Þorgerður Katrín segir ekki koma til greina að lækka veiðigjöld

Sjávarúvegs- og landbúnaðarráðherra segir engar sértækar lausnir í boði. Mun frekar eigi að hækka veiðigjöld og láta þau renna inn í sjóði sem geti brugðist við erfiðum aðstæðum.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Auglýsing

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, segir að það komi ekki til greina að lækka veiði­gjöld á sjáv­ar­út­veg. Rík­is­stjórnin muni ekki grípa til sér­tækra lausna til að leysa tíma­bundin vanda­mál atvinnu­greina. Mun frekar sé hún fylgj­andi því að veið­gjöld verði hækkuð og þau látin renna inn í stöð­ug­leika­sjóð eða auð­linda­sjóð sem geti brugð­ist við þegar erf­iðar aðstæður komi upp. Þetta segir ráð­herr­ann í sam­tali við Kjarn­ann.

Teitur Björn Ein­­ar­s­­son, þing­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks, sagði í dag að hann vildi að lækkun á veið­i­­­gjöldum á sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tæki verði skoð­uð. Veið­i­­­gjöld hafa lækkað um átta millj­­arða króna á örfáum árum á sama tíma og sjá­v­­­ar­út­­­vegur sem heild hefur farið í gegnum nær for­­dæma­­laust hagn­að­­ar­­skeið. Eigið fé atvinn­u­­grein­­ar­innar jókst um rúm­­lega 300 millj­­arða króna frá árinu 2008 til árs­loka 2015 þrátt fyrir að eig­endur útgerða hefðu greitt sér út 54,3 millj­­arða króna í arð á tíma­bil­inu.

Auglýsing

Teitur tók til máls und­ir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag. Þar fjall­aði hann um þá ákvörðun HB Granda að hætta bol­­fisksvinnslu í starfs­­stöð sinni á Akra­­nesi og sagð­i: 

Í stærra sam­hengi hluta er því miður hætt við því að þetta sé ekki ein­angrað til­­vik sem um ræð­­ir. Mikil hækkun launa, veru­­leg styrk­ing krón­unn­­ar, háir vextir setja fjöl­margar fisk­vinnslur í veru­­legan vanda víða um land og það er ekki hægt að horfa fram hjá því að gjöld á atvinn­u­­veg­inn umfram aðrar útflutn­ings­­greinar eru íþyngj­andi, gjöld sem leggj­­ast sér­­stak­­lega þungt á lítil og með­­al­­stór fisk­vinnslu­­fyr­ir­tæki á lands­­byggð­inni. Ef það er raun­veru­­legur vilji til þess að treysta atvinn­u­skil­yrði, auka starfs­ör­yggi starfs­­fólks og auka byggða­­festu hlýtur lækkun þeirra að vera einn val­­kostur sem er í stöð­unn­i.“

Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Vilja steypa Boris Johnson af stóli
Breska stjórnarandstaðan leitar nú að nýjum þingmanni sem gæti orðið forsætisráðherra Bretlands í stað Borisar Johnson. Jeremy Corbyn telur sig vera manninn í verkið, en ekki eru allir innan stjórnarandstöðunnar á sama máli.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Draumur um landakaup
Einhverjir hafa kannski, til öryggis, litið á dagatalið sl. föstudag þegar fréttir bárust af því að Bandaríkjaforseti hefði viðrað þá hugmynd að kaupa Grænland. Þetta var þó ekki aprílgabb og ekki í fyrsta skipti sem þessi hugmynd skýtur upp kollinum.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir
Ok skiptir heiminn máli
Kjarninn 17. ágúst 2019
Peningastefnunefnd í tíu ár
Gylfi Zoega segir að framtíðin muni leiða í ljós hvort áfram takist að ná góðum árangri eins og hafi verið gert með peningastefnu síðustu 10 ára á Íslandi en reynslan síðasta áratuginn sé samt staðfesting þess að það sé hægt ef vilji sé fyrir hendi.
Kjarninn 17. ágúst 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Nýir tímar á Norðurslóðum?
Kjarninn 17. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None