Úrskurður kjararáðs hefur sett kjaraviðræður í uppnám

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Auglýsing

For­sendur kjara­samn­inga ­Sam­taka atvinnu­lífs­ins og ASÍ eru í hættu og verða for­send­ur ­metnar í vik­unni. Svo gæti far­ið að samn­ingar opn­ist um mán­aða­mót­in, segir í Frétta­blað­inu í dag, en það er ekki síst ákvörðun kjara­ráðs frá kjör­degi 29. októ­ber sem situr í for­ystu­fólki verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og atvinnu­rek­enda. „Eins og staðan er í dag er for­sendu­brest­ur­inn aug­ljós,“ seg­ir Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ, í við­tali við Frétta­blaðiðMeð ákvörðun kjara­ráðs voru laun for­seta Íslands, þing­manna og ráð­herra hækkuð um 30 til 40 pró­sent, en Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, ákvað að þiggja ekki hækk­un­ina og hefur fært mis­mun­inn í góð­gerð­ar­starf.

Að mati Gylfa hafa ­laun ann­arra hópa, eins og alþing­is­manna og ráð­herra, hækk­að um­fram það sem menn ætl­uðu og þannig grafið undan vinnu­lag­inu sem hafði verið horft til. Þá hafi ekki verið staðið við aðgerðir í hús­næð­is­mál­um, en mikil þörf er á því að auka fram­boð hús­næðis til að ná jafn­vægi á hús­næð­is­mark­aði. Hús­næð­is­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækk­aði um 15 pró­sent í fyrra og er því spáð að hækk­unin verði jafn­vel enn meiri á þessu ári. Meg­in­á­stæðan er of lítið fram­boð hús­næð­is.

For­sendu­nefnd ASÍ og SA hitt­ist í vik­unni og fer yfir stöð­una og for­sendur samn­ing­ana, að því er fram kemur í Frétta­blað­inu. „Við þurfum síðan að skila ­nið­ur­stöðu innan átta daga um hvort for­send­urnar halda eða ekki. Verði nið­ur­staðan að for­sendur séu brostnar fer málið til samn­inga­nefnd­ar ASÍ og næstu skref verða á­kveð­in,“ segir Gylfi við Frétta­blað­ið. 

Auglýsing

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri SA, seg­ir ­stöð­una óljósa en að málin skýrist í þess­ari viku. „Við bíðum nið­ur­stöð­u ­for­sendu­nefnd­ar­innar en á meðan er samn­ingur í gild­i. Úr­skurður kjara­ráðs frá því í októ­ber er sann­ar­lega ekki að hjálpa til­ enda álykt­uðum við hjá SA harð- ­lega gegn þeirri ákvörð­un,“ seg­ir Hall­dór Benja­mín í við­tali við Frétta­blað­ið.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes: Þeim er velkomið að reyna að villa um fyrir fólki
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í málum fyrirtækisins í Namibíu, var í viðtali við Kastljós í kvöld.
Kjarninn 11. desember 2019
Molar
Molar
Molar – 2020 verði ár tollastríðsins
Kjarninn 11. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
Kjarninn 11. desember 2019
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Jörðum jarðefnaeldsneytið 2035 og verum fyrirmynd
Kjarninn 11. desember 2019
Oddný Harðardóttir
Vilja að embætti skattrannsóknarstjóra verði veitt ákæruvald
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga þar sem lagðar eru til breyt­ingar á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.
Kjarninn 11. desember 2019
Greta Thunberg manneskja ársins hjá TIME
Tímaritið TIME Magazine hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927 og þetta árið varð loftslagsaktívistinn Greta Thunberg fyrir valinu.
Kjarninn 11. desember 2019
Herdís sótti um að verða næsti útvarpsstjóri
Fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir er á meðal þeirra 41 sem sóttu um stöðu útvarpsstjóra RÚV.
Kjarninn 11. desember 2019
Íslandi gert að breyta skilyrðum um búsetu framkvæmdastjóra og stjórnarmanna
Samkvæmt Eftirlitsstofnun EFTA þarf Ísland að breyta reglum sem skylda stjórnarmenn og framkvæmdastjórn félaga til þess að vera ríkisborgarar eða búsettir í EES ríki.
Kjarninn 11. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None