Fimmti hver Íslendingur var erlendis í apríl

Stóraukin einkaneysla endurspeglast í mikilli fjölgun utanlandsferða og verslun Íslendinga á netinu. Kortavelta Íslendinga í útlöndum hefur aldrei verið meiri en í apríl síðastliðnum

flug
Auglýsing

Korta­velta Íslend­inga hefur aldrei mælst eins há og í apríl síð­ast­liðnum ef leið­rétt er fyrir þróun á gengi krón­unnar á tíma­bil­inu. Þetta kemur fram á vef Íslands­banka. Alls nam aukn­ing á korta­veltu í útlöndum á milli ára í apríl um 62 pró­sent en það er mesta aukn­ing sem mælst hefur eins langt aftur og tölur ná. Aukn­ingin á veltu inn­an­lands var hins vegar lítil sem eng­in. Ástæðan er sú að um 18 pró­sent þjóð­ar­innar var erlendis á tíma­bil­inu.

Hlut­fall korta­veltu Íslend­inga í útlöndum var 17,3 pró­sent af heild­ar­korta­veltu Íslend­inga í apríl og hefur hlut­fallið aldrei verið hærra. Þessa aukn­ingu má rekja bæði til aukn­ingu utan­lands­ferða og að net­verslun hefur stór­auk­ist. Íslands­banki telur þessa að þróun gefi skýra mynd um að einka­neyslu­vöxtur verði umtals­verður á næst­unni.

Færri heima að strauja

Aukn­ingu á korta­veltu Íslend­inga í útlöndum end­ur­spegl­ast í tölum Ferða­mála­stofu Íslands um brott­farir Íslend­inga frá Kefla­vík­ur­flug­velli. Síð­ast­lið­inn apríl var næst fjöl­menn­asti mán­uður í sögu utan­lands­ferða og fóru um 62.200 Íslend­ingar erlendis í apríl eða um 18 pró­sent þjóð­ar­inn­ar. Eini mán­uð­ur­inn þar sem utan­lands­ferðir hafa verið fleiri var í Júní 2016 en þá juk­ust utan­lands­ferðir Íslend­inga til muna í kjöl­far Evr­ópu meist­ara­móts­ins í knatt­spyrnu.

Auglýsing

Á sama tíma og útlend korta­velta jókst um 62 pró­sent í apríl á milli ára jókst inn­lend korta­velta Íslend­inga aðeins um 0,2 pró­sent að raun­virði sem er hæg­asti vöxtur á milli ára í tvö ár. Sam­kvæmt Íslands­banka má að ein­hverju leyti rekja hægan vöxt inn­lendrar korta­veltu til þess að um 18 pró­sent þjóð­ar­innar var erlendis á tíma­bil­inu.

Ferða­menn eyða minna á mann en áður

Heildar korta­velta erlendra greiðslu­korta jókst um 25 pró­sent í krónum talið á milli ára á meðan heild­ar­fjöldi erlendra gesta jókst um 62 pró­sent á sama tíma. Ef tekið er til­lit til geng­is­hreyf­inga jókst korta­veltan hins vegar um 47 pró­sent sem er nær þróun á fjölda erlendra gesta.

Þetta gefur til kynna að ferða­menn taki frekar mið af neyslu í heima­mynt sinni. Sam­kvæmt Íslands­banka útskýrir þetta hvers vegna aukn­ing á korta­veltu ferða­manna end­ur­spegl­ast ekki í fjölgun þeirra á milli ára. Styrk­ing krón­unnar gagn­vart erlendum gjald­miðlum valdi því að erlendir ferða­menn sem reikna útgjöld í heima­mynt eyða færri krónum en áður.

Þrátt fyrir þessa aukn­ingu á korta­veltu Íslend­inga í útlöndum og að neysla á hvern ferða­mann hefur dreg­ist saman hefur aldrei mælst eins mik­ill afgangur af korta­veltu­jöfn­uði og í apríl síð­ast­liðn­um. Korta­velta Íslend­inga í útlöndum nam 11,9 millj­örðum í apríl og var korta­veltu­jöfn­uður jákvæður um rúma 6,4 millj­arða

Afgang­inn má rekja beint til fjölda ferða­manna hér á landi í sam­an­borið við fjölda Íslend­inga sam­kvæmt vef Íslands­banka.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hlaðvarp, vísanir inn á Hringbraut og myndbönd grundvöllur milljarðakröfu Sýnar
Fyrrverandi eigendur þeirra miðla sem mynduðu einu sinni fjölmiðlasamsteypuna 365 hefur tekist að selja þá frá sér fyrir milljarða króna á síðustu árum. Nýir eigendur hafa lent í rekstrarerfiðleikum með miðlana.
Kjarninn 29. febrúar 2020
Aukning í byggingu dýrra íbúða átti sinn þátt í aukinni fjármunamyndun.
Fjármunamyndun í húsnæði ekki hærri síðan árið 2007
Alls jókst fjármunamyndun í íbúðarhúsnæði um 167 milljarða króna á árinu 2019 þrátt fyrir að dregið hafi verulega úr hækkun húsnæðisverðs. Nýjar íbúðir á markaði, margar hverjar í dýrari kantinum, og hagstæðari skilyrði til niðurgreiðslu lána skiptu máli.
Kjarninn 29. febrúar 2020
Eigið fé Landsvirkjunar aukist um 34 milljarða á þremur árum
Samanlagt eigið fé þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna nemur nú um 700,7 milljörðum króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
EVE Fanfest frestað vegna COVID-19 veirunnar
Hátíðin hefur verið lykilatburður í markaðsstarfi CCP undanfarin ár.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent