Úrskurður kjararáðs hefur sett kjaraviðræður í uppnám

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Auglýsing

For­sendur kjara­samn­inga ­Sam­taka atvinnu­lífs­ins og ASÍ eru í hættu og verða for­send­ur ­metnar í vik­unni. Svo gæti far­ið að samn­ingar opn­ist um mán­aða­mót­in, segir í Frétta­blað­inu í dag, en það er ekki síst ákvörðun kjara­ráðs frá kjör­degi 29. októ­ber sem situr í for­ystu­fólki verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og atvinnu­rek­enda. „Eins og staðan er í dag er for­sendu­brest­ur­inn aug­ljós,“ seg­ir Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ, í við­tali við Frétta­blaðiðMeð ákvörðun kjara­ráðs voru laun for­seta Íslands, þing­manna og ráð­herra hækkuð um 30 til 40 pró­sent, en Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, ákvað að þiggja ekki hækk­un­ina og hefur fært mis­mun­inn í góð­gerð­ar­starf.

Að mati Gylfa hafa ­laun ann­arra hópa, eins og alþing­is­manna og ráð­herra, hækk­að um­fram það sem menn ætl­uðu og þannig grafið undan vinnu­lag­inu sem hafði verið horft til. Þá hafi ekki verið staðið við aðgerðir í hús­næð­is­mál­um, en mikil þörf er á því að auka fram­boð hús­næðis til að ná jafn­vægi á hús­næð­is­mark­aði. Hús­næð­is­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækk­aði um 15 pró­sent í fyrra og er því spáð að hækk­unin verði jafn­vel enn meiri á þessu ári. Meg­in­á­stæðan er of lítið fram­boð hús­næð­is.

For­sendu­nefnd ASÍ og SA hitt­ist í vik­unni og fer yfir stöð­una og for­sendur samn­ing­ana, að því er fram kemur í Frétta­blað­inu. „Við þurfum síðan að skila ­nið­ur­stöðu innan átta daga um hvort for­send­urnar halda eða ekki. Verði nið­ur­staðan að for­sendur séu brostnar fer málið til samn­inga­nefnd­ar ASÍ og næstu skref verða á­kveð­in,“ segir Gylfi við Frétta­blað­ið. 

Auglýsing

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri SA, seg­ir ­stöð­una óljósa en að málin skýrist í þess­ari viku. „Við bíðum nið­ur­stöð­u ­for­sendu­nefnd­ar­innar en á meðan er samn­ingur í gild­i. Úr­skurður kjara­ráðs frá því í októ­ber er sann­ar­lega ekki að hjálpa til­ enda álykt­uðum við hjá SA harð- ­lega gegn þeirri ákvörð­un,“ seg­ir Hall­dór Benja­mín í við­tali við Frétta­blað­ið.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Ítrustu varúðar gætt við greftrun manneskju sem lést vegna COVID-19 í Indónesíu. Hálf milljón Indónesa hafa greinst með veiruna.
Bóluefnið ekki „töfralausn“ – dauðsföll vegna COVID komin yfir 1,5 milljónir
Brýnt er að allir haldi vöku sinni áfram næstu vikur og mánuði. Bóluefni gegn COVID-19 er væntanlegt en það mun engan veginn útrýma öllum þeim vandamálum sem faraldurinn hefur skapað.
Kjarninn 4. desember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Víst fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None