Líklegt að öruggur meirihluti sé fyrir því að afnema einkaleyfi ÁTVR

Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, er einn þeirra sem stendur að framlagningu frumvarpsins.
Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, er einn þeirra sem stendur að framlagningu frumvarpsins.
Auglýsing

Þingmenn úr fjórum flokkum hafa lagt fram nýtt frumvarp um að leyfa sölu áfengis í verslunum. Frumvarpið felur í sér að einkaleyfi ÁTVR á sölu áfengið verði afnumið og að sala á því verði heimiluð í sérverslunum, í sérrýmum innan verslanna eða yfir búðarborð. Þetta er staðfestir Pawel Bartoszek, einn flutningsmanna frumvarpsins, við Kjarnann.

Þingmennirnir sem leggja frumvarpið fram koma úr Sjálfstæðisflokki, Viðreisn, Bjartri framtíð og Pírötum. Þeir eru Teitur Björn Einarsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Vilhjálmur Árnason og Hildur Sverrisdóttir úr Sjálfstæðisflokki, Pawel Bartoszek úr Viðreisn, Nichole Leigh Mosty úr Bjartri framtíð og Píratarnir Jón Þór Ólafsson, Ásta Guðrún Helgadóttir og Viktor Orri Valgarðsson. 

Samkvæmt upplýsingum Kjarnans liggur ekki fyrir stuðningur við frumvarpið hjá öllum þingmönnum flokkanna en Pawel segist telja að það sé nokkuð öruggur meirihluti á þinginu fyrir málinu. Alls eru þingmenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Pírata 42 talsins. Því mættu tíu þingmenn flokkanna vera á móti frumvarpinu, það yrði samt sem áður með meirihluta. 

Auglýsing

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, stóð að framlagningu sambærilegs frumvarps í tvígang á síðasta kjörtímabili. Í síðara skiptið voru flutningsmenn frumvarpsins 16 talsins. Þeir komu þá úr röðum Sjálf­stæð­is­flokks, Fram­sókn­ar­flokks, Bjartrar fram­tíðar og Pírata. Af þeim eru tíu enn á þingi og fjórir ráðherrar í nýrri ríkisstjórn. Það eru þau Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.

ÁTVR rekur 50 verslanir

Íslenska ríkið hefur rekið einka­sölu áfengis hér­lendis frá­ ár­inu 1922, en þá hét fyr­ir­tækið ÁVR. Tóbaks­einka­sala rík­is­ins tók til starfa 1932 og fyr­ir­tækin voru sam­einuð árið 1961 undir nafn­inu Áfeng­is- og ­tó­baks­verslun rík­is­ins (ÁTVR). 

ÁTVR rekur 50 verslanir víðsvegar um landið þar sem áfengi er selt, þar af 16 stórverslanir. Tekjur ÁTVR á árinu 2015 voru 29,4 millj­arðar króna. Þar af komu 19,8 millj­arðar króna í kass­ann vegna sölu áfeng­is en 9,5 milljarðar króna vegna tóbakssölu.

Alþingi tekur ákvörðun um hvert áfeng­is- og tóbaksgöld eigi að vera. Áfeng­is­gjald sem ÁTVR greiddi til rík­is­sjóðs 2015 var 9.230 millj­ónir króna, eða 47 pró­sent af tekjum ÁTVR vegna sölu áfeng­is.

Vill ekki að Hagar kom­ist í yfir­burð­ar­stöðu

Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR, hefur ítrekað gert mögulegt afnám einkaleyfis á sölu áfengis að umtalsefni í inngangi ársskýrslna fyrirtækisins. Í ársskýrslu ársins 2015 sagði hann að fórnarkostnaður við að gefa sölu áfengis frjálsa yrði hár. 

„Málið er einmitt að einka­að­ilar eru ótrú­lega góðir að selja. Þeir vilja alltaf selja meira og meira, auka mark­aðs­hlut­deild­ina og auð­vitað skila hagn­aði í vasa eig­end­anna. Það er kjarni frjáls mark­aðar og sam­keppn­is­rekstr­ar. Þar eru einka­að­ilar best­ir. Þess vegna eru þeir ekki heppi­legir þegar mark­miðið er ekki að auka söl­una eða hagn­ast á henni heldur að þjón­usta almenn­ing við að kaupa og neyta vöru sem getur verið mjög skað­leg heilsu manna. Þá er best að hafa hlut­lausan aðila sem hefur engan per­sónu­legan ávinn­ing af söl­unni. Ekki þarf að leita lengra en til Dan­merkur til þess að átta sig á þessu. Þar sjá einka­að­ilar um áfeng­is­söl­una og hirða ágóðann. Neysla áfengis á mann í Dan­mörku er miklu meiri en á Íslandi og kostn­aður danska sam­fé­lags­ins af mis­notkun áfengis gríð­ar­leg­ur. Skatt­borg­urum er sendur reikn­ing­ur­inn.“

Ívar beindi síðan spjótum sínum að Hög­um, stærsta smá­sölu­fyr­ir­tæki á Íslandi sem rekur meðal ann­ars Bónus og Hag­kaup. Hagar hafa ítrekað lýst því yfir að fyr­ir­tækið vilji að áfeng­is­sala rík­is­ins verði lögð nið­ur. Ívar hefur tölu­verðar áhyggjur af mark­aðs­hlut­deild Haga. „Nú þegar er keðjan með ríf­lega 50% af mat­vöru­mark­að­inum á sinni hendi. Með helm­ing af áfeng­is­söl­unni myndi veltan hjá mat­vöruris­anum aukast um rúm­lega 12 þús­und millj­ónir á ári. Nú þegar ber hann ægis­hjálm yfir allri mat­vöru­verslun í land­inu. Með áfeng­is­söl­unni væri mat­vöruris­inn kom­inn í algera yfir­burða­stöðu. Varla er það til hags­bóta fyrir neyt­end­ur.“

Fréttin var uppfærð 15:45 eftir að frumvarpið var birt á vef Alþingis.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None