Fimmti hver Íslendingur var erlendis í apríl

Stóraukin einkaneysla endurspeglast í mikilli fjölgun utanlandsferða og verslun Íslendinga á netinu. Kortavelta Íslendinga í útlöndum hefur aldrei verið meiri en í apríl síðastliðnum

flug
Auglýsing

Korta­velta Íslend­inga hefur aldrei mælst eins há og í apríl síð­ast­liðnum ef leið­rétt er fyrir þróun á gengi krón­unnar á tíma­bil­inu. Þetta kemur fram á vef Íslands­banka. Alls nam aukn­ing á korta­veltu í útlöndum á milli ára í apríl um 62 pró­sent en það er mesta aukn­ing sem mælst hefur eins langt aftur og tölur ná. Aukn­ingin á veltu inn­an­lands var hins vegar lítil sem eng­in. Ástæðan er sú að um 18 pró­sent þjóð­ar­innar var erlendis á tíma­bil­inu.

Hlut­fall korta­veltu Íslend­inga í útlöndum var 17,3 pró­sent af heild­ar­korta­veltu Íslend­inga í apríl og hefur hlut­fallið aldrei verið hærra. Þessa aukn­ingu má rekja bæði til aukn­ingu utan­lands­ferða og að net­verslun hefur stór­auk­ist. Íslands­banki telur þessa að þróun gefi skýra mynd um að einka­neyslu­vöxtur verði umtals­verður á næst­unni.

Færri heima að strauja

Aukn­ingu á korta­veltu Íslend­inga í útlöndum end­ur­spegl­ast í tölum Ferða­mála­stofu Íslands um brott­farir Íslend­inga frá Kefla­vík­ur­flug­velli. Síð­ast­lið­inn apríl var næst fjöl­menn­asti mán­uður í sögu utan­lands­ferða og fóru um 62.200 Íslend­ingar erlendis í apríl eða um 18 pró­sent þjóð­ar­inn­ar. Eini mán­uð­ur­inn þar sem utan­lands­ferðir hafa verið fleiri var í Júní 2016 en þá juk­ust utan­lands­ferðir Íslend­inga til muna í kjöl­far Evr­ópu meist­ara­móts­ins í knatt­spyrnu.

Auglýsing

Á sama tíma og útlend korta­velta jókst um 62 pró­sent í apríl á milli ára jókst inn­lend korta­velta Íslend­inga aðeins um 0,2 pró­sent að raun­virði sem er hæg­asti vöxtur á milli ára í tvö ár. Sam­kvæmt Íslands­banka má að ein­hverju leyti rekja hægan vöxt inn­lendrar korta­veltu til þess að um 18 pró­sent þjóð­ar­innar var erlendis á tíma­bil­inu.

Ferða­menn eyða minna á mann en áður

Heildar korta­velta erlendra greiðslu­korta jókst um 25 pró­sent í krónum talið á milli ára á meðan heild­ar­fjöldi erlendra gesta jókst um 62 pró­sent á sama tíma. Ef tekið er til­lit til geng­is­hreyf­inga jókst korta­veltan hins vegar um 47 pró­sent sem er nær þróun á fjölda erlendra gesta.

Þetta gefur til kynna að ferða­menn taki frekar mið af neyslu í heima­mynt sinni. Sam­kvæmt Íslands­banka útskýrir þetta hvers vegna aukn­ing á korta­veltu ferða­manna end­ur­spegl­ast ekki í fjölgun þeirra á milli ára. Styrk­ing krón­unnar gagn­vart erlendum gjald­miðlum valdi því að erlendir ferða­menn sem reikna útgjöld í heima­mynt eyða færri krónum en áður.

Þrátt fyrir þessa aukn­ingu á korta­veltu Íslend­inga í útlöndum og að neysla á hvern ferða­mann hefur dreg­ist saman hefur aldrei mælst eins mik­ill afgangur af korta­veltu­jöfn­uði og í apríl síð­ast­liðn­um. Korta­velta Íslend­inga í útlöndum nam 11,9 millj­örðum í apríl og var korta­veltu­jöfn­uður jákvæður um rúma 6,4 millj­arða

Afgang­inn má rekja beint til fjölda ferða­manna hér á landi í sam­an­borið við fjölda Íslend­inga sam­kvæmt vef Íslands­banka.

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent