Rafræn rukkun prófuð í þjóðgarðinum

Bilastæðagjald er nú rukkað í Vatnajökulsþjóðgarði með nýstárlegum hætti.

Jökulsárlón.
Jökulsárlón.
Auglýsing

Raf­rænt eft­ir­lits- og inn­heimtu­kerfi, sem gerir rukkun bíla­stæða­gjalda mögu­lega, hefur nú verið sett upp við Vatna­jök­uls­þjóð­garð. Þetta kemur fram í Morg­un­blað­inu í dag.

„Vatna­jök­­uls­þjóð­garður hef­ur hingað til ekki verið að rukka inn bíla­­stæða­gjöld, en við erum að horfa til þess að geta gert það nún­a,“ seg­ir Þórður H. Ólafs­­son, fram­­kvæmda­­stjóri Vatna­jök­­uls­þjóð­garðs, um fyr­ir­hug­aða gjald­­töku við bíla­­stæði, í sam­tali við blað­ið.

Það er hug­­bún­að­ar­fyr­ir­tækið Compu­ter visi­on ehf. sem hef­ur sett kerfið upp en í um­­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­­blað­inu í dag seg­ir  Þórður að ein­ung­is sé verið að prófa vél­­arn­ar og hvernig þær reyn­ist.

Auglýsing

„Við erum ekki búin að ganga frá nein­um samn­ing­­um. Það er búið að koma vél­un­um sjálf­um fyr­ir en það er ekk­ert farið að rukka neitt,“ seg­ir Þórð­ur. 

Sér­stak­lega er horft til þess að byrja á bíla­stæð­unum við Skafta­fell, en þar er mesti fjöld­inn, einkum á háanna­tíma. Reiknað er með því að um 800 þús­und manns muni fara um Skafta­fell á þessu ári.

Tölu­verð umræða hefur átt sér stað að und­an­förnu um það hvernig megi aðgangs­stýra þeim mikla fjölda ferða­manna sem hingað kem­ur, og þá einkum við fjöl­farna staði. Reiknað er með því að um 2,3 millj­ónir ferða­manna sæki landið heim á þessu ári en í heild komu 1,8 millj­ónir manna til lands­ins í fyrra. Til sam­an­burðar voru innan við 500 þús­und sem komu til lands­ins árið 2010, og hefur vöxt­ur­inn því verið mik­ill á skömmum tíma.

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None