Fyrirtæki Íslendings metið á 300 milljarða króna

Davíð Helgason var einn stofnenda og er einn eigenda Unity Technologies, sem metið er á háar upphæðir þessi misserin.

unity
Auglýsing

Unity Technologies, sem fram­­leiðir meðal ann­ars verk­­færi fyrir tölvu­­leikja­fram­­leið­end­­ur, ekki síst leiki fyrir snjall­síma, er nú verð­metið á 2,8 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 300 millj­örðum króna.  

Wall Street Journal greindi frá þessu í gær, en fyr­ir­tækið er nú með fjár­mögnun á loka­stigum upp á 400 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða um 40 millj­arða króna, og er einka­fjár­festa­sjóð­ur­inn Sil­ver Lake að leiða þá fjár­mögn­un, sam­kvæmt Wall Street Journal. Áður höfðu sjóð­irn­ir Sequoia Capi­tal og Dra­per Fis­her Jur­veston komið að fjár­mögnun fyr­ir­tæk­is­ins, að því er segir í umfjöll­un­inni.

Íslend­ing­­ur­inn Davíð Helga­­son (lengst til hægri á með­­­fylgj­andi mynd) er einn eig­enda fyr­ir­tæk­is­ins og tók þátt í því að stofna það árið 2003, ásamt Dana og Þjóð­verja, Joachim Ante og Nicholas Franc­­is. Fyr­ir­tækið hefur vaxið hratt á und­an­­förnum árum og lengst af undir hans stjórn, í hlut­verki for­stjóra.

Auglýsing

Í ítar­legu við­tali við Við­­skipta­­blaðið í júlí árið 2014 kom fram hjá Davíð að hann stýrði þá 300 manna fyr­ir­tæki í San Francisco sem teygði anga sína til 15 landa, en Davíð var þá for­­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins. Hann fór úr því hlut­verki, síðar á árinu, en tók við öðru stjórn­enda­hlut­verki sem yfir­maður stefnu­mót­unar og sam­skipta (EVP). Það hefur vaxið mikið síð­an, og þykja fram­tíð­ar­horfur þess bjart­ar.

Fátt bendir til ann­ars en að leikja­iðn­að­ur­inn í heim­inum muni vaxa hratt á næstu miss­erum, en spár gera ráð fyrir að heild­ar­veltan á næsta ári verði tæp­lega 110 millj­arðar Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 11 þús­und millj­örðum króna. 

Vöxturinn í leikjaiðnaði, ekki síst fyrir farsíma, hefur verið mikill og verður það áfram. Mynd: Unity.

Davíð er sonur Sig­rúnar Dav­­íðs­dótt­­ur, frétta­­konu RÚV, og hálf­­bróðir Egils Helga­­sonar fjöl­miðla­­manns.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði
„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis
Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Fréttaþættirnir Heimskviður verða ekki á dagskrá RÚV á nýju ári.
Heimskviður hverfa af dagskrá Rásar 1
Gera þarf breytingar á dagskrá Rásar 1 vegna hagræðingaraðgerða hjá Ríkisútvarpinu. Ein þeirra er sú að Heimskviður, fréttaskýringarþáttur um erlend málefni, verður ekki lengur á dagskrá á nýju ári. Einnig mun þurfa að endurflytja meira efni.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Hallgrímur Hróðmarsson
Hver er hann þessi sem gengur alltaf með veggjum?
Kjarninn 28. nóvember 2020
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Gylfi ver ummæli Tinnu um landamæraskimanir
Prófessor í hagfræði útskýrir hagfræðilegu rökin fyrir því að skylda komufarþega að fara í skimun á landamærunum og láta þá borga hátt gjald fyrir það í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Margir héldu að málið væri í höfn – en svo er ekki
Heilbrigðisráðherra segir að liggja verði ljóst fyrir hversu miklum peningum verði ráðstafað í samning við sjálfstætt starfandi sálfræðinga áður en hann verður gerður til þess að fjármunum verði varið með sem bestum hætti.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent