Vill skoða skattaívilnun til fjölmiðla

Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur áhyggjur af stöðu einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Hann vill skoða ívilnanir í gegnum skattkerfið.

Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra er gestur Kjarnans í kvöld.
Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra er gestur Kjarnans í kvöld.
Auglýsing

Skyn­sam­leg leiðin til að bæta rekstr­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla gæti verið að skoða skatt­kerfið og íviln­anir í því til fjöl­miðla. Þetta segir Krist­ján Þór Júl­í­us­son, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra. 

Krist­ján Þór er gestur sjón­varps­þátt­ar­ins Kjarn­ans á Hring­braut í kvöld. Umfjöll­un­ar­efni þátt­ar­ins er fjöl­miðlaum­hverfið á Íslandi, en það er að taka marg­þættum breyt­ingum um þessar mund­ir. Frétta­tím­inn er far­inn í þrot, fjar­skipta­fyr­ir­tæki eru að verða stærst á fjöl­miðla­mark­aði með kaupum Fjar­skipta á stærstum hluta 365 miðla og mikil vand­ræði eru innan Pressu­sam­steypunn­ar. Á sama tíma hefur RÚV tek­ist að snúa stöð­unni hjá sér, að hluta til með lóða­sölu. 

Ráð­herra hefur áhyggjur af stöð­unn­i. „Við erum í upp­sveiflu og þetta ætti að geta gengið þokka­lega vel. Ég hef veru­legar áhyggjur af því að þegar nið­ur­sveiflan kemur þá þrengi enn meira að þessu starf­i,“ segir hann. Hann seg­ist telja skyn­sam­legt að skoða rekstr­ar­um­hverfið út frá skatta­lega þætt­in­um. „Skoða skatt­kerfið og íviln­anir þar til prent­miðla, til vef­miðla þess vegna, og svo fram­veg­is.“ 

Auglýsing

For­veri Krist­jáns Þórs, Ill­ugi Gunn­ars­son, skip­aði nefnd til að skoða rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla, og Krist­ján á von á því að nefndin skili til­lögum sínum fyrir mán­aða­mót. . Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent