Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði styrkingu krónunnar að undanförnu vera mikið áhyggjuefni, í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi. Það stefnuleysi sem ríkisstjórnin hafi sýnt í efnahagsmálum, þar sem ráðherrar tali þvert gegn hvor öðrum, sé ekki til að bæta stöðuna.
Sigurður Ingi kom sérstaklega inn á gengi krónunnar gagnvart helstu viðskiptamyntum, en það hefur styrkst verulega að undanförnu. Bandaríkjadalur kostar nú tæplega 100 krónur en fyrir rúmlega einu og hálfu ári kostaði hann 140 krónur, svo dæmi sé tekið.
Sagði Sigurður Ingi það enn fremur vera áhyggjuefni að vaxtamunaviðskipti séu hafin á nýjan leik. Augljóst væri að vextir væri of háir og að nýleg tilkynning Seðlabanka Íslands um að hætta kaupum á gjaldeyri væri ekki í takt við stöðu mála. „Hafi verið þörf á að kaupa gjaldeyri fram til þessa, er alveg augljóst að þörfin er meiri nú en nokkru sinni. Fram hefur komið í fréttum að svo virðist sem vaxtamunaviðskipti séu að ná sér á strik á ný og ég veit fyrir víst að það setur hroll að mörgum við þær fréttir. Enda höfðu þau viðskipti örugglega mikið um það að segja, hversu illa fór haustið 2008,“ sagði Sigurður Ingi.
Þá gagnrýndi hann ríkisstjórnina fyrir að vera alveg verklausa, þegar kæmi að stefnumörkun í efnahagsmálum. Hún hefði tekið við góðu búi, en nú væri hætta á því að stefnuleysið myndi grafa undan góðu gengi. „Krónan er framtíðargjaldmiðill Íslands, segir forsætisráðherra, fjármálaráðherrann hins vegar talar niður krónuna hvenær sem færi gefst. Það er merkilegt að upplifa það, að fjármálaráðherra landsins skuli vera svo taktlaus að tala niður gjaldmiðil þjóðarinnar – á erlendum sem innlendum vettvangi. Það má vera að ófyndin framsetning hans í ástarjátningu til evrunnar, sé fyndin í þröngum hópi Viðreisnar, en ég hygg þó að fleiri séu undrandi á þessari framkomu,“ sagði Sigurður Ingi í ræðu sinni.
Sigurður Ingi: Setur hroll að mörgum vegna styrkingar
Formaður Framsóknarflokksins gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir aðgerðarleysi - almennt - en sagði styrkingu krónunnar ógnvekjandi.
Auglýsing
Við þurfum á þínu framlagi að halda
Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.
Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.
Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.
Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.
Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.
Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.
Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.
MorgunpósturinnEkki missa af neinuNánar