Frosti, Sigurður Kári og Þór Saari í bankaráð Seðlabankans

Nýtt bankaráð Seðlabanka Íslands var kjörið á Alþingi í dag.

losun-gjaldeyrishafta_17982606723_o.jpg
Auglýsing

Frosti Sig­ur­jóns­son, fyrr­ver­andi þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, Sig­urður Kári Krist­jáns­son, fyrr­ver­andi þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Þór Saari, fyrr­ver­andi þing­maður Borg­ara­hreyf­ing­ar­innar og Hreyf­ing­ar­inn­ar, eru meðal þeirra sem koma nýir inn í banka­ráð Seðla­banka Íslands. Kosið var í banka­ráðið á Alþingi í dag. 

Í nýju banka­ráði munu sitja Þór­unn Guð­munds­dótt­ir, Sig­urður Kári Krist­jáns­son, Sveinn Agn­ars­son, Auður Her­manns­dótt­ir, Björn Valur Gísla­son, Þór Saari og Frosti Sig­ur­jóns­son. 

Það eru því fjórir fyrr­ver­andi þing­menn jafn­margra flokka sem sitja nú í banka­ráði Seðla­banka Íslands. Þór­unn, sem hefur verið for­maður banka­ráðs frá árinu 2015, er lög­maður og einn eig­enda lög­manns­stof­unnar LEX. Sveinn Agn­ars­son er dós­ent við við­skipta­fræði­deild Háskóla Íslands og Auður Her­manns­dóttir er aðjúnkt við sömu deild. 

Auglýsing

Þór­unn, Auður og Björn Valur voru þegar í banka­ráð­inu, en úr því fara nú Jón Helgi Egils­son, Ingi­björg Ingva­dótt­ir, Ragnar Árna­son og Ágúst Ólafur Ágústs­son. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None