Ráðherra segir hamfaraspár ferðaþjónustunnar ekki trúverðugar

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir að breytingar á virðisaukaskatti ættu að vera gleðiefni, þar sem ferðamenn borgi aðeins meira en almenningur aðeins minna. Hann efast um málflutning ferðaþjónustunnar.

Þorsteinn Víglundsson, ráðherra félags- og húsnæðismála
Þorsteinn Víglundsson, ráðherra félags- og húsnæðismála
Auglýsing

Þor­steinn Víglunds­son, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, seg­ist leyfa sér að efast um þann mál­flutn­ing ferða­þjón­ust­unnar að breyt­ingar á virð­is­auka­skatti í grein­inni muni setja hana á hlið­ina. Þetta kemur fram á Face­book-­síðu ráð­herr­ans. 

Máli sínu til stuðn­ings birt­ist Þor­steinn mynd sem sýnir verð­þróun á gist­inu frá árinu 2010. „Í stuttu máli hefur verðið lið­lega tvö­fald­ast á sama tíma og almennt verð­lag hefur hækkað um 23%. Á sama tíma hefur nýt­ing­ar­hlut­fall gisti­rýma auk­ist jafnt og þétt.“ Þegar tekin séu saman áhrif verð­hækk­unar og betri nýt­ingar megi ætla að tekjur dæmi­gerðs hót­els hafi þre­fald­ast frá árinu 2010 til 2016. „Ham­fara­spár um áhrif þess­ara skatt­breyt­inga á rekstur og afkomu grein­ar­innar virka því ekki mjög trú­verð­ugar í þessu sam­hengi og eru engan veg­inn í takt við þær grein­ingar sem unnar hafa ver­ið.“ 

Þor­steinn segir að hörð mót­mæli ferða­þjón­ust­unnar við áformum stjórn­valda komi ekki á óvart, enda sé sjald­gæft að atvinnu­greinar fagni skatta­hækk­un­um. Til­gang­ur­inn er tví­þætt­ur, segir hann. „Í fyrsta lagi að hemja þann stjórn­lausa vöxt sem verið hefur í ferða­þjón­ustu á und­an­förnum miss­erum, Í öðru lagi að lækka almenna þrep virð­is­auka­skatts­ins sem þýðir að allur almenn­ingur mun borga aðeins lægri virð­is­auka en ferða­menn aðeins hærri. Þannig nýtur þá almenn­ingur þess upp­gangs sem verið hefur í þess­ari mik­il­vægu atvinnu­grein.“

Auglýsing

Það sé ekki eft­ir­sókn­ar­vert að vöxtur ferða­þjón­ust­unnar sé taum­laus, og horfa verði til sam­fé­lags­legra þol­marka ekki síður en þeirra jákvæðu efna­hags­legu áhrifa sem vöxtur ferða­þjón­ustu hafi vissu­lega haft. 

Mik­il­vægt sé að ná tökum á þess­ari þróun og draga þannig úr ruðn­ings­á­hrifum sem greinin er farin að valda, meðal ann­ars á vinnu­mark­aði og gagn­vart öðrum útflutn­ings­greinum vegna styrk­ingar krón­unn­ar, en ekki síður á hús­næð­is­mark­að­i. 

„Sam­hliða þessu verður almennt þrep virð­is­auka­skatts lækkað og verður þar með það lægsta á Norð­ur­lönd­un­um. Í stuttu máli þýðir þetta að ferða­menn borga aðeins meira en allur almenn­ingur aðeins minna í virð­is­auka­skatt. Það ætti að vera gleði­efni fyrir okkur öll.“ Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None