Fyrirtæki Íslendings metið á 300 milljarða króna

Davíð Helgason var einn stofnenda og er einn eigenda Unity Technologies, sem metið er á háar upphæðir þessi misserin.

unity
Auglýsing

Unity Technologies, sem fram­­leiðir meðal ann­ars verk­­færi fyrir tölvu­­leikja­fram­­leið­end­­ur, ekki síst leiki fyrir snjall­síma, er nú verð­metið á 2,8 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 300 millj­örðum króna.  

Wall Street Journal greindi frá þessu í gær, en fyr­ir­tækið er nú með fjár­mögnun á loka­stigum upp á 400 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða um 40 millj­arða króna, og er einka­fjár­festa­sjóð­ur­inn Sil­ver Lake að leiða þá fjár­mögn­un, sam­kvæmt Wall Street Journal. Áður höfðu sjóð­irn­ir Sequoia Capi­tal og Dra­per Fis­her Jur­veston komið að fjár­mögnun fyr­ir­tæk­is­ins, að því er segir í umfjöll­un­inni.

Íslend­ing­­ur­inn Davíð Helga­­son (lengst til hægri á með­­­fylgj­andi mynd) er einn eig­enda fyr­ir­tæk­is­ins og tók þátt í því að stofna það árið 2003, ásamt Dana og Þjóð­verja, Joachim Ante og Nicholas Franc­­is. Fyr­ir­tækið hefur vaxið hratt á und­an­­förnum árum og lengst af undir hans stjórn, í hlut­verki for­stjóra.

Auglýsing

Í ítar­legu við­tali við Við­­skipta­­blaðið í júlí árið 2014 kom fram hjá Davíð að hann stýrði þá 300 manna fyr­ir­tæki í San Francisco sem teygði anga sína til 15 landa, en Davíð var þá for­­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins. Hann fór úr því hlut­verki, síðar á árinu, en tók við öðru stjórn­enda­hlut­verki sem yfir­maður stefnu­mót­unar og sam­skipta (EVP). Það hefur vaxið mikið síð­an, og þykja fram­tíð­ar­horfur þess bjart­ar.

Fátt bendir til ann­ars en að leikja­iðn­að­ur­inn í heim­inum muni vaxa hratt á næstu miss­erum, en spár gera ráð fyrir að heild­ar­veltan á næsta ári verði tæp­lega 110 millj­arðar Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 11 þús­und millj­örðum króna. 

Vöxturinn í leikjaiðnaði, ekki síst fyrir farsíma, hefur verið mikill og verður það áfram. Mynd: Unity.

Davíð er sonur Sig­rúnar Dav­­íðs­dótt­­ur, frétta­­konu RÚV, og hálf­­bróðir Egils Helga­­sonar fjöl­miðla­­manns.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trausti Baldursson
Og hvað svo?
Kjarninn 28. september 2021
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent