Sigríður Andersen segir dómaramálið byggt á misskilningi

Dómsmálaráðherra segir að dómnefnd hafi ekki gert upp á milli þeirra sem hún vildi tilnefna sem dómara til Landsrétt. Ráðherrann telur að framvinda málsins muni ekki bitna á trausti til Landsréttar.

Sigríður Andersen er dómsmálaráðherra.
Sigríður Andersen er dómsmálaráðherra.
Auglýsing

Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra segir að það sé mis­skiln­ingur að dóm­nefnd sem mat hæfi umsækj­enda til að gegna emb­ætti dóm­ara við Lands­rétt hafi gert upp á milli þeirra 15 sem hún til­nefndi í emb­ætt­in. Dóm­nefndin hafi hafi ekki raðað þessum 15 umsækj­endum í töl­sett sæti eftir hæfni. Þetta kemur fram á mbl.is.  Ráð­herr­ann seg­ist ekki ótt­ast að fram­vinda máls­ins muni bitna á trausti til Lands­rétt­ar.

Á lista sem dóm­nefndin gerði yfir hæfni umsækj­enda, og Kjarn­inn birti á þriðju­dag í síð­ustu viku, var umsækj­endum raðað í tölu­sett sæti eftir þeirri hæfn­is­ein­kunn sem dóm­nefndin gaf hverjum og einum umsækj­enda. Sá listi var meðal ann­ars á meðal þeirra gagna sem lögð voru fyrir stjórn­skip­un­ar- eft­ir­lits­nefnd við með­ferð máls­ins. Sig­ríður ákvað að breyta þeirri röðun sem dóm­nefndin hafði lagt til og skipta út fjórum af þeim 15 sem nefndin vildi að skip­aðir yrði í emb­ættin 15.

Auglýsing

Sig­ríður segir við mbl.is að dóm­nefndin hafi tekið fram að hún geri ekki upp á milli þeirra 15 sem hún mælti með og taldi hæfa. Sig­ríður seg­ist telja að 24 séu hæfir og að allir séu þeir jafn hæf­ir. Af þeim 24 manna lista hafi hún valið og lagt heild­stætt mat á umsækj­end­ur, meðal ann­ars út frá dóm­ara­reynslu. Þannig hafi hún kom­ist að nið­ur­stöðu sinni um hverja ætti að til­nefnda í rétt­inn.

Telja að ráð­herra hafi brotið lög

Sam­kvæmt lista dóm­­nefndar hafði hún kom­ist að þeirri nið­­ur­­stöðu að 15 af 33 umsækj­endum væru hæf­­astir í þau 15 emb­ætti dóm­­ara við Lands­rétt sem í boði eru. Sig­ríður ákvað að breyta röðun list­ans með þeim hætti að fjórir sem dóm­­nefnd til­­­nefndi hurfu af honum og fjórum öðrum var bætt við. Hún rök­studdi þessa ákvörðun sína með því að hún vildi gera dóm­­ara­­reynslu umsækj­enda hærra undir höfði. Stjórn­­­ar­and­­staðan taldi að ráð­herr­ann hefði ekki rök­­stutt breyt­ing­­arnar sínar næg­i­­lega vel og vildi að ákvörðun í mál­inu yrði frestað þannig að hægt yrði að vinna það bet­­ur. Var það meðal ann­­ars gert vegna harðrar gagn­rýni frá lög­­­mönnum sem skil­uðu umsögnum inn til stjórn­­­skip­un­­ar- og eft­ir­lits­­nefndar og vegna þess að rök­­stuðn­­ing­­ur­inn gekk ekki upp ef hann miðað við stiga­­gjöf dóm­­nefndar fyrir dóm­­ara­­reynslu ein­vörð­ung­u.

Málið var hins vegar sam­­þykkt með atkvæðum stjórn­­­ar­liða ein­vörð­ungu. Einn þeirra umsækj­enda sem var fjar­lægður af list­an­um, Ást­ráður Har­alds­­son, hefur þegar til­­kynnt að hann muni stefna íslenska rík­­inu og ráð­herr­­anum sjálfum vegna máls­ins og telur hana hafa brotið lög. Jóhannes Rúnar Jóhanns­­son, sem einnig var fjar­lægður af list­an­um, hefur einnig sagt að hann íhugi að leita réttar síns.

Jón Hösk­­ulds­­son hefur söm­u­­leiðis sagt að hann liggi undir feldi um næstu skref en Eiríkur Jóns­­son, sem dóm­­nefndin mat sjö­unda hæf­asta umsækj­and­ann, hefur ekk­ert viljað láta hafa eftir sér opin­ber­­lega um hvort hann ætli að höfða mál eða ekki.Samvinna er möguleg - Kjarasamningar sköpuðu farveg fyrir traust
Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands segir að nú sé tilefni til þess að bregðast við breyttri stöðu, með viðspyrnu sem er eins og teiknuð upp úr kennslubók.
Kjarninn 26. maí 2019
Karolina Fund: Breiðdalsbiti – Matvælaþróun úr afurðum svæðisins
Guðný Harðardóttir er sauðfjárbóndi í húð og hár sem vill koma afurðum sínum og öðrum afurðum úr Breiðdalnum á þann stall sem þær eiga heima á.
Kjarninn 26. maí 2019
Búin að finna kjallara undir botninum á siðferði í íslenskri pólitík
Þingflokksformaður Pírata segir að munurinn á ofteknum akstursgreiðslumálum þingmanna í Noregi og á Ísland sé að þar sem málið rannsakað og pólitísk ábyrgð tekin. Hér sé málið ekki rannsakað og pólitísk ábyrgð sé engin.
Kjarninn 26. maí 2019
Bára Huld Beck
Í frelsi felst ábyrgð – og í orðum einnig
Kjarninn 26. maí 2019
Segir að Björk hafi skorið upp herör á óupplýstan hátt gegn Magma
Rekstrarhagnaður HS Orku jókst um tæpan milljarð króna í fyrra. Ross Beaty mun líkast til yfirgefa félagið fljótlega og í síðasta ávarpi hans í ársskýrslu fer hann yfir hæðir og lægðir.
Kjarninn 26. maí 2019
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Mette Frederiksen leiðtogi jafnaðarmanna.
Óvissa í dönskum stjórnmálum
Þingkosningar verða í Danmörku eftir tíu daga, skoðanakannanir benda til stjórnarskipta. Málefni innflytjenda og flóttafólks hafa mjög sett svip sinn á kosningabaráttuna, kosningar til Evrópuþings fá litla athygli.
Kjarninn 26. maí 2019
Vonast eftir frjálslyndri ríkisstjórn eftir næstu kosningar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að núverandi ríkisstjórn sé síðasta vígi gamla flokkakerfisins. Skýrustu víglínurnar á Alþingi í dag séu á milli frjálslyndis og íhaldssemi.
Kjarninn 25. maí 2019
Metani breytt í koltvíoxíð
Hvatinn fjallar um líkan af nokkurs konar metanbindandi loftræstingu sem vísindahópur við Stanford University hefur gert til þess að koma í veg fyrir að metan fari beint út í andrúmsloftið.
Kjarninn 25. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent