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, er einn þeirra sem stendur að framlagningu frumvarpsins.
Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, er einn þeirra sem stendur að framlagningu frumvarpsins.
Auglýsing

Þing­menn úr fjórum flokkum hafa lagt fram nýtt frum­varp um að leyfa sölu áfengis í versl­un­um. Frum­varpið felur í sér að einka­leyfi ÁTVR á sölu áfengið verði afnumið og að sala á því verði heim­iluð í sér­versl­un­um, í sér­rýmum innan versl­anna eða yfir búð­ar­borð. Þetta er stað­festir Pawel Bar­toszek, einn flutn­ings­manna frum­varps­ins, við Kjarn­ann.

Þing­menn­irnir sem leggja frum­varpið fram koma úr Sjálf­stæð­is­flokki, Við­reisn, Bjartri fram­tíð og Píröt­um. Þeir eru Teitur Björn Ein­ars­son, Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, Vil­hjálmur Árna­son og Hildur Sverr­is­dóttir úr Sjálf­stæð­is­flokki, Pawel Bar­toszek úr Við­reisn, Nichole Leigh Mosty úr Bjartri fram­tíð og Pírat­arnir Jón Þór Ólafs­son, Ásta Guð­rún Helga­dóttir og Viktor Orri Val­garðs­son. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans liggur ekki fyrir stuðn­ingur við frum­varpið hjá öllum þing­mönnum flokk­anna en Pawel seg­ist telja að það sé nokkuð öruggur meiri­hluti á þing­inu fyrir mál­inu. Alls eru þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisn­ar, Bjartrar fram­tíðar og Pírata 42 tals­ins. Því mættu tíu þing­menn flokk­anna vera á móti frum­varp­inu, það yrði samt sem áður með meiri­hluta. 

Auglýsing

Vil­hjálmur Árna­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, stóð að fram­lagn­ingu sam­bæri­legs frum­varps í tvígang á síð­asta kjör­tíma­bili. Í síð­ara skiptið voru flutn­ings­menn frum­varps­ins 16 tals­ins. Þeir komu þá úr röð­um Sjálf­­stæð­is­­flokks, Fram­­sókn­­ar­­flokks, Bjartrar fram­­tíðar og Pírata. Af þeim eru tíu enn á þingi og fjórir ráð­herrar í nýrri rík­is­stjórn. Það eru þau Sig­ríður Á. And­er­sen, dóms­mála­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra og Björt Ólafs­dótt­ir, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra.

ÁTVR rekur 50 versl­anir

Íslenska ríkið hefur rekið einka­­sölu áfengis hér­­­lendis frá­ ár­inu 1922, en þá hét fyr­ir­tækið ÁVR. Tóbaks­­einka­­sala rík­­is­ins tók til starfa 1932 og fyr­ir­tækin voru sam­einuð árið 1961 undir nafn­inu Áfeng­is- og ­tó­baks­verslun rík­­is­ins (ÁTVR­). 

ÁTVR rekur 50 versl­anir víðs­vegar um landið þar sem áfengi er selt, þar af 16 stór­versl­an­ir. Tekjur ÁTVR á árinu 2015 voru 29,4 millj­­arðar króna. Þar af komu 19,8 millj­­arðar króna í kass­ann vegna sölu áfeng­is en 9,5 millj­arðar króna vegna tóbaks­sölu.

Alþingi tekur ákvörðun um hvert áfeng­is- og tóbaksgöld eigi að ver­a. Áfeng­is­­gjald sem ÁTVR greiddi til rík­­is­­sjóðs 2015 var 9.230 millj­­ónir króna, eða 47 pró­­sent af tekjum ÁTVR vegna sölu áfeng­­is.

Vill ekki að Hagar kom­ist í yfir­­­burð­­ar­­stöðu

Ívar J. Arndal, for­stjóri ÁTVR, hefur ítrekað gert mögu­legt afnám einka­leyfis á sölu áfengis að umtals­efni í inn­gangi árs­skýrslna fyr­ir­tæk­is­ins. Í árs­skýrslu árs­ins 2015 sagði hann að fórn­ar­kostn­aður við að gefa sölu áfengis frjálsa yrði hár. 

„Málið er einmitt að einka­að­ilar eru ótrú­­lega góðir að selja. Þeir vilja alltaf selja meira og meira, auka mark­aðs­hlut­­deild­ina og auð­vitað skila hagn­aði í vasa eig­end­anna. Það er kjarni frjáls mark­aðar og sam­keppn­is­­rekstr­­ar. Þar eru einka­að­ilar best­­ir. Þess vegna eru þeir ekki heppi­­legir þegar mark­miðið er ekki að auka söl­una eða hagn­­ast á henni heldur að þjón­usta almenn­ing við að kaupa og neyta vöru sem getur verið mjög skað­­leg heilsu manna. Þá er best að hafa hlut­­lausan aðila sem hefur engan per­­són­u­­legan ávinn­ing af söl­unni. Ekki þarf að leita lengra en til Dan­­merkur til þess að átta sig á þessu. Þar sjá einka­að­ilar um áfeng­is­­söl­una og hirða ágóð­ann. Neysla áfengis á mann í Dan­­mörku er miklu meiri en á Íslandi og kostn­aður danska sam­­fé­lags­ins af mis­­­notkun áfengis gríð­­ar­­leg­­ur. Skatt­­borg­­urum er sendur reikn­ing­­ur­inn.“

Ívar beindi síðan spjótum sínum að Hög­um, stærsta smá­­sölu­­fyr­ir­tæki á Íslandi sem rekur meðal ann­­ars Bónus og Hag­­kaup. Hagar hafa ítrekað lýst því yfir að fyr­ir­tækið vilji að áfeng­is­­sala rík­­is­ins verði lögð nið­­ur. Ívar hefur tölu­verðar áhyggjur af mark­aðs­hlut­­deild Haga. „Nú þegar er keðjan með ríf­­lega 50% af mat­vöru­­mark­að­inum á sinni hendi. Með helm­ing af áfeng­is­­söl­unni myndi veltan hjá mat­vöruris­­anum aukast um rúm­­lega 12 þús­und millj­­ónir á ári. Nú þegar ber hann ægis­hjálm yfir allri mat­vöru­verslun í land­inu. Með áfeng­is­­söl­unni væri mat­vöruris­inn kom­inn í algera yfir­­­burða­­stöðu. Varla er það til hags­­bóta fyrir neyt­end­­ur.“

Fréttin var upp­færð 15:45 eftir að frum­varpið var birt á vef Alþing­is.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
Kjarninn 5. október 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None