Myntráð hefði ekki komið í veg fyrir mikið ris krónunnar

Prófessor í hagfræði segir að staða efnahagsmála nú sé ólík því sem hún var í aðdraganda hrunsins, og að tæki sem Seðlabanki Íslands búi nú yfir hafi hjálpað til við hagstjórnina.

Gylfi Zoega
Gylfi Zoega
Auglýsing

„Sú spurn­ing hefur vaknað hvort lausnin á þeim vanda sem hér hefur verið lýst felist ekki í mynt­ráði sem kæmi í stað sveigj­an­legs geng­is. Í slíku kerfi væri gengi krón­unnar fast, en það kæmi ekki í veg fyrir ris raun­gengis í núver­andi upp­sveiflu. Raun­gengið hefði því einnig hækkað í því kerfi und­an­farin ár. Ef ferða­þjón­usta síðan skreppur saman og gjald­eyr­is­tekjur minnka í fram­tíð­inni þá væri erf­ið­ara að lækka raun­geng­ið, slíkt þyrfti að ger­ast í gegnum verð­hjöðnun eða minni verð­bólgu en í við­skipta­lönd­un­um.“

Þetta segir Gylfi Zoega, pró­fessor í hag­fræði og einn nefnd­ar­manna í Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands, í grein í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ing­ar. Í grein­inni fjallar hann um stöðu efna­hags­mála og einkum gengi krón­unnar og styrk­ingu hennar gagn­vart helstu við­skipta­myntum und­an­farin miss­eri. Gengi krón­unnar hefur styrkst um rúm­lega 20 pró­sent gagn­vart evru og Banda­ríkja­dal á und­an­förnum 10 mán­uðum og gagn­vart pund­inu eru styrk­ingin um 30 pró­sent.

Stjórn­völd eru nú að fara yfir leiðir til að styrkja fram­kvæmd pen­inga­stefn­unn­ar, og er verk­efna­stjórn að störfum í þeim til­gangi. Í henni eru Ásgeir Jóns­son, Ill­ugi Gunn­ars­son og Ásdís Krist­jáns­dótt­ir, en mark­miðið er að ljúka vinnu stjórn­valda varð­andi þessi mál á þessu ári.

Auglýsing

Gylfi segir að sá grund­vall­ar­munur sé nú á stöðu mála, sam­an­borið við stöð­una sem var fyrir hrunið 2008, að gjald­eyrir streymi nú til lands­ins sem tekjur en ekki sem láns­fé. Þetta hafi gerst sam­hliða vax­andi eft­ir­spurn eftir vörum og þjón­ustu á Íslandi, ekki síst vegna hins mikla vaxtar sem verið hefur í ferða­þjón­ustu. Þetta sé í grunn­inn jákvætt, en mik­il­væg­ast af öllu sé að skapa far­veg fyrir hóf­legan hag­vöxt til lengri tíma og aðstæður sem geti stuðlað að vel laun­uðum störfum fyrir fólkið í land­inu. „En gengi krón­unnar ákvarð­ast ekki ein­ungis af mark­aðs­öfl­um. Á síð­ustu fjórum árum hefur Seðla­bank­inn keypt gjald­eyri fyrir hund­ruðir millj­arða króna og þannig komið í veg fyrir enn meiri hækkun gengis krón­unn­ar. Þetta var gert til þess að safna forða í aðdrag­anda aflétt­ingar fjár­magns­hafta. En bank­inn hefur einnig með inn­gripum dregið úr geng­is­sveiflum allt frá vori 2013 eins og sést þegar hreyf­ingar geng­is­vísi­töl­unnar eru skoð­að­ar,“ segir Gylfi, og bendir á að Seðla­banki Íslands búi nú yfir betri vopnum en áður til að takast á við ýmsar hliðar hag­stjórn­ar­inn­ar. Til dæmis hafi sér­stök bindi­skylda á erlendar fjár­fest­ingar á skulda­bréfa­mark­aði, og inn­grip á gjald­eyr­is­mark­aði, hjálpað til við að vinna gegna ann­mörkum hreins flot­gengis krón­unnar með til­heyr­andi sveifl­um.

Gylfi segir að hug­myndir um mynt­ráð eða fast­geng­is­stefnu, geti falið í sér hætt­ur, en með aðild að Evr­ópu­sam­band­inu og upp­töku evru, eða föstu gengi krón­unnar gagn­vart henni, væri örugg­ari leið. „Mynt­ráðið gæti orðið fyrir áhlaupi þegar fjár­festar gerðu sér grein fyrir því að raun­gengi væri of hátt, efna­hags­lífið væri í kreppu og stjórn­völd vant­aði vilja til þess að verja slíkt kerfi. Hrun mynt­ráðs yrði alvar­legri atburður en geng­is­fall flot­krónu og getur skapað fjár­málakreppu. Aðild að Evr­ópu­sam­band­inu með ann­að­hvort evru­að­ild eða föstu gengi gagn­vart evru, sem er sú leið sem Danir hafa far­ið, væri örugg­ara kerfi vegna þess að þá væri fyrir hendi sam­trygg­ing og gagn­kvæm áhættu­dreif­ing sem ekki felst í ein­hliða mynt­ráð­i,“ segir Gylfi, í grein sinni í Vís­bend­ingu.

Enn­fremur segir Gylfi, að þrátt fyrir að verð­bólga hafi hald­ist í skefjum í langan tíma - en hún mælist nú 1,7 pró­sent en verð­bólgu­mark­miðið er 2,5 pró­sent - þá sé ekki þar með sagt að það sé hægt að lækka vexti niður í stöð­una eins og hún er í öllum löndum í kringum okk­ur. „En nú gæti les­and­inn spurt sig hvað hefði gerst ef vextir hefðu verið hafðir mun lægri, kannski 2% í stað 5%! Af hverju höfum við ekki sömu vexti og í Bret­landi eða evru­land­i? Ástæðan er sú að á Íslandi er mikil upp­sveifla, atvinnu­leysi er lítið sem ekk­ert og laun hafa hækkað mikið á síð­ustu tveimur árum. Ef vextir væru þeir sömu og í öðrum lönd­um þar sem ekki er slík upp­sveifla mætti búast við því að eigna­verð hækk­aði snar­lega (hlutabréf og fast­eign­ir), útlán til fyr­ir­tækja og heim­ila ykju­st, fjár­fest­ing og einka­neysla ykist enn meira ásamt eft­ir­spurn eftir vinnu­afli. Þá myndi raun­gengi hækka vegna hækk­un­ar inn­lendra launa og verð­lags fremur en geng­is. En slíkt sam­ræm­ist ekki stefnu Seðla­bank­ans sem á að halda verð­lagi stöð­ugu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent