Þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja ekki hafa fund með Ólafi opinn

Brynjar Níelsson víkur úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins í Búnaðarbankamálinu, en tjáir sig um það við Fréttablaðið í dag. Hann er þeirrar skoðunar að fundur með Ólafi Ólafssyni ætti ekki að vera opinn almenningi og fjölmiðlum.

BrynjarN.elsson.33.000.jpg Brynjar Nielsson
Auglýsing

Þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþing­is, Brynjar Níels­son og Njáll Trausti Frið­berts­son, telja að funda eigi með Ólafi Ólafs­syni um um þátt­töku Hauck & Auf­häuser í kaup­unum á Bún­að­ar­bank­anum á lok­uðum fundi. Þetta kom fram í Frétta­blað­inu í dag. 

Ólafur Ólafs­son sendi frá sér frétta­til­kynn­ingu fyrr í mán­uð­inum þar sem hann sagð­ist vilja fá að koma fyrir nefnd­ina og tjá sig vegna kaupa S-hóps­ins á hlut rík­is­ins í Bún­að­ar­bank­an­um. Þetta vildi hann gera í kjöl­far skýrslu sem rann­sókn­ar­nefnd Alþingis gaf út um kaupin þar sem kom­ist var að þeirri nið­ur­stöðu að hann hefði vís­vit­andi blekkt stjórn­völd, almenn­ing og fjöl­miðla. Hauck & Auf­häuser hafi aldrei verið fjár­festir í bank­anum í raun. Ólafur hafði ekki viljað ræða við nefnd­ina um málið og tjáði sig ekki í fjöl­miðlum eftir að skýrslan kom út. 

Líkt og Kjarn­inn hefur greint frá hefur Ólafur þó ekki sent form­lega beiðni til nefnd­ar­innar og því hefur nefndin ekki tekið afstöðu til þess hvort hann fái að mæta, hvort fund­ur­inn verði opinn blaða- og frétta­­mönnum né hvort að streymt verði frá honum á vef Alþingis svo að almenn­ingur geti fylgst með. Þetta sagði Jón Stein­dór Valdi­mars­son, þing­maður Við­reisnar og vara­for­maður nefnd­ar­inn­ar, við Kjarn­ann þann 18. apr­íl. Jón Stein­dór verður for­maður nefnd­ar­innar í vinnu tengdri þessu máli, eftir að Brynjar Níels­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og for­maður nefnd­ar­inn­ar, sam­þykkti að víkja úr nefnd­inni í mál­inu vegna tengsla. Ástæðan er sú að Brynjar var um tíma verj­andi Bjarka Diego í saka­­máli sem sner­ist um meint efna­hags­brot. Bjarki er einn þeirra sem gegndi lyk­il­hlut­verki í þeirri fléttu sem ofin var í kringum kaup­in. 

Auglýsing

Brynjar mun því ekki koma að mál­inu í nefnd­inni, en tjáir sig um sína skoðun í Frétta­blað­inu í dag. Hann segir að hans skoðun sé að fund­ur­inn eigi ekki að vera opinn fjöl­miðlum og almenn­ingi. „Ég er ekki viss um að hann eigi að vera í beinni útsend­ingu ef hann á að nýt­ast okkur eitt­hvað. Þá er þetta allt komið á þvæl­ing á meðan við erum á við­kvæmum stað í skoð­un­inni. Þá er hætt við að þessi umræða fari út og suður áður en við ljúkum okkar vinnu. Það getur verið óþægi­legt fyrir okkur en það er mitt mat. Við munum svo ræða það nánar í nefnd­inn­i,“ segir Brynjar við Frétta­blað­ið. 

Njáll Trausti Frið­berts­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, tekur undir með Brynj­ari, og telur óskyn­sam­legt að hafa fund­inn í beinni útsend­ing­u. 

Brynjar segir að hann hafi rætt við Ólaf á mið­viku­dag­inn og ítrekað ósk stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar um að fá grein­ar­gerð frá honum þar sem hann rök­styður beiðni sína um fund og hvaða nýju upp­lýs­ingar hann ætli að leggja fram fyrir nefnd­inni. Engin form­leg beiðni um fund hefur þó enn borist frá hon­um. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None