Allir þingmenn Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar búa í eigin húsnæði og um 90 prósent þingmanna Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna sömuleiðis en 60 prósent þingmanna Pírata eru á leigumarkaði.
Þetta er niðurstaða úttektar sem Morgunblaðið gerði á húsnæðiskosti þingmanna, og greint er frá í Morgunblaðinu í dag og á mbl.is. „Hlutfall þingmanna Framsóknarflokks og Viðreisnar sem eiga húsnæðið sem þeir búa í er það sama hjá báðum flokkum; 71 prósent,“ segir í frétt Morgunblaðsins.
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, upplýsti í svörum til Morgunblaðsins að hann byggi á stúdentagörðum við Eggertsgötu á meðan kona hans er við nám við Háskóla Íslands, að því er fram kemur fram í blaðinu í dag.
Töluverð umræða hefur verið um það að undanförnu að staða mála á húsnæðismarkaði sé slæm mikil vöntun er á litlum og meðalstórum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Fasteignaverð hækkaði um rúmlega 15 prósent í fyrra og gera spár ráð fyrir að það haldi áfram að hækka á næstunni.