Fimmti hver Íslendingur var erlendis í apríl

Stóraukin einkaneysla endurspeglast í mikilli fjölgun utanlandsferða og verslun Íslendinga á netinu. Kortavelta Íslendinga í útlöndum hefur aldrei verið meiri en í apríl síðastliðnum

flug
Auglýsing

Korta­velta Íslend­inga hefur aldrei mælst eins há og í apríl síð­ast­liðnum ef leið­rétt er fyrir þróun á gengi krón­unnar á tíma­bil­inu. Þetta kemur fram á vef Íslands­banka. Alls nam aukn­ing á korta­veltu í útlöndum á milli ára í apríl um 62 pró­sent en það er mesta aukn­ing sem mælst hefur eins langt aftur og tölur ná. Aukn­ingin á veltu inn­an­lands var hins vegar lítil sem eng­in. Ástæðan er sú að um 18 pró­sent þjóð­ar­innar var erlendis á tíma­bil­inu.

Hlut­fall korta­veltu Íslend­inga í útlöndum var 17,3 pró­sent af heild­ar­korta­veltu Íslend­inga í apríl og hefur hlut­fallið aldrei verið hærra. Þessa aukn­ingu má rekja bæði til aukn­ingu utan­lands­ferða og að net­verslun hefur stór­auk­ist. Íslands­banki telur þessa að þróun gefi skýra mynd um að einka­neyslu­vöxtur verði umtals­verður á næst­unni.

Færri heima að strauja

Aukn­ingu á korta­veltu Íslend­inga í útlöndum end­ur­spegl­ast í tölum Ferða­mála­stofu Íslands um brott­farir Íslend­inga frá Kefla­vík­ur­flug­velli. Síð­ast­lið­inn apríl var næst fjöl­menn­asti mán­uður í sögu utan­lands­ferða og fóru um 62.200 Íslend­ingar erlendis í apríl eða um 18 pró­sent þjóð­ar­inn­ar. Eini mán­uð­ur­inn þar sem utan­lands­ferðir hafa verið fleiri var í Júní 2016 en þá juk­ust utan­lands­ferðir Íslend­inga til muna í kjöl­far Evr­ópu meist­ara­móts­ins í knatt­spyrnu.

Auglýsing

Á sama tíma og útlend korta­velta jókst um 62 pró­sent í apríl á milli ára jókst inn­lend korta­velta Íslend­inga aðeins um 0,2 pró­sent að raun­virði sem er hæg­asti vöxtur á milli ára í tvö ár. Sam­kvæmt Íslands­banka má að ein­hverju leyti rekja hægan vöxt inn­lendrar korta­veltu til þess að um 18 pró­sent þjóð­ar­innar var erlendis á tíma­bil­inu.

Ferða­menn eyða minna á mann en áður

Heildar korta­velta erlendra greiðslu­korta jókst um 25 pró­sent í krónum talið á milli ára á meðan heild­ar­fjöldi erlendra gesta jókst um 62 pró­sent á sama tíma. Ef tekið er til­lit til geng­is­hreyf­inga jókst korta­veltan hins vegar um 47 pró­sent sem er nær þróun á fjölda erlendra gesta.

Þetta gefur til kynna að ferða­menn taki frekar mið af neyslu í heima­mynt sinni. Sam­kvæmt Íslands­banka útskýrir þetta hvers vegna aukn­ing á korta­veltu ferða­manna end­ur­spegl­ast ekki í fjölgun þeirra á milli ára. Styrk­ing krón­unnar gagn­vart erlendum gjald­miðlum valdi því að erlendir ferða­menn sem reikna útgjöld í heima­mynt eyða færri krónum en áður.

Þrátt fyrir þessa aukn­ingu á korta­veltu Íslend­inga í útlöndum og að neysla á hvern ferða­mann hefur dreg­ist saman hefur aldrei mælst eins mik­ill afgangur af korta­veltu­jöfn­uði og í apríl síð­ast­liðn­um. Korta­velta Íslend­inga í útlöndum nam 11,9 millj­örðum í apríl og var korta­veltu­jöfn­uður jákvæður um rúma 6,4 millj­arða

Afgang­inn má rekja beint til fjölda ferða­manna hér á landi í sam­an­borið við fjölda Íslend­inga sam­kvæmt vef Íslands­banka.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent