70% á móti áfengisfrumvarpinu

Meirihluti landsmanna er á móti frumvarpi sem heimilar áfengi í búðir. Meiri andstaða meðal kvenna en karla, og hún eykst eftir aldri. Fólk á aldrinum 18 til 29 er að meirihluta til fylgjandi frumvarpinu.

Vínbúðin
Auglýsing

Tæp­lega sjö af hverjum tíu Íslend­ingum eru mót­fallnir frum­varpi um sölu á áfengi í versl­un­um, sam­kvæmt nýrri könnun sem gerð var af Rún­ari Vil­hjálms­syni pró­fessor við HÍ með Félags­vís­inda­stofnun HÍ. BSRB styrkti rann­sókn­ina og greinir frá þessu. 

69,2 pró­sent aðspurðra voru á móti því að frum­varp­ið, sem nú er til með­ferðar á Alþingi, verði að lög­um. 30,8 pró­sent aðspurðra voru því fylgj­andi. Mest er and­staðan við frum­varpið meðal stuðn­ings­fólks Vinstri grænna, 88,8 pró­sent. 82,6 pró­sent kjós­enda Sam­fylk­ing­ar­innar eru á móti frum­varp­inu og 77,8 pró­sent kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins. 

Meiri­hluti stuðn­ings­manna allra flokka eru á móti frum­varp­inu. And­staðan er 54,4% hjá kjós­endum Sjálf­stæð­is­flokks, 54,8% hjá kjós­endum Við­reisnar og 56,8% hjá kjós­endum Bjartrar fram­tíð­ar. Þá eru 58,4% kjós­enda Pírata and­vígir því að frum­varpið nái fram að ganga. 

Auglýsing

Meiri and­staða er við frum­varpið meðal kvenna en karla. Næstum því fjórar af hverjum fimm kon­um, eða 77,8 pró­sent, eru á móti frum­varp­inu, en um þrír af hverjum fimm körlum, eða 60,6%. 

And­staðan við frum­varpið eykst með hækk­andi aldri, en í einum ald­urs­hópi er meiri­hluti fylgj­andi því að frum­varpið nái fram að ganga. Það er meðal fólks á aldr­inum 18 til 29 ára, þar sem 53,7 pró­sent svar­enda eru fylgj­andi frum­varp­in­u. 

Meiri and­staða er á lands­byggð­inni en á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, 74% miðað við 66,5% á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u. 

Í nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar segir að mik­ill meiri­hluti lands­manna sé and­vígur frum­varp­inu, og nið­ur­stöð­urnar séu svip­aðar fyrri könn­unum um sama efni. Þá megi geta þess að allir helstu fag­að­ilar og stofn­anir á þessu sviði hafi lagst gegn frum­varp­inu. „Það vekur því nokkra furðu að tíma Alþingis sé varið í umfjöllun um mál af þessu tagi þing eftir þing. Vand­séð er að flutn­ings­menn gangi erinda almenn­ings eða sam­fé­lags í mála­rekstri sín­um.“ 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fyrstu tölur úr Norðvesturkjördæmi
None
Kjarninn 25. september 2021
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent