Segir vogunarsjóði hafa unnið síðustu þingkosningar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir vogunarsjóði í New York og London hafa viljað nýjum forsætisráðherra, nýja stjórn og nýja stefnu. Allt það hafi þeir fengið í fyrrahaust.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins.
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, þing­maður og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, segir að það liggi fyrir að sig­ur­veg­arar síð­ustu alþing­is­kosn­inga hafi verið „vog­un­ar­sjóð­irnir og fjár­mála­kerf­ið“. Þetta kemur fram í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu í dag.

Flokkur Sig­mundar beið sögu­legt afhroð í síð­ustu kosn­ingum og fylgi hans fór úr 24,4 pró­sentum í 11,5 pró­sent á milli kosn­inga. Nið­ur­staðan í fyrr­haust var sú versta í 100 ára sögu Fram­sókn­ar­flokks­ins. Kosið var að hausti, og áður en kjör­tíma­bilið klárað­ist, vegna Wintris-­máls­ins svo­kall­aða og ann­arra hneyksl­is­mála sem Panama­skjölin opin­ber­uðu. Sig­mundur Davíð sagði af sér sem for­sæt­is­ráð­herra í byrjun apríl 2016 vegna Wintris-­máls­ins og var svo vellt úr for­manns­sessi í Fram­sókn skömmu fyrir kosn­ing­arnar í fyrra. Hann stofn­aði nýverið nýtt stjórn­mála­fé­lag, Fram­fara­fé­lag­ið, og er for­maður þess. Sig­mundur Davíð hefur þó ekki viljað kalla það stjórn­mála­flokk heldur mun frekar hug­mynda­veitu.

Í grein sinni í Morg­un­blað­inu í morgun mærir Sig­mundur Davíð áætlun rík­is­stjórnar sinnar um afnám hafta. Hann segir að sem betur fer hafi „sigur Íslands“ í mál­inu að mestu verið í höfn áður en vog­un­ar­sjóðir í New York og London hafi viljað nýjan for­sæt­is­ráð­herra, nýja rík­is­stjórn og nýja stefnu. „Öllu þessu náðu þeir,“ segir Sig­mundur Davíð í grein­inni.

Auglýsing

U-beygja stjórn­valda

Að mati Sig­mundar Dav­íðs hafi einkum tvennt varð­andi hafta­losun staðið eftir þegar honum var gert að segja af sér:  að klára að leysa aflandskrónu­vand­ann og að nýta það tæki­færi sem hafta­los­unin og stöð­ug­leika­fram­lögin sköp­uðu til að ráð­ast í end­ur­skipu­lagn­ingu íslenska fjár­mála­kerf­is­ins. Hann telur stjórn­völd hafa tekið U-beygju í báðum málum og haldið illa á þeim.

Varð­andi aflandskrón­u­út­boðin segir hann í grein­inni: „Tíma­á­ætlun fram­kvæmda­hóps um hafta­losun var virt og lítið gerð­ist í mál­inu fyrr en síð­ast­liðið haust þegar haldið var útboð til að leysa aflandskrónu­vand­ann. Þar gafst eig­endum aflandskróna kostur á að skipta krón­unum í gjald­eyri og fara með hann úr landi gegn því að gefa »af­slátt« af skráðu virði krón­unn­ar. Þetta var frá upp­hafi liður í heild­ar­plan­inu sem gekk út á að allir skiptu með sér kostn­að­inum við að rétta efna­hag lands­ins af. Eng­inn átti að hagn­ast á því að taka ekki þátt. Þess vegna var útskýrt að þeir sem ekki vildu taka þátt í útboð­inu myndu sitja fastir með krón­urnar sínar um fyr­ir­sjá­an­lega fram­tíð á lágum sem engum vöxt­um. Þátt­taka í útboð­inu var lít­il. Af ástæðum sem ekki hafa verið skýrðar hættu nokkrir af stærstu krónu­eig­end­unum við að taka þátt í útboð­inu rétt fyrir lok­un. Þó var ljóst að íslensk stjórn­völd höfðu misst trú­verð­ug­leik­ann. Full­trúar vog­un­ar­sjóðanna höfðu séð með eigin augum að hægt væri að brjóta þau á bak aft­ur.

