Er fasteignabóla á Íslandi? Já og nei

Mikil hækkun fasteignaverðs hefur vakið spurningar um hvort fasteignabóla sé nú á landinu sem á endanum muni springa með látum.

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.
Auglýsing

Þor­steinn Víglunds­son, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, hélt því fram í fréttum RÚV í gær að það væru aug­ljós ein­kenni fast­eigna­bólu á Íslandi nú um stund­ir. Slíkar raddir hafa heyrst víðar enda hefur fast­eigna­verð hækkað hratt og leigu­verð, sé mið tekið af vísi­tölu leigu­verðs hjá Þjóð­skrá, hefur gert það einnig. Mikil eft­ir­spurn er eftir íbúðum og selj­ast þær hratt þessi miss­er­in.

Í fyrra hækk­aði fast­eigna­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um 15 pró­sent en fá ef þá nokkur for­dæmi eru fyrir svo mik­illi hækkun á einu ári hér á land­i. 

Þrátt fyrir þessa miklu hækkun þá benda flestar spár til þess að fast­eigna­verðið muni halda áfram að hækka á næstu miss­erum og segir í nýrri skýrslu Arion banka um fast­eigna­mark­að­inn að gera megi ráð fyrir allt að 30 pró­sent hækkun á fast­eigna­verð á næstu þremur árum. 

Auglýsing

En er þá fast­eigna­bóla, ef verðið er að rjúka svona upp? Er inni­stæða fyrir þessum hækk­un­um? Eflaust er það spurn­ing hvernig skil­greina eigi fast­eigna­bólu, en vand­inn við efna­hags­bólur, sem svo eru kall­aðar af hag­fræð­ingum sér­stak­lega, er að þær koma sjaldn­ast í ljós fyrr en þær eru sprungnar með slæmum afleið­ingum fyrir almenn­ing. Þá fyrst hafa fræði­menn full­vissu fyrir því að um bólu hafi verið að ræða. Deila má um hvaða til­gangi það þjónar yfir höfuð að nota slík hug­tök um stöðu mála á hverjum tíma, en í ljósi sög­unnar getur ekki talist und­ar­legt að þetta ber­ist í tal.

Nokkur atriði skipta sköp­um, þegar kemur að hækk­un­inni á und­an­förnum árum. 

Það hefur mikið verið byggt, en það þarf að byggja miklu meira til að mæta eftirspurn á markaði.

  1. Eftir hrunið var nán­ast ekk­ert byggt af fast­eignum í vel á þriðja ár, og hefur ekki enn tek­ist að byggja upp nægi­legan bygg­ing­ar­hraða til að halda í við nátt­úru­lega eft­ir­spurn á mark­aðn­um. Talið er að það þurfi að byggja um 1.800 til 2.000 nýjar íbúðir á ári til að anna eft­ir­spurn og fólks­fjölg­un, en eins og staða mála hefur verið á und­an­förnum árum þá hefur það ekki náðst. Mikið vantar upp svo að jafn­vægi náist og hefur það verið nefnt að í það minnsta fimm til tíu þús­und íbúðir þurfi að byggj­ast upp á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á næstu þremur árum til að staðan batn­i. 
  2. Hall­dór Hall­dórs­son, odd­viti sjálf­stæð­is­manna í Reykja­vík, hefur gagn­rýnt Reykja­vík­ur­borg fyrir lóða­skort og að ekki gangi nægi­lega hratt að byggja upp íbúðir í borg­inni. Höf­uð­borgin sé búin að draga lapp­irnar í þessum efn­um. Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri, sagði í sam­tali við RÚV í gær að hann vildi að fleiri sveit­ar­fé­lög kæmu í það með Reykja­vík að bjóða upp á fleiri lóðir til upp­bygg­ing­ar. 
  3. Launa­hækk­anir og hröð aukn­ing kaup­máttar hjá almenn­ingi hefur vafa­lítið ýtt undir fast­eigna­verðs­hækk­an­ir. Samið var um á bil­inu 20 til 30 pró­sent launa­hækk­anir til þriggja ára á síð­asta ári, hjá flestum stétt­um, og má gera ráð fyrir að þetta ýti undir mögu­leika fólks til að greiða hærra verð fyrir íbúð­ina. Lyk­il­at­riðið þegar kemur að auknum kaup­mætti launa hefur verið lág verð­bólga. Hún mælist nú 1,9 pró­sent en það sem heldur lífi í henni, ef svo má að orði kom­ast, er hröð hækkun á fast­eigna­verð­i. 
  4. Styrk­ing krón­unnar nam um 18 pró­sentum í fyrra og dró hún úr verð­bólgu­þrýst­ingi, þar sem inn­fluttar vörur verða ódýr­ari þegar krónan er að styrkj­ast. Sé litið til hækk­unar fast­eigna­verðs­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu út frá Banda­ríkja­dal þá nam hækk­unin meira en 30 pró­sent­um. Í sögu­legu sam­hengi hefur mikil styrk­ing oftar en ekki ýtt undir mikla einka­neyslu og hefur það gerst núna einnig.  
  5. Mik­ill vöxtur í ferða­þjón­ust­unni hefur haft mikil áhrif á fast­eigna­mark­að­inn, þar sem fjöl­margar íbúðir - einkum mið­svæðis í Reykja­vík - eru leigðar út í ferða­manna. Á síð­ustu árum hafa þær verið í kringum 3.000 tals­ins. 
Hvort fast­eigna­bóla sé nú hér á landi er eins og áður sagði erfitt að segja til um, og fer eftir því á hvaða for­sendum hún er skil­greind. En verð­hækk­an­irnar hafa í það minnsta átt sér til­tölu­lega rök­réttar skýr­ingar nú. Þá eru lands­menn að spara meira nú en t.d. fyrir hrun fjár­mála­kerf­is­ins og skulda­staða þjóð­arbss­ins hefur kúvenst til hins betra eftir upp­gjörið á slita­búum hinna föllnu banka sem skila rík­is­sjóði um 500 millj­arða króna ávinn­ingi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Ísland kaupir 72 skammta af lyfi til að draga úr alvarlegum COVID-19 veikindum
Landspítalinn mun sjá um kaup á lyfinu Sotrovimab sem á að gagnast best þeim sem eru óbólusettir eða þeim sem mynda illa mótefni vegna lyfja eða sjúkdóma.
Kjarninn 3. desember 2021
Ásdís Halla Bragadóttir.
Ásdís Halla ráðin til að koma að mótun nýs ráðuneytis Áslaugar Örnu
Ásdís Halla Bragadóttir fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ hefur verið ráðin sem verkefnastjóri við undirbúning nýs ráðuneytis vísinda, iðnaðar og nýsköpunar.
Kjarninn 3. desember 2021
„Þær þurfa að lifa við afleið­ingar þessa ofbeld­is“
Lögmaður tvegga sómalskra kvenna sem senda á úr landi segir að þær muni við end­ur­komu til Grikk­lands aftur lenda á göt­unni án við­un­andi hús­næðis og ber­skjald­aðar.
Kjarninn 3. desember 2021
Stúdentagarðar Háskóla Íslands á Sæmundargötu.
Fermetraverðið hæst á stúdentagörðunum
Ef tekið er tillit til stærðar íbúða eru dýrustu tegundir leiguíbúða hérlendis á stúdentagörðum, en fermetraverðið þar er 17 prósentum hærra en á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 3. desember 2021
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins, sem hefur dælt út þingmálum svo eftir er tekið á fyrstu dögum nýs þings.
Flokkur fólksins lætur sér ekki duga að dotta
Þrátt fyrir að það hafi vakið athygli á fyrsta þingfundi vetrarins að einn nýrra þingmanna Flokks fólksins dottaði í þingsal hafa þingmenn flokksins hreint ekki setið auðum höndum í upphafi nýs þings, heldur lagt fram mörg þingmál, alls 50 talsins.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None