Sjálfstæðismenn styðja ekki fjármálaáætlun Benedikts

Skattahækkun á ferðaþjónustuna nýtur ekki stuðnings hjá þingflokki Sjálfstæðisflokksins.

Benedikt Jóhannesson
Auglýsing

Þing­­flokk­ur Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins á Alþingi mun ekki styðja óbreytta þings­á­lykt­un­­ar­til­lögu Bene­dikts Jó­hann­es­­son­ar fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra um fjár­­­mála­­á­ætl­­un til næstu fimm ára.

Þetta kemur fram í Morg­un­blað­inu í dag.

Þar ræður mestu gagn­rýni þing­­flokks­ins og meiri­hluta fjár­­laga­­nefnd­ar á áform fjár­­­mála­ráð­herra um að hækka virð­is­­auka­skatt­­stig (VSK) ferða­þjón­ust­unn­ar með þeim hætti sem til­­lag­an ger­ir ráð fyr­ir, úr 11% í 22,5%, þegar á næsta ári.Áður hafði komið fram að meiri­hluti fjár­laga­nefndar Alþingis vildi fresta hækk­un­inni á VSK. 

Auglýsing

Bene­dikt sagði í við­tali við RÚV í gær að hann vildi ekki breyta áformum um hækkun á VSK. Hækk­un­inni er meðal ann­ars ætlað að vinna gegn styrk­ingu krón­unn­ar, sem hefur verið afar hröð und­an­farin miss­eri, ekki síst vegna gjald­eyr­is­streymis frá ferða­þjón­ust­unni. Greini­legt er að mein­ing­ar­munur er milli stjórn­ar­flokk­anna um þessi mál, og þá einkum Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Við­reisn­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent