Píratar vilja vísa jafnlaunavottun frá

Fulltrúar Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd vilja vísa frumvarpi um jafnlaunavottun frá þingi og til ríkisstjórnarinnar. Þau segja engin málefnaleg rök fyrir því að samþykkja verði málið nú.

7DM_0314_raw_1838.JPG
Auglýsing

Píratar vilja að frum­varp rík­is­stjórn­ar­innar um jafn­launa­vottun verði sent til rík­is­stjórn­ar­innar til frek­ari með­ferðar og vísað frá þingi. Þetta kemur fram í minni­hluta­á­liti full­trúa Pírata í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd Alþing­is, Þór­hildar Sunnu Ævars­dóttur og Gunn­ars Ingi­bergs Guð­munds­son­ar. 

Þar kemur fram að þau styðji til­gang og mark­mið frum­varps­ins, um að koma á og við­halda jafn­rétti og jöfnum tæki­færum kvenna og karla og jafna stöðu kynj­anna á öllum sviðum sam­fé­lags­ins. „Það er því miður að mál þetta skuli fært til 3. umræðu og atkvæða­greiðslu þegar ljóst verður að telj­ast að málið er hvergi nærri til­búið til afgreiðslu.“ 

Tím­inn til umfjöll­unar um málið hafi verið af mjög skornum skammti og margir þættir séu enn óskýrð­ir. Þá hafi engin mál­efna­leg rök komið fram sem rök­styðji að málið þurfi að afgreiða nú. 

Auglýsing

Máls­með­ferðin hefur leitt til þess að ekki hefur verið raun­hæft að skoða breyt­ingar sem leitt hefðu til þess að frum­varpið yrði unnið í sátt allra aðila sem það snert­ir. Ef frum­varpið á að ná því mark­miði sem að er stefnt er nauð­syn­legt að málið sé unnið vel og í sátt. Verði frum­varpið að lögum á þessum tíma­punkti verður að telj­ast ólík­legt að það nái mark­miði sín­u.“ 

Af þessum sökum leggja þau til að frm­varp­inu verði vísað frá og það sent til rík­is­stjórn­ar­inn­ar. 

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefndar hefur gert breyt­ing­ar­til­lögu á jafn­launa­vott­un­inni þar sem kveðið er á um að Stjórn­ar­ráð Íslands skuli vera fyrsti aðil­inn til að und­ir­gang­ast jafn­launa­vott­un. Píratar segja að ekki hafi farið fram grein­ing á því hver kostn­aður rík­is­sjóðs verði af því, en þau telja nauð­syn­legt að kostn­að­ar­mat liggi fyrir áður en þetta verður að lög­um. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent