Eyrir Invest eignast þriðjung í fyrirtæki Heiðu Kristínar og Oliver Luckett

Eyrir Invest hefur keypt stóran hlut í nýju fyrirtæki sem ætlar sé að byggja upp nýjar markaðs- og söluleiðir fyrir íslensk fyrirtæki þar sem áhersla verður lögð á að nýta internetið og aðlagast auknum hreyfanleika fólks.

efni hf.
Auglýsing

Fyr­ir­tækið Efni hf., sem ætlar að byggja upp nýjar mark­aðs- og sölu­leiðir fyrir íslensk fyr­ir­tæki sem fram­leiða hágæða vörur og þjón­ustu, hefur aukið hlutafé sitt og selt Eyri Invest þriðj­ung þess. Efni verður eftir það í eigu Heið­u Krist­ín­ar Helga­dótt­ur,  fram­kvæmda­stjóra ­fé­lags­ins og fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­manns Bjartrar fram­tíð­ar, og Oli­ver Luckett, sam­fé­lags­miðla­sér­fræð­ings sem er ­stjórn­ar­for­mað­ur­ ­fé­lags­ins, og Eyr­ir­ In­vest.

Í til­kynn­ingu vegna þessa segir að inter­netið og aukin hreyf­an­leiki fólks hafi breytt aðgengi fyr­ir­tækja að mörk­uðum og því hvernig neyt­endur og fyr­ir­tæki nálgist vör­ur. Því þurfi að beita nýjum aðgerðum við mark­aðs­setn­ingu til að ná til neyt­enda. „Á sama ­tíma hef­ur al­þjóð­leg­ur á­hug­i á Ís­land­i aldrei ver­ið ­meiri og ­mögu­leik­ar ­ís­lenskra ­fyr­ir­tækja til að ­mark­aðs­setj­a ­sig og ­ná til mjög stór­s hóps ­neyt­enda er því ­mik­ill. Fjar­lægð­in frá ­mörk­uð­u­m er ekki ­leng­ur hindr­un og Eyr­ir­ og Efn­i ­sjá mjög ­mörg tæki­færi til þess að nýta ­sér­ þessa breytt­u heims­mynd og ­færa ­ís­lenskt hug­vit og fram­leiðslu bein­t til ­neyt­enda ­með­ hjálp­ nú­tíma­tækn­i.“

Þórður Magn­ús­son, stjórn­ar­for­maður Eyris Invest, segir að aðgangur að sölu­leiðum hafi löngum verið ein stærsta hindr­unin í upp­bygg­ingu nýrra fyr­ir­tækja á Íslandi. „Í gegn­um ­tíð­ina hafa ­upp­kaup á dreifi­leið­u­m iðu­lega ver­ið eina ­færa ­leið­in til þess að kom­ast inn á al­þjóð­lega ­mark­að­i og ­ná ­uppsköl­un. Á und­an­förn­um árum hafa ver­ið að ­byggjast ­upp­ nýjar ­mark­aðs- og ­sölu­leið­ir í ­gegn­um inter­net­ið og ­net­sölu og við telj­u­m að ­með­ ­sam­starf­i við Efn­i og víð­tæka ­reynslu og þekk­ing­u Heið­u og Oli­vers gef­ist okk­ur ein­stakt tæki­færi til að taka þátt í þeirri ­upp­bygg­ing­u.“

Auglýsing

Heiða segir að Efni sé til­búið að hlaupa og hefj­ast handa við þetta stóra verk­efni. „Eyr­ir­ er frá­bær ­sam­starfs­að­il­i ­fyr­ir­ okk­ur Oli­ver, ­með­ langa ­reynslu og teng­ing­ar í ­ís­lensku við­skipta­lífi sem við mun­um kom­a til ­með­ að nýta okkur og ­sam­an ­get­u­m við lát­ið ­góð­ar­ hug­mynd­ir verða að veru­leika.“ 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Hitaspá á hádegi á laugardag: Fjólublái liturinn táknar frost á bilinu 12-20 stig.
Hrollvekjandi viðvaranir veðurfræðinga: „Stórhríð“ og „hörkufrost“
Ekkert nema norðan stormur í kortunum. Fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins. Hreinræktað heimskautaloft mun steypast yfir okkur. Dúða ætti leikskólabörn og spara heita vatnið. Viðvaranir vegna kuldakastsins næstu daga eru allt annað en blíðlegar.
Kjarninn 2. desember 2020
Angel Gurría, aðalritari OECD
OECD hvetur til fjárfestingar í menntun á Íslandi
Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni ættu stjórnvöld hér á landi að ráðast í samkeppniseflandi aðgerðir, auk fjárfestingar í menntun, rannsókn og þróun og aðgerðum sem miðla að grænum hagvexti.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None