Lítið gerð­ist svo í mál­inu þar til ný rík­is­stjórn til­kynnti óvænt í mars síð­ast­liðnum að samið hefði verið við vog­un­ar­sjóði um að þeim yrði hleypt út með krón­urnar sínar á mun hag­stæð­ara gengi en stóð til boða í útboð­inu í fyrra.

Samn­ing­ur­inn náði til 90 millj­arða króna af þeim 200 sem eftir stóðu af »snjó­hengj­unn­i«. Sama dag var til­kynnt að þeir sem ekki hefðu þegar skrifað upp á til­boðið (þeir sem héldu á 110 millj­örð­um) hefðu »næstu tvær vik­urn­ar« til að ganga inn í samn­ing­inn. Ella sætu þeir eft­ir.

En nú voru vog­un­ar­sjóð­irnir búnir að sjá svo ekki varð um villst að hægt væri að brjóta, eða að minnsta kosti beygja, íslensk stjórn­völd. Nýja kosta­boðið frá Íslandi var því ekki lengur nógu gott og áhug­inn á þátt­töku lít­ill eða eng­inn.

Skemmst er frá því að segja að vik­urnar tvær sem hófust í mars eru enn að líða því stjórn­völd hafa ítrekað fram­lengt frest­inn vegna áhuga­leysis vog­un­ar­sjóð­anna. Nú stendur til að hann klárist næst­kom­andi fimmtu­dag, þann 15. júní.

Stjórn­völdum er þó vænt­an­lega alvara með dag­setn­ing­una 15. júní eða hvað? Ekki miðað við það að fjár­mála­ráðu­neytið er þegar búið að til­kynna Reuters að næsta haust sé von á frum­vörpum frá rík­is­stjórn­inni um að losa höft af aflandskrón­um.

Dettur ein­hverjum í hug að áhugi á þátt­töku í sér­stökum „krón­u­sölu-díl“ nýrrar rík­is­stjórnar sé mik­ill þegar krónan er búin að styrkj­ast jafnt og þétt og stjórn­völd hafa stöðugt gefið meira eftir og loks til­kynnt að þau hygg­ist gefa alveg eftir næsta haust?“

Sig­mundur Davíð segir að Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra og Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hafi ekki enn feng­ist til að svara spurn­ingum um hvort samn­ingar um losun hafta á aflandskrónur hafi verið  liður í kaupum vog­un­ar­sjóð­anna á Arion banka, né hvers vegna for­kaups­réttur rík­is­ins að bank­anum var gef­inn eft­ir. „Engu hefur verið svarað um sam­skipti stjórn­valda við vog­un­ar­sjóð­ina sem þó við­ur­kenna sjálfir að þeir hafi tekið ákvarð­anir að und­an­gengnum sam­skiptum við íslensk stjórn­völd. Enda væri annað óhugs­andi.

Nið­ur­staðan er sú að stjórn­völd hafa tekið algjöra U-beygju gagn­vart hinum aðgangs­hörðu vog­un­ar­sjóðum og eru að missa tæki­færið til að laga íslenska fjár­mála­kerfið úr hönd­un­um. Óljóst er hvað vog­un­ar­sjóð­irnir ætla að gera við Arion banka. Ekk­ert liggur fyrir um hvað stjórn­völd ætla sér með Lands­bank­ann, en í milli­tíð­inni mun bank­inn ein­beita sér að því að byggja nýjar höf­uð­stöðvar á einni verð­mæt­ustu lóð lands­ins. Staða hins rík­is­bank­ans, Íslands­banka, er svo algjör ráð­gáta. Á meðan er vöxtum haldið tutt­ugu sinnum hærri en í Bret­landi á sama tíma og pundið fellur og íslenska krónan styrk­ist.

Það eina sem liggur fyrir er að sig­ur­veg­arar síð­ustu alþing­is­kosn­inga voru vog­un­ar­sjóð­irnir og fjár­mála­kerf­ið.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent