Hætt við sameiningu Virðingar og Kviku

Stjórnir félaganna hafa tekið sameiginlega ákvörðun um að slíta viðræðum um sameiningu. Samrunaferlið hófst 28. nóvember.

Sigurður Atli Jónsson er forstjóri Kviku.
Sigurður Atli Jónsson er forstjóri Kviku.
Auglýsing

Stjórnir Virð­ingar  og Kviku banka hafa tekið sam­eig­in­lega ákvörðun um að slíta við­ræðum um sam­ein­ingu félag­anna. Í frétta­til­kynn­ingu kemur fram að ákvörðun um að enda sam­runa­ferlið, sem hófst form­lega 28. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn, sé tekin að vel ígrund­uðu máli og er það sam­eig­in­legt álit stjórna beggja félag­anna að full­reynt sé. „Starfs­fólk Virð­ingar og Kviku hefur lagt hart að sér við und­ir­bún­ing sam­run­ans og hefur sú vinna gengið afar vel þrátt fyrir þessa nið­ur­stöð­u.“

Stjórnir Virð­ingar og Kviku und­ir­­­rit­uðu í nóv­­em­ber 2016 vilja­yf­­­ir­lýs­ingu um að und­ir­­­búa sam­runa félag­anna tveggja undir nafni Kviku. Í aðdrag­anda sam­ein­ingar átti að lækka eigið fé Kviku um 600 millj­­­ónir króna og greiða lækk­­­un­ina til hlut­hafa bank­ans. Hlut­hafar Kviku áttu eftir sam­runa að eiga 70 pró­­­sent hlut í sam­ein­uðu félagi og hlut­hafar Virð­ingar 30 pró­­­sent hlut.

Auglýsing

Í til­­­kynn­ing­unni vegna und­ir­­­rit­unar vilja­yf­­­ir­lýs­ingar um sam­runa sagði: „Með sam­ein­ingu Kviku og Virð­ingar yrði til öfl­­­ugt fjár­­­­­mála­­­fyr­ir­tæki sem væri leið­andi á fjár­­­­­fest­inga­­­banka­­­mark­aði. Sam­einað félag yrði einn stærsti aðili í eigna­­­stýr­ingu á Íslandi með um 220 millj­­­arða króna í stýr­ingu og fjölda sjóða í rekstri s.s. verð­bréfa­­­sjóði, fjár­­­fest­ing­­ar­­sjóði, fram­taks­­­sjóði, fast­­­eigna­­­sjóði, veð­skulda­bréfa­­­sjóði og ýmsa fag­fjár­­­­­festa­­­sjóði. Auk þess myndi sam­einað félag ráða yfir öfl­­­ugum mark­aðsvið­­­skipt­um, fyr­ir­tækja­ráð­­­gjöf, sér­­­hæfðri lána­­­starf­­­semi og einka­­­banka­­­þjón­­­ustu.

Heim­ildir Kjarn­ans herma að erf­ið­lega hafi gengið í við­ræð­unum und­an­farin miss­eri og að form­legt slit þeirra komi fáum sem að þeim komu mikið á óvart.

Kvika banki hagn­að­ist um tæpa tvo millj­­arða króna í fyrra eftir skatta og arð­­semi eig­in­fjár hjá bank­­anum var 34,7 pró­­sent. Eignir Kviku dróg­ust saman á árinu um þrjú pró­­sent og voru 59,5 millj­­arðar króna um síð­­­ustu ára­­mót. Eigið fé bank­ans var 7,3 millj­­arðar króna og jókst á árinu þrátt fyrir að hlutafé hafi verið lækkað um millj­­arð króna á fyrri hluta síð­­asta árs. Eig­in­fjár­­hlut­­fallið var 20,6 pró­­sent í lok árs 2016. 

Stærstu hlut­hafar bank­ans eru í dag Líf­eyr­is­­­sjóður versl­un­­­ar­­­manna, Brim­­­garðar ehf. ( Í eigu Gunn­­ars Þórs Gísla­­sonar og syst­k­ina og Cold Rock Invest­­ment Ltd.), K2B fjár­­­fest­ingar (í eigu Svan­hildar Nönnu Vig­­fús­dótt­­ur), Varða Capi­­tal ehf. ( í eigu Gríms A. Garð­­­ar­s­­­son­­­ar, Edward Schmidt og Jónasar H. Guð­­­munds­­­son­­­ar), félagið Sigla ehf. (í eigu Tómasar Krist­jáns­­­son­­­ar, Finns Reys Stef­áns­­­sonar og Stein­unnar Jóns­dótt­­­ur),  og Grandier ehf. (í eigu Don­ald McCarthy, Þor­­steins Gunn­­ars Ólafs­­sonar og Sig­­urðar Bolla­­son­­ar).

Virð­ing sam­ein­að­ist Auði Capi­­­tal í byrjun árs 2014. Hlut­hafar Virð­ingar eru félag í eigu Krist­ínar Pét­­­ur­s­dótt­­­ur, Líf­eyr­is­­­sjóður Versl­un­­­ar­­­manna, Sam­ein­aði líf­eyr­is­­­sjóð­­­ur­inn, félag í eigu Guð­­­bjargar Eddu Egg­erts­dótt­­­ur, Stafir líf­eyr­is­­­sjóð­ir, félag í eigu Ármanns Þor­­­valds­­­sonar og með­­­fjár­­­­­festa, félag í eigu Vil­hjálms Þor­­­steins­­­sonar og félag í eigu Krist­ínar Jóhann­es­dóttur og Ásu Karenar Ásgeir­s­dótt­­­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None