Sigríður Andersen segir dómaramálið byggt á misskilningi

Dómsmálaráðherra segir að dómnefnd hafi ekki gert upp á milli þeirra sem hún vildi tilnefna sem dómara til Landsrétt. Ráðherrann telur að framvinda málsins muni ekki bitna á trausti til Landsréttar.

Sigríður Andersen er dómsmálaráðherra.
Sigríður Andersen er dómsmálaráðherra.
Auglýsing

Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra segir að það sé mis­skiln­ingur að dóm­nefnd sem mat hæfi umsækj­enda til að gegna emb­ætti dóm­ara við Lands­rétt hafi gert upp á milli þeirra 15 sem hún til­nefndi í emb­ætt­in. Dóm­nefndin hafi hafi ekki raðað þessum 15 umsækj­endum í töl­sett sæti eftir hæfni. Þetta kemur fram á mbl.is.  Ráð­herr­ann seg­ist ekki ótt­ast að fram­vinda máls­ins muni bitna á trausti til Lands­rétt­ar.

Á lista sem dóm­nefndin gerði yfir hæfni umsækj­enda, og Kjarn­inn birti á þriðju­dag í síð­ustu viku, var umsækj­endum raðað í tölu­sett sæti eftir þeirri hæfn­is­ein­kunn sem dóm­nefndin gaf hverjum og einum umsækj­enda. Sá listi var meðal ann­ars á meðal þeirra gagna sem lögð voru fyrir stjórn­skip­un­ar- eft­ir­lits­nefnd við með­ferð máls­ins. Sig­ríður ákvað að breyta þeirri röðun sem dóm­nefndin hafði lagt til og skipta út fjórum af þeim 15 sem nefndin vildi að skip­aðir yrði í emb­ættin 15.

Auglýsing

Sig­ríður segir við mbl.is að dóm­nefndin hafi tekið fram að hún geri ekki upp á milli þeirra 15 sem hún mælti með og taldi hæfa. Sig­ríður seg­ist telja að 24 séu hæfir og að allir séu þeir jafn hæf­ir. Af þeim 24 manna lista hafi hún valið og lagt heild­stætt mat á umsækj­end­ur, meðal ann­ars út frá dóm­ara­reynslu. Þannig hafi hún kom­ist að nið­ur­stöðu sinni um hverja ætti að til­nefnda í rétt­inn.

Telja að ráð­herra hafi brotið lög

Sam­kvæmt lista dóm­­nefndar hafði hún kom­ist að þeirri nið­­ur­­stöðu að 15 af 33 umsækj­endum væru hæf­­astir í þau 15 emb­ætti dóm­­ara við Lands­rétt sem í boði eru. Sig­ríður ákvað að breyta röðun list­ans með þeim hætti að fjórir sem dóm­­nefnd til­­­nefndi hurfu af honum og fjórum öðrum var bætt við. Hún rök­studdi þessa ákvörðun sína með því að hún vildi gera dóm­­ara­­reynslu umsækj­enda hærra undir höfði. Stjórn­­­ar­and­­staðan taldi að ráð­herr­ann hefði ekki rök­­stutt breyt­ing­­arnar sínar næg­i­­lega vel og vildi að ákvörðun í mál­inu yrði frestað þannig að hægt yrði að vinna það bet­­ur. Var það meðal ann­­ars gert vegna harðrar gagn­rýni frá lög­­­mönnum sem skil­uðu umsögnum inn til stjórn­­­skip­un­­ar- og eft­ir­lits­­nefndar og vegna þess að rök­­stuðn­­ing­­ur­inn gekk ekki upp ef hann miðað við stiga­­gjöf dóm­­nefndar fyrir dóm­­ara­­reynslu ein­vörð­ung­u.

Málið var hins vegar sam­­þykkt með atkvæðum stjórn­­­ar­liða ein­vörð­ungu. Einn þeirra umsækj­enda sem var fjar­lægður af list­an­um, Ást­ráður Har­alds­­son, hefur þegar til­­kynnt að hann muni stefna íslenska rík­­inu og ráð­herr­­anum sjálfum vegna máls­ins og telur hana hafa brotið lög. Jóhannes Rúnar Jóhanns­­son, sem einnig var fjar­lægður af list­an­um, hefur einnig sagt að hann íhugi að leita réttar síns.

Jón Hösk­­ulds­­son hefur söm­u­­leiðis sagt að hann liggi undir feldi um næstu skref en Eiríkur Jóns­­son, sem dóm­­nefndin mat sjö­unda hæf­asta umsækj­and­ann, hefur ekk­ert viljað láta hafa eftir sér opin­ber­­lega um hvort hann ætli að höfða mál eða ekki.Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Út fer Boris með Breta – hvað sem það kostar!
Kjarninn 24. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent