Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er sest í stjórn Landsvirkjunar. Haraldur Flosi Tryggvason, lögmaður og fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, og Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, koma líka ný inn í stjórnina, sem Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra skipar.
Úr stjórninni fóru þau Jón Björn Hákonarson, Helgi Jóhannesson og Þórunn Sveinbjarnardóttir, sem höfðu öll setið í stjórn fyrirtækisins frá árinu 2014.
Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, og Jónas Þór Guðmundsson halda áfram í stjórninni, en Jónas er stjórnarformaður.
Varamenn í stjórn Landsvirkjunar eru: Ásta Björg Pálmadóttir, Páley Borgþórsdóttir, Lárus Elíasson, Ragnar Óskarsson og Albert Svan Sigurðsson.