Frestur til auðveldari breytinga á stjórnarskrá að renna út

Frestur til þess að gera breytingar á stjórnarskránni án þess að rjúfa þing og kjósa aftur rennur út á sunnudaginn, án þess að breytingar hafi verið gerðar.

Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Auglýsing

Bráða­birgða­á­kvæði í stjórn­ar­skránni, sem kveður á um að auð­veld­ara sé að breyta stjórn­ar­skránni en venju­lega, rennur út á sunnu­dag­inn, 30. apríl 2017. Ákvæðið var sam­þykkt sem mála­miðlun í stjórn­ar­skrár­breyt­ingum á Alþingi í júlí árið 2013. Með bráða­birgða­á­kvæð­inu gafst tæp­lega fjög­urra ára frestur til þess að breyta stjórn­ar­skránni án þess að þurfa að rjúfa þing og boða til nýrra kosn­inga. 

Bráða­birgða­á­kvæðið var sett fram sem mála­miðlun og til þess að ná sem víð­tæk­astri sátt á Alþingi um fram­hald og lyktir end­ur­skoð­un­ar­innar á stjórn­ar­skránni, sem stóð á árunum eftir hrun og varð að nýrri stjórn­ar­skrá stjórn­laga­ráðs. Haldin var þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um til­lögur stjórn­laga­ráðs, þar sem til­lög­urnar voru sam­þykkt­ar. 

Þegar ljóst var undir lok kjör­tíma­bils­ins 2009 til 2013 að ekki myndi takast að koma stjórn­ar­skrár­breyt­ingum í gegn fyrir kosn­ingar var til­lagan um bráða­birgða­á­kvæðið flutt. Í henni kom fram að „sam­þykki Alþingi frum­varp til laga um breyt­ingu á stjórn­ar­skrá með minnst 3/5 hlutum greiddra atkvæða skal það borið undir atkvæði allra kosn­ing­ar­bærra manna í land­inu til sam­þykktar eða synj­un­ar.“ Ef frum­varpið væri sam­þykkt með 3/5 hlutum greiddra atkvæða í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni ætti for­set­inn að stað­festa frum­varpið innan tveggja vikna og þar með yrði það orðið að gildum stjórn­ar­skip­un­ar­lög­um. 

Auglýsing

Þannig var kom­ist hjá því að rjúfa þyrfti þing til að breyta stjórn­ar­skránni, en í stað­inn var kveðið á um auk­inn meiri­hluta bæði á þingi og meðal þjóð­ar­inn­ar. Sam­hliða þessu var flutt þings­á­lykt­un­ar­til­laga um að Alþingi fæli fimm manna nefnd að vinna áfram að heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­inn­ar. 

Þessi til­laga var lögð fram í tvígang og var sam­þykkt eftir að ný rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks hafði tekið við völdum eftir kosn­ing­arnar 2013. Síðan þá hefur verið unnið að stjórn­ar­skrár­breyt­ingum í stjórn­ar­skrár­nefnd, og Sig­urður Ingi Jóhanns­son lagði fram breyt­ing­ar­til­lögur að stjórn­ar­skránni í fyrra, þegar hann var for­sæt­is­ráð­herra. Ekk­ert hefur hins vegar orðið af breyt­ing­un­um, og nú mun frest­ur­inn til að gera breyt­ingar með þessum hætti renna út á sunnu­dag án þess að svo verð­i. 

Jóhanna Sig­urð­ar­dótt­ir, sem var for­sæt­is­ráð­herra þegar stjórn­laga­ráð starfaði, gerir þetta mál að umtals­efni á Face­book-­síðu sinni. Hún segir þar að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, eft­ir­maður hennar í for­sæt­is­ráð­herra­emb­ætt­inu, og Bjarni Bene­dikts­son, núver­andi for­sæt­is­ráð­herra, hafi borið mesta ábyrgð á því að ný stjórn­ar­skrá náði ekki fram að ganga. Þess í stað hafi mála­miðl­unin orðið til og nú falli hún úr gildi án þess að nokkuð af viti hafi verið gert í stjórn­ar­skrár­mál­in­u. 

Í hvaða lýð­ræð­is­ríki hefði stjórn­völdum lið­ist að gefa þjóð­inni bara langt nef eftir að mik­ill meiri­hluti þátt­tak­enda í þjóð­ar­at­kvæða­griðslu hefði krafið stjórn­völd um nýja stjórn­ar­skrá? Stjórn­ar­skrá sem þjóðin hefur kallað eftir í rúm 70 ár.“ 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kveikur
Kveikur sendir frá sér yfirlýsingu
Ritstjóri Kveiks segir að vinnubrögð RÚV og sá tími sem Samherja gafst til andsvara sé fyllilega í samræmi við lögbundar skyldur samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið og reglum sem hvíla á blaða- og fréttamönnum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Verkalýðsforystunni ekki skemmt
Ekki stendur á viðbrögðum í samfélaginu eftir afhjúpanir fréttaskýringaþáttarins Kveiks og Stundarinnar í gærkvöldi. Forysta stærstu verkalýðsfélaganna lætur ekki sitt eftir liggja í umræðunni.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Svandís: Mynd af græðgi sem fór úr böndunum
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að þær ávirðingar sem fram komu í umfjöllun Kveiks um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu séu stórmál. Hún segir að sú mynd sem dregin var upp í þættinum sé mynd af græðgi sem fór úr böndunum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.
Skattrannsóknarstjóri fékk nýlega gögn frá namibískum yfirvöldum
Embætti skattrannsóknarstjóra hefur bæst í hóp fjölmargra annarra rannsóknaraðila, hérlendis og erlendis, sem eru að skoða gögn um möguleg íslensk lögbrot í Namibíu. Opinberað var í gær að Samherji liggi undir grun um að hafa framið lögbrot.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Nýi Seðlabankastormurinn hófst eftir að Kveikur nálgaðist Þorstein Má
Þorsteinn Már Baldvinsson hefur frá því í lok síðasta mánaðar ítrekað ásakað RÚV og Helga Seljan um hafa verið gerendur í rannsókn á Samherja sem hófst 2012. Þegar ásakanirnar hófust hafði Þorsteini þegar verið greint frá umfjöllunarefni Kveiks.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Segir Kristján Þór Júlíusson hafa hitt „hákarlana“ frá Namibíu
Í Stundinni segir að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hafi kynnt Kristján Þór Júlíusson sem „sinn mann“ í ríkisstjórninni.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherji kennir Jóhannesi um allt – Segjast ekkert hafa að fela
Þorsteinn Már Baldvinsson segir það mikil vonbrigði að fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins hafi „hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunni að vera ólögmæt.“
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji hefur hagnast um 112 milljarða á átta árum
Samherji hefur hagnast gríðarlega á síðustu árum. Eigið fé samstæðunnar var 111 milljarðar króna um síðustu áramót. Fjárfestingar Samherja eru mun víðar en bara í sjávarútvegi.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None