Þorgerður Katrín segir ekki koma til greina að lækka veiðigjöld

Sjávarúvegs- og landbúnaðarráðherra segir engar sértækar lausnir í boði. Mun frekar eigi að hækka veiðigjöld og láta þau renna inn í sjóði sem geti brugðist við erfiðum aðstæðum.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Auglýsing

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, segir að það komi ekki til greina að lækka veiði­gjöld á sjáv­ar­út­veg. Rík­is­stjórnin muni ekki grípa til sér­tækra lausna til að leysa tíma­bundin vanda­mál atvinnu­greina. Mun frekar sé hún fylgj­andi því að veið­gjöld verði hækkuð og þau látin renna inn í stöð­ug­leika­sjóð eða auð­linda­sjóð sem geti brugð­ist við þegar erf­iðar aðstæður komi upp. Þetta segir ráð­herr­ann í sam­tali við Kjarn­ann.

Teitur Björn Ein­­ar­s­­son, þing­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks, sagði í dag að hann vildi að lækkun á veið­i­­­gjöldum á sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tæki verði skoð­uð. Veið­i­­­gjöld hafa lækkað um átta millj­­arða króna á örfáum árum á sama tíma og sjá­v­­­ar­út­­­vegur sem heild hefur farið í gegnum nær for­­dæma­­laust hagn­að­­ar­­skeið. Eigið fé atvinn­u­­grein­­ar­innar jókst um rúm­­lega 300 millj­­arða króna frá árinu 2008 til árs­loka 2015 þrátt fyrir að eig­endur útgerða hefðu greitt sér út 54,3 millj­­arða króna í arð á tíma­bil­inu.

Auglýsing

Teitur tók til máls und­ir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag. Þar fjall­aði hann um þá ákvörðun HB Granda að hætta bol­­fisksvinnslu í starfs­­stöð sinni á Akra­­nesi og sagð­i: 

Í stærra sam­hengi hluta er því miður hætt við því að þetta sé ekki ein­angrað til­­vik sem um ræð­­ir. Mikil hækkun launa, veru­­leg styrk­ing krón­unn­­ar, háir vextir setja fjöl­margar fisk­vinnslur í veru­­legan vanda víða um land og það er ekki hægt að horfa fram hjá því að gjöld á atvinn­u­­veg­inn umfram aðrar útflutn­ings­­greinar eru íþyngj­andi, gjöld sem leggj­­ast sér­­stak­­lega þungt á lítil og með­­al­­stór fisk­vinnslu­­fyr­ir­tæki á lands­­byggð­inni. Ef það er raun­veru­­legur vilji til þess að treysta atvinn­u­skil­yrði, auka starfs­ör­yggi starfs­­fólks og auka byggða­­festu hlýtur lækkun þeirra að vera einn val­­kostur sem er í stöð­unn­i.“

Isavia mátti kyrrsetja vél ALC úr flota WOW air
Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu úr héraði, að Isavia hafi verið í fullum rétti að kyrrsetja vél úr flota WOW air.
Kjarninn 24. maí 2019
Magnús Halldórsson
Aðkallandi að hagræða í bankakerfinu
Kjarninn 24. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur hafa áskað grunnskólakennara með slæmum afleiðingum
Kjarninn 24. maí 2019
Skýrsla um neyðarlánið kemur á mánudag klukkan 16
Skýrsla um afdrif neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings, og hvernig unnið var úr veðinu sem tekið var vegna lánsins, verður birt á mánudaginn klukkan 16.
Kjarninn 24. maí 2019
Bann við notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerðarbreytingu sem bannar notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi.
Kjarninn 24. maí 2019
Pottersen
Pottersen
Pottersen 16. þáttur: Harry fer í bað
Kjarninn 24. maí 2019
Skattakóngar eða -drottningar verða ekki opinberaðar af skattinum
Ríkisskattstjóri mun ekki senda út upplýsingar til fjölmiðla um þá 40 einstaklinga sem greiða hæstu skattana, líkt og hann hefur gert árum saman. Ástæðan er ákvörðun Persónuverndar í máli gegn Tekjur.is.
Kjarninn 24. maí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Huawei missir Android og ARM leyfi, nýjar Macbook Pro tölvur komnar á markað og Game of Thrones Galaxy Fold á leiðinni
Kjarninn 24. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None