Sigmundi Davíð fannst ræða Sigurðar Inga „ekkert sérstök“

Átökin í Framsóknarflokknum virðast ekki vera nálægt því að linna þrátt fyrir að formaður flokksins hafi kallað eftir aukinni samstöðu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fagnar því að flokksþing fari fram í janúar.

Sigurður Ingi Jóhannsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Auglýsing

Vor­fundur mið­stjórnar Fram­sókn­ar­flokks­ins fór fram í dag. Búist var við átaka­fundi, enda flokk­ur­inn í sárum eftir mikil inn­an­flokksá­tök, verstu útreið sína í kosn­ingum í sög­unni og algjöra úti­lokun frá form­legum stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um. Fund­ur­inn stóð undir þeim vænt­ingum sem til hans voru gerð­ar. Fylk­ingar sem styðja ann­ars vegar sitj­andi for­mann og hins vegar fyrr­ver­andi for­mann tók­ust á.

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hélt ræðu við upp­haf fundar og kall­aði eftir meiri sam­stöðu í þing­flokki Fram­sókn­ar­flokks­ins. Hann gagn­rýndi þá sem hefðu gagn­rýnt nið­ur­stöðu síð­asta flokks­þings, þegar Sig­urður Ingi felldi Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son úr for­manns­stóli í dramat­ískri for­manns­kosn­ingu. Hollt og gott væri að flokks­menn væru ósam­mála og að þeir rök­ræddu um mál­in, en ákvörðun sé þó alltaf tekin með lýð­ræð­is­legum hætti á end­anum og það verði að virða. 

Sam­kvæmt end­ur­sögn RÚV úr ræðu Sig­urðar Inga sagði hann svo: „ En það virð­ist ekki öllum gefið að geta sætt sig við það sem  flokks­menn ákveða með lýð­ræð­is­legum aðferð­um. Í Morg­un­blað­inu í gær mátti lesa hvaða augum sumir líta flokk­inn okkar og ákvarð­anir okkar flokks­manna. Þar segir ein­hver að rán hafi átt sér stað í haust og þeir, sem á að hafa verið rænt frá, fyr­ir­gefi ekki slíkan gjörn­ing, ekki núna, ekki seinna! Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, hefur verið við­haft af minna til­efni. Það sem ég spyr mig að er; er þetta sam­vinnu­maður sem talar svona,  þetta er ekki  sér­lega fram­sókn­ar­leg nálg­un? Og hvaða fyr­ir­gefn­ingu er verið að tala um, við hvern á að segja „sor­rí“? Hin almenna fram­sókn­ar­mann, meiri­hluta full­trúa á flokks­þingi? Á flokks­þingi í haust var tek­ist á. Svo virð­ist sem sumir líti á nið­ur­stöðu þess þings sem ein­hvers konar svik við hluta flokks­ins. Það er að segja, að meiri­hlut­inn hafi svikið minni­hlut­ann. Og nú sé bara spurn­ingin hvenær þau svik verði leið­rétt.“

Auglýsing

Sig­mundur Davíð sagði við RÚV að honum hafi þótt ræða Sig­urðar Inga „ekk­ert sér­stök“. Það væri ekki búið að gera upp það sem hefði átt sér stað á síð­asta flokks­þingi og það hafi áhrif á sam­bandið milli hans og sitj­andi for­manns. Mið­stjórn­ar­fund­ur­inn sam­þykkti að halda flokks­þing í jan­úar næst­kom­andi og sagði Sig­mundur Davíð það vera „sig­ur“. Hann vildi ekki svara því með afger­andi hætti hvort hann myndi bjóða sig fram til for­manns á ný á því flokks­þingi. „Ég ætla að meta það hvernig málin þró­ast næstu miss­er­in,“ sagði Sig­mundur Davíð við RÚV.

Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent