Sigmundur Davíð: „Nei, ég er ekki að fara í borgina“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist ekki vera á leið í borgarmálin, þótt hann hafi verið hvattur til þess af áhrifafólki innan Framsóknar. Margt sé ógert í landsmálunum sem hann vilji taka þátt í.

sigmundur davíð
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­maður hans, seg­ist ekki vera á leið í borg­ar­málin þótt áhrifa­menn innan flokks­ins hafi hvatt hann til þess að leiða lista flokks­ins í næstu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um. 

„Nei ég er ekki að fara í borg­ina. Ég er auð­vitað í Norð­aust­ur­kjör­dæmi og það er margt ógert þar, en líka á lands­vísu, og miklar breyt­ingar framund­an. Mjög miklar breyt­ingar framundan í íslenskri póli­tík almennt og mjög stór tæki­færi sem er gríð­ar­lega mik­il­vægt að menn nýti og geri það rétt,“ sagði Sig­mundur Davíð í við­tali í Bít­inu á Bylgj­unni í morg­un. 

Hann sagði að það væri ekki skrítið að menn væru farnir að velta fyrir sér borg­ar­mál­un­um, því þar sé sann­ar­lega af ýmsu að taka og ekki veiti af því að gera heil­miklar breyt­ing­ar. „Það blasir auð­vitað við fólki að skipu­lag allra hluta, hvort sem það eru skipu­lags­málin eða hvernig borgin er rekin í sam­göngu­mál­um, í við­haldi gatna og ann­arra mann­virkja, sorp­hirða, það er svona allt sem að almenn­ingur líti á sem helstu hlut­verk borg­ar­yf­ir­valda, hefur verið í hálf­gerðum ólestri,“ sagði Sig­mundur Dav­íð. 

Auglýsing

Stjórn­ar­and­staðan í borg­inni hafi verið mild við meiri­hlut­ann, nema Fram­sókn og flug­vall­ar­vin­ir. Sig­mundur seg­ist ekki heyra annað en að mjög mik­ill vilji sé til að sjá veru­legar breyt­ingar í borg­inni á næsta kjör­tíma­bil­i. 

Það sé rétt að ýmsir sem láti sig borg­ar­málin miklu varða, ekki síst innan Fram­sókn­ar­flokks­ins, hafi viðrað hug­myndir um að hann fari í borg­ar­mál­in. „Auð­vitað þykir manni vænt um það að þeir sem vilja fá mann í borg­ar­málin tali um það við mann.En svo eru kannski hinir líka sem vilja losna við mann úr lands­mál­unum og manni þykir ekki alveg jafn vænt um það. Aðal­at­riðið er nú þetta að það eru líka gríð­ar­lega stór mál fram undan í lands­mál­unum sem ég hef mik­inn áhuga á að taka þátt í og miklar skoð­anir á hvernig þurfi að gera svo­leiðis að ég ætla að halda mig við þann vett­vang.“

Hann var einnig spurður að því hvort ekki væri gróið um heilt innan Fram­sókn­ar­flokks­ins eftir mikil átök þar síð­ustu miss­eri. „Nei, nei. Ég væri ekki heið­ar­legur ef ég reyndi að halda því fram,“ sagði Sig­mundur Dav­íð. Hann ætl­aði sér hins vegar að ræða stöð­una innan flokks­ins á þeim vett­vangi fyrst. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fyrstu tölur úr Norðvesturkjördæmi
None
Kjarninn 25. september 2021
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None