Sigmundi Davíð fannst ræða Sigurðar Inga „ekkert sérstök“

Átökin í Framsóknarflokknum virðast ekki vera nálægt því að linna þrátt fyrir að formaður flokksins hafi kallað eftir aukinni samstöðu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fagnar því að flokksþing fari fram í janúar.

Sigurður Ingi Jóhannsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Auglýsing

Vor­fundur mið­stjórnar Fram­sókn­ar­flokks­ins fór fram í dag. Búist var við átaka­fundi, enda flokk­ur­inn í sárum eftir mikil inn­an­flokksá­tök, verstu útreið sína í kosn­ingum í sög­unni og algjöra úti­lokun frá form­legum stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um. Fund­ur­inn stóð undir þeim vænt­ingum sem til hans voru gerð­ar. Fylk­ingar sem styðja ann­ars vegar sitj­andi for­mann og hins vegar fyrr­ver­andi for­mann tók­ust á.

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hélt ræðu við upp­haf fundar og kall­aði eftir meiri sam­stöðu í þing­flokki Fram­sókn­ar­flokks­ins. Hann gagn­rýndi þá sem hefðu gagn­rýnt nið­ur­stöðu síð­asta flokks­þings, þegar Sig­urður Ingi felldi Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son úr for­manns­stóli í dramat­ískri for­manns­kosn­ingu. Hollt og gott væri að flokks­menn væru ósam­mála og að þeir rök­ræddu um mál­in, en ákvörðun sé þó alltaf tekin með lýð­ræð­is­legum hætti á end­anum og það verði að virða. 

Sam­kvæmt end­ur­sögn RÚV úr ræðu Sig­urðar Inga sagði hann svo: „ En það virð­ist ekki öllum gefið að geta sætt sig við það sem  flokks­menn ákveða með lýð­ræð­is­legum aðferð­um. Í Morg­un­blað­inu í gær mátti lesa hvaða augum sumir líta flokk­inn okkar og ákvarð­anir okkar flokks­manna. Þar segir ein­hver að rán hafi átt sér stað í haust og þeir, sem á að hafa verið rænt frá, fyr­ir­gefi ekki slíkan gjörn­ing, ekki núna, ekki seinna! Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, hefur verið við­haft af minna til­efni. Það sem ég spyr mig að er; er þetta sam­vinnu­maður sem talar svona,  þetta er ekki  sér­lega fram­sókn­ar­leg nálg­un? Og hvaða fyr­ir­gefn­ingu er verið að tala um, við hvern á að segja „sor­rí“? Hin almenna fram­sókn­ar­mann, meiri­hluta full­trúa á flokks­þingi? Á flokks­þingi í haust var tek­ist á. Svo virð­ist sem sumir líti á nið­ur­stöðu þess þings sem ein­hvers konar svik við hluta flokks­ins. Það er að segja, að meiri­hlut­inn hafi svikið minni­hlut­ann. Og nú sé bara spurn­ingin hvenær þau svik verði leið­rétt.“

Auglýsing

Sig­mundur Davíð sagði við RÚV að honum hafi þótt ræða Sig­urðar Inga „ekk­ert sér­stök“. Það væri ekki búið að gera upp það sem hefði átt sér stað á síð­asta flokks­þingi og það hafi áhrif á sam­bandið milli hans og sitj­andi for­manns. Mið­stjórn­ar­fund­ur­inn sam­þykkti að halda flokks­þing í jan­úar næst­kom­andi og sagði Sig­mundur Davíð það vera „sig­ur“. Hann vildi ekki svara því með afger­andi hætti hvort hann myndi bjóða sig fram til for­manns á ný á því flokks­þingi. „Ég ætla að meta það hvernig málin þró­ast næstu miss­er­in,“ sagði Sig­mundur Davíð við RÚV.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt en ekki bara kæranda einum
Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að breytingum á stjórnsýslu jafnréttismála, sem fela meðal annars í sér að kærendum í jafnréttismálum verði ekki lengur stefnt einum fyrir dóm, uni gagnaðili ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
Forseti Brasilíu greinist með COVID-19 en segist ekkert óttast
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu greindi frá því í dag að hann hefði greinst með COVID-19, en hann hefur fundið fyrir slappleika frá því á sunnudag. Forsetinn hefur kallað veiruna aumt kvef, en 65.000 Brasilíumenn liggja í valnum eftir að hafa smitast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Mikið var um að vera á COVID-19 göngudeild Landspítala í mars og apríl.
Færri alvarlega veikir – en er veiran að mildast?
Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að alvarlegum kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega. Í nýju svari á Vísindavefnum er farið yfir nokkra möguleika sem kunna að útskýra hvers vegna veiran virðist vera að veikjast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir samstarfið
Sóttvarnalæknir segir að Íslensk erfðagreining hafi „nokkuð óvænt“ lýst því yfir í gær að hún muni hætta að skima á landamærum í næstu viku. Leitað verður annarra leiða til að halda landamæraskimun áfram.
Kjarninn 7. júlí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Skrifist á Sjálfstæðisflokkinn og „hamfarakapítalismann þeirra“
Þingmaður Pírata segir að sama hvert litið er hafi Sjálfstæðisflokkurinn undanfarna áratugi notað valdastöðu sína til að moka verkefnum yfir á einkageirann en að ábyrgðin sé samt áfram hjá ríkinu. Þar vísar hann meðal annars til ástandsins í skimunum.
Kjarninn 7. júlí 2020
Lárus Sigurður Lárusson er fyrsti stjórnarformaður nýs Menntasjóðs námsmanna.
Lilja skipar Lárus sem stjórnarformann Menntasjóðs námsmanna
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Lárus Sigurð Lárusson lögmann sem stjórnarformann nýs Menntasjóðs námsmanna. Hann leiddi lista Framsóknar í Reykjavík norður til síðustu alþingiskosninga.
Kjarninn 7. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Kári: Þú hreyfir þig ekki hægt í svona ástandi
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur boðið forsætisráðherra að koma til hans á fund í Vatnsmýrinni þar sem fyrirtækið er til húsa.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Korta.
Fjártæknifyrirtækið Rapyd kaupir Korta
Fjártæknifyrirtækið Rapyd hyggst samþætta og útvíkka starfsemi Korta í posa- og veflausnum, ásamt því að „efla starfsemina á Íslandi með áframhaldandi vexti og ráðningu starfsfólks“.
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